Samvinnan - 01.12.1986, Síða 35
Skáldið Einar Benediktsson
hefur átt erindi við
kynslóðirnar og á enn.
Ferðinni var lokið og ljóðunum hætt. Hið unga fólk
gekk til starfa í bítið næsta dag, við byggingar, ræktun,
framleiðslu og heimilisstörf og skilar landinu betra og
lífskjörunum léttari í hendur næstu kynslóðar. Ástæða
er til að ætla, að þeirri arfleifð fylgi einnig ávaxtað pund
hins kynngimagnaða, vitra þjóðskálds.
• Kennslustund á atómöld
Enn liðu mörg ár. Ný kynslóð kemur við sögu, ung kyn-
slóð á atómöld.
Kennari kemur inn í bekk sinn til nálega 30 nemenda
milli fermingar og tvítugs. Kennslubókum er flett, at-
hugað lestrarefni og sett fyrir til næsta dags.
„Ég nenni ekki að kenna ykkur í dag. Við vorum svo
dugleg síðast, og það er ekki alltaf hægt að vera dugleg-
ur.“
Feginsandvarp fór um bekkinn og bókum var lokað í
skyndi. Líklega áttu þau að fá frí.
En kennarinn sat sem fastast, sagði ekki neitt, en fletti
bók. Sextíu augu störðu á hann og í stofunni varð hljótt.
Formálalaust og án útskýringa tók hann að lesa. Von um
frelsi varð að engu. Allir sátu og hlustuðu.
„Aldrei fann ég frárri jó.
Fram á móti er við þeystum,
sýndist leiftra af sólnagneistum.
CLEÐILEC JÓL
FARSÆLT NÝTT ÁR
jé) öJUÍuWl (jþO-Út
d éuhuwn d/uom.
KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA
Þingeyri
Vatna og brúna milli í miðri
meginhengju vóðu niðri
dökkir ernir. En þá dró
aftur úr sem hnökra af fiðri.
íshroð féll og brauzt að bökkum.
Brotgný var þó ekki að heyra.
Aðeins hrapsins ógn fannst slá
öll í dans með söng og stökkum,
stíga hring fyrir auga og eyra.“
Eftir stundar lestur lokaði kennarinn bókinni. Dauða-
hljótt var í stofunni.
„Hvað er þetta, sem ég las?“
Einn nemendanna svarar eftir litla bið: „Það er úr
Pétri Gaut, þýðing Einars Benediktssonar."
Kennarinn bjóst til að standa á fætur, en hikaði við.
„Þið kærið ykkur víst ekki um að heyra meira.“
„Jú, jú, meira, meira,“ kvað við margraddað.
Nokkrum dögum síðar. Nú skyldi tekið fyrir námsefni
það, sem vanrækt var.
„Ætlarðu ekki að lesa fyrir okkur?“
„Nei, nú lærum við.“
„Já, en við höfum lært þetta svo vel. Lestu heldur.“
„Hvað ætti ég að lesa?“
„Pað sama og um daginn.“
„Nei, nú lærum við. Eg hefi ekki bókina.“
„Þú getur sótt hana. Ég skal sækja hana fyrir þig.“
„Ég veit ekki hvar hún er. Ég lánaði einhverju ykkar
hana. Nei, nú lærum við.“
Á samri stundu var bókin lögð upp á kennaraborðið.
Og kennarinn gafst upp.
„Nei, mamma, nú skulum við skrafa
til skemmtunar, hvað sem er;
en harmtöl á ekki að hafa
né hugraun, sem svíður og sker.
Hvað þarftu? Þyrstir þig ekki?
Er þetta rúm ekki of stutt?
Nei, barnabólið! - Nú þekki
ég beddann. - Svo þú ert þá flutt.
En manstu hjá rúminu mínu
hvað mörgum kvöldum þú sazt
og dúðaðir mig undir dýnu
og drápur og þulur last?“
Enn átti Einar Benediktsson erindi við fólkið og fór
ekki erindisleysu. Ungir hugir og ung hjörtu voru reiðu-
búin list hans og töfrum, vissulega ekki af fullum skiln-
ingi, en móttækileg af heilum hug, þegar atvikin höguðu
því svo, að tækifæri gafst. Það var að vísu þýðing hans á
Pétri Gaut, sem þarna var um að ræða. En fullyrða má,
að kvæði hans hefðu átt vísan sama hljómgrunn í hinum
ungu hjörtum.
Þannig hefur skáldið Einar Benediktsson átt erindi við
kynslóðirnar og á enn. Þannig hafa þær varðveitt fjár-
sjóð þann er hann gaf þeim, um leið og sá fjársjóður hef-
ur auðgað líf þeirra og veitt því fyllingu. Þannig gengur
hinn dýri arfur frá kyni til kyns. +
35