Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 28
1960 AF SÍÐUM SAMVINNUNNAR Hátíðir á hausti EFTIR SÉRA GUÐMUND SVEINSSON Hver árstíð vekur sérstakar hugsanir og kenndir.. Til þessa hafa mennirnir fundið frá upphafi. Með vori streymir fögnuður og birta í sál. Með vetri kvíði og myrkur. Venjur ýmsar og siðir bera vitni þessum mismunandi hugrenningum og kenndum. Þann- ig hafa menn um aldaraðir haldið lífshátíðir á vori, fagn- að vormerkjunum, sem boðuðu sigur gróðraraflanna. Fjarskyldar og ólíkar þjóðir eignuðust sameiginlegan arf í lífshátíðunum, þótt hátíðahaldið sjálft kynni að vera frábrugðið eftir hugsunarhætti og menningu.* Haustið og veturinn hafa á sama hátt skilið eftir spor í siðum og venjum. Það hefur dregið að aðrar hugmyndir, sem mótað hafa og skapað. Það er ætlun þessarar greinar að dvelja nokkuð við haust- og vetrarhugmyndir manna og lýsa nokkrum siðum sem mannanna börn hafa í alda- slag haft í heiðri og fjalla um þau þáttaskil, sem verða í lífinu við komu hausts og vetrar. Tvennt er greinilegast einkenni á viðbrögðum manna er hallar að hausti og vetri: Annað er tengt uppskeru haustsins, en þá kemur í ljós arður af vinnu sumarsins, forði vetrarins verður til. Hitt er tengt áhrifum myrkurs og kulda, hugmyndin að öfl óskapnaðarins losni úr læð- ingi á einhvern hátt og þurfi, að hefta framrás þeirra svo óheill verði forðað. Um þessa tvo ása snýst hugmynda- rásin og safnar um sig hóp fylgihugsana. í stuttri grein verður aðeins hægt að drepa á fátt eitt, sem máli skiptir í hinu mikla kerfi, sem mannshugurinn hefur skipað hin- um fjölmörgu afbrigðum hugmynda sinna og kennda. 0 Uppskeran Uppskeruhugmyndir eru margar eins og að líkum lætur svo margvísleg og margbreytileg sem uppskeran er. Væru þær hugmyndir allar efni í mörg erindi. Hér mun aðeins á eina hugmynd drepið og reynt að gera henni nokkur skil. Kornrækt er gamall atvinnuvegur. Þó er hún fyrst komin fram eftir að þjóðirnar hafa öðlast fasta búsetu og að baki eru tvö merk tímaskeið í þróunarsögu manns, tími veiðimennskunnar fyrst og tími hjarðmennskunnar síðar**. Sennilegt þykir að konan hafi á undan karl- manninum komizt til skilnings á gildi kornræktar. Hún hafi fyrst dregið jarðarávöxtinn sem björg í bú og hugað að ræktun nytjagróðurs. Síðan hafi slík ræktun orðið fastur liður í starfi fjölskyldunnar og gert afkomuna öruggari. 0 Uppskerubarn - brúður - gömul kona Kornið bjó yfir lífi. Það gaf næringu og styrk. Þetta vakti hugmyndina um kornið sem gefandi móður. Kornakur- inn allur varð í huga mannsins lifandi vera, kornmóðirin. Þegar að því kom að skerða þetta líf við uppskeruna, þurfti aðgát og umhugsun. Áhuginn beindist einkum og sér í lagi að síðasta knippinu, sem skorið var, lokaþætti uppskeruverksins. Það var ekki sama hvernig þá væri að unnið. Hér var verið að slíta líftaug gróðurbreiðunnar. Margar hugsanir sóttu að. Ein og kannski elzt var hug- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.