Samvinnan - 01.12.1986, Page 70

Samvinnan - 01.12.1986, Page 70
Yfirburða leiðtogi og boðberi samvinnustefnunnar Þar verða allir að sæta sama verði, sömu viðskiptakjör- um og sömu virðingum. Loksins eru þó margir bændur hér á landi farnir að skilja það, að ekki muni þeim lengur tjá að sitja og halda að sér höndum hver í sínu horni. Þeir eru byrjaðir á að stofna ýmsan álitlegan félagsskap. Vil ég þar til nefna: 1. BÚNAÐARFÉLÖGIN. Þau eru komin á fót í flestum sveitum í öllum héruðum landsins. Að vísu eru þau víða lítið annað en nafnið, en þau eru þó vonandi vísir til annars meira. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS er vitanlega stærst og myndarlegast, enda nær yfir allt land. Hefur það gjört stórmikið gagn síðan það var stofnað 1899.“ - Höf. telur upp Ræktunarfélag Norður- lands, „mjög myndarlegt,“ Búnaðarsamband Austur- lands stofnað 1906, Búnaðarsamband Vestfjarða stofn- að 1907 og getur um Húss- og bústjórnarfélag Suður- amtsins frá 1837-99. 2. KAUPFÉLÖGIN, (sem reyndar hafa flest verið aðeins pöntunarfélög.) Af þeim er Kaupfélag Þingey- inga elst og myndarlegast. Mun það nú vera 25 ára gamalt. Á það tilveru sína, vöxt og viðgang fyrst og fremst því að þakka, að Þingeyingar hafa um langan ald- ur verið langt á undan öllum landsmönnum að menningu og áhugaframförum. Það mun líka hafa hjálpað Þingey- ingum, að svo stendur þar á, að þeir verða allir að sækja í einn stað til verslunar, - á Húsavík - en þar bjó aðeins einn kaupmaður, sem allir höfðu verslað við. Og þegar bændur byrjuðu á kaupfélagsskapnum, þótti kaup- manninum sér auðvitað stórlega misboðið, og gjörðist brátt svo andvígur í garð bænda, að ekki var nema um tvennt að velja fyrir þá: Að gefast upp og ganga á náðir stórbokkans, eða að berjast til sigurs uppá líf og dauða. Og Þingeyingar tóku þann kostinn sem röskum drengj- um sæmdi betur og unnu fullan sigur. Mörg kaupfélög (pöntunarfélög) hafa verið stofnuð síðan, og hefur þeim sumum vegnað allvel, en önnur hafa veslast upp og dáið fyrir ódugnað bænda. Allmörg eru þó enn á lífi. Nokkur þeirra hafa nýlega myndað samband sín á milli, sem enn mun þó vera mest á papp- írnum. 3. RJÓMABÚSSAMTÖKIN. Eru það Árnesingar, sem riðu þar fyrst á vaðið, enda hafa þeir besta aðstöðu af öllum landsmönnum. Samtök þessi eru á hraðri fram- för og hafa þegar gjört stórmikið gagn, ekki aðeins fyrir Árnessýslu, heldur jafnvel óbeinlínis fyrir allt landið. Nú hafa rjómabúin myndað samband sín á milli, og mun það styðja mikið að framför þeirra. 4. KYNBÓTAFÉLÖG. Það eru nautgriparæktar- hrossaræktar- og sauðfjárræktarfélög. Fyrir stuttu hefur verið byrjað á þessum félagsskap í ýmsum stöðum á KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA óskar sta rfsfólki og viðskiptavinum Gleðilegra jóla. Pökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum. KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA Hafnarfirði 5endum öllum viðskiptavinum og 5tarf5fólKi bestu ósKir um GLEÐILEG JÓL ogfarsælt komandi ár. PöKKum gottsamstarf á liðnum árum. KAUPFÉLAG LANGNESINGA Þórshöfn 70

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.