Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 19
# Lögin verður að halda
Þennan heiðbjarta desemberdag, þegar flugvélin erfiðar
sig norður yfir hálendið og allt umhverfið minnir á sér-
kenni árstíðarinnar - myrkur og ljós berst skeyti utan
af hafi inn í kyrrðina og ófærðina austanlands. Þar undan
ströndinni er skip á ferð, sem ætlar inn á Austfirðina
með vörur frá útlöndum. Slík tíðindi eru sjaldgæf austur
þar, síðan kjarnorkuöldin rann yfir mannheim, því að
með henni staðfestust miðaldahættir í samgöngumálum.
Skipið úti fyrir Austurlandinu spyr yfirvöldin í Seyðis-
firði um það, hvort það séu ennþá lög á íslandi, að kaup-
för þurfi að eiga fyrstu viðkomuhöfn í hinum stærri
kaupstöðum, eða hvort þeim sé leyfilegt að sigla til hinna
smærri staða og ljúka erindum sínum þar. Lögin verður
að halda, og hið íslenzka lýðveldi fyrirbýður það, að
utanlandssigling hafi fyrstu samskipti við hina fáu og
smáu; lögin, sem voru sett á stríðsárunum um fyrstu við-
komuhafnir kaupfara - af öryggis- og hernaðarástæðum
-, eru ennþá í fullu gildi á öðru ári friðarins, af því að
engum hafði hugkvæmzt að afnema þau og engin nauð-
syn virtist reka á eftir. Siglingar frá útlöndum á smáhafn-
ir höfðu svo lengi verið óþekkt fyrirbrigði á íslandi.
En yfirvöldin í þessum stórstað Austurlandsins skilja
þýðingu þess að skip er úti fyrir, sem vill sinna þörfum
fjórðungsins og þarf að hafa hraðann á, vegna þess að
fleiri hafnir eru í siglingaleiðinni. Þau bjóðast til þess að
mæta skipinu á miðri leið, úti fyrir Norðfirði og fullnægja
lögunum. Lítill bátur leggur úr höfninni, ogúti fyrir firð-
inum mætast einn hinn smæsti og hinn stærsti hins ís-
lenzka flota. Þannig vinna embættismenn á Austurlandi
að því, að létta hið þýðingarmikla endurreisnarstarf í
siglingamálunum, sem nú er hafið.
Eftir þetta siglir skipið áfram til Reyðarfjarðar með
fulltrúa hins íslenzka ríkisvalds innanborðs. Þannig er
lagaskyldunni fullnægt og hagsmunamálum byggðanna
sinnt.
19