Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 26
Þjóðfundurinn og aðdragandi hans
talinn svo róttækur, að hann mundi jafnvel vera vinur
Þjóðverja, og í febrúar gerðist sá einstæði atburður, að
hann stóð upp í dómkirkjunni eftir biskupsmessu og
krafðist þess, að sóknarpresturinn segði af sér, en nýr
maður yrði fenginn í hans stað! Og enn gerðist það, sem
varla hefði getað orðið tveim árum áður, að menn drukku
skál „Þýzkálands og allra þjóða“ í klúbbnum.
0 Döpur veisla
íslendingar gerðu sér vonir um það, að þjóðfundurinn
yrði haldinn 1850. En þær vonir brugðust. í maímánuði
barst sú fregn, að stjórnin hefði ákveðið samkomudag
þjóðfundarins 4. júlí 1851, eða ári seinna en vænzt hafði
verið.
Petta voru slæmar fréttir fyrir íslendinga, og er rétt að
skyggnast út í álfu til að athuga, hvað þar hafði gerzt. í
byrjun árs 1850 var flóðbylgja byltinganna í Evrópu tek-
in að réna. Sameining Þýzkalands hafði ekki tekizt og
áhugi Þjóðverja á baráttu landa sinna í dönsku hertoga-
dæmunum hafði minnkað. Sáu stórveldin, sérstaklega
England og Rússland, sér leik á borði og reyndu að
miðla málum, enda vildu þau varðveita danska konungs-
ríkið sem sterkast. f lok júlí var háð orrustan við Isted,
þar sem Danir unnu sigur og var þá uppreisn hertoga-
dæmanna lokið. Var nú danska stjórnin hin fastasta í
sessi eftir þessa sigra og vann óspart að því að treysta
völd Dana í hertogadæmunum. Var því varla hægt að
búast við mikilli samúð með sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga, enda hefði eftirlátssemi við þá getað leitt til þess,
að hertogadæmin gerðu nýjar kröfur. Kvað nú við annan
tón en 1848, og varð það ógæfa íslendinga, hversu af-
greiðsla á málum þeirra dróst úr hófi fram, unz öll von
um réttarbætur hvarf að þessu sinni.
íslendingar höfðu margvíslegan undirbúning undir
þjóðfundinn, og gerðu sér miklar vonir um hann. Er
sýnilegt, að þeir hafa ekki áttað sig á þeirri breytingu,
sem orðin var í Höfn, og má bezt marka grandvaraleysi
þeirra á því, að þeir kusu Trampe greifa, hinn nýja stift-
amtmann, í undirbúningsnefnd sína undir fundinn!
Brátt kvisaðist út, að frumvarp stjórnarinnar, sem
Trampe hafði fengið í hendur, mundi verða annars eðlis
en íslendingar óskuðu. Kom til ýmiss konar vandræða,
þar sem Trampe tók nú að banna fundi og leggja ýmsa
steina í götu landsmanna. í marz 1851 óskaði Trampe
eftir hermönnum og var herflokkur sendur til landsins
skömmu fyrir fundinn. Kom þessi ráðstöfun landsmönn-
um heldur spánskt fyrir sjónir, enda gat enginn séð þörf
vopnaðra manna í landinu, nema helzt Trampe.
Nú verður farið fljótt yfir sögu. Þegar fundarmenn
Stnánm féícujsmönnurrt og öðrum xnðskvptaviniLm svo og starfsfólM okkar 6estu óskir um
GLEÐILEGJÓL
r fc y* ' KAUPFÉLAGIÐ FRAM
ogýarscM komanár ar Neskaupsstað
26