Samvinnan - 01.12.1986, Síða 10

Samvinnan - 01.12.1986, Síða 10
Málgagn samvinnumanna í áttatíu ár þremur árum fyrr. Fyrsta botnvörpuskipið kom til landsins 24. janúar 1907 og var skírt Jón forseti, og mikið var rætt og ritað um íslenskan háskóla og lagningu járnbrautar austur í sveitir. Já, það var kraftur í verklegum framkvæmdum, og ekki voru þau síðri tíðindin sem gerðust á sviði stjórnmála og félagsstarfs. Sjálfstæðisbaráttan hlaut byr undir vængi og ungmennafélögin hófu sitt merka starf. Sögulegasti viðburður ársins var skipun sambandslaganefndarinnar samkvæmt ósk alþingismanna í Danmerkurför þeirra sumarið áður. Snemma árs 1906 lést Kristján konungur 9. og þá tók við völdum sonur hans, Friðrik 8. Hann heimsótti Island síðast í júlí 1907 og undirritaði í förinni konunglega yfirlýsingu um nefndarskipun varðandi stöðu Islands í veldi Danakonungs. Fyrr um sumarið eða 29. júní var haldinn fjölmennur Fingvallafundur um sjálfstæðismálið og voru þar mættir þeir sem kröfuharðastir voru gagnvart Dönum. Aður en fundurinn hófst hélt Bjarni Jónsson frá Vogi ræðu á Lögbergi og mælti með því að bláhvíti fáninn yrði fáni Islands og „löghelgaði4' hann. # Samband landsins alls I landbúnaðarmálum var stórátak gert á árinu 1907 með stofnun Sláturfélags Suðurlands. Fegar enski markaðurinn lokaðist og sala á lifandi fé varð úr sögunni, fóru í hönd erfiðir tímar hjá bændum. Sunnlenskir bændur áttu til að mynda ekki annars úrkosti en þrengja aðalframleiðslu sinni inn á yfirfullan markað í Reykjavík og nágrenni. Þeir máttu bíða langtímum saman með sláturfé sitt á hagleysunni innan við Reykjavík, meðan þeir voru að reyna að finna kaupendur, og verðið var afar lágt. Fyrir útflutningsbannið lagði fullorðinn sauður sig á 24 krónur, en aðeins á 9 krónur 10 Þannig leit Samvinnan út í allmörg ár í ritstjóratíð Jónasar frá Hriflu. Skreyting- una gerði Ríkarður Jónsson myndhöggvari. eftir að markaðurinn lokaðist. Með tilkomu Sláturfélags Suðurlands var hverjum fjárhópi slátrað um leið og hann kom í bæinn og bændur fengu það verð sem unnt var að fá hverju sinni. Nálega samtímis var reist sláturhús fyrir norðan, hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og Kaupfélagi Þingeyinga. A stofnári Samvinnunnar voru öll kaupfélög landsins pöntunarfélög - nema Kaupfélag Eyfirðinga. Hallgrímur Kristinsson hafði tekið við stjórnartaumum þess árið áður og innleiddi enska skipulagið á versluninni, en það var í því fólgið að haldið er verði kaupmanna á staðnum, en tekjuafgangur síðan greiddur til félagsmanna eftir á. Þetta skipulag reyndist svo vel, að öll kaupfélög tóku það upp. Sambandið var orðið fimm ára, þegar hér er komið sögu og hét „Sambandskaupfélag Þingeyinga", en einmitt á árinu 1907 var samþykkt að víkka starfssvið þess, gera það að samvinnusambandi landsins alls og kalla það „Sambandskaupfélag Islands“.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.