Samvinnan - 01.12.1986, Page 21

Samvinnan - 01.12.1986, Page 21
Skyldu jólavörurnar frá Reykjavík koma fyrir þessi jól eða ekki? Skjálfandaflóinn býður ekki öryggi og athafnafrelsi í slíkurn hamförum, og skipstjórinn afræður að halda för- inni áfram til Eyjafjarðar, því að þar er friðland í öllum veðrum, og þótt snjóar varni bílum leiðar um dali og strendur, er Pollurinn ævinlega skjól þeim, sem kemur hrakinn og lúinn um langan veg. En veðrið að sunnan lætur bíða eftir sér, eins og jóla- varan, og þegar skipið leggst að Torfunefi, árla morguns, er veður kyrrt og gott. En nú verður að grípa til annarra ráða um flutning vörunnar til Húsavíkur, en senda skipið þangað aftur. „Snæfell“, annað skip ís- lenzkra samvinnumanna, þokar sér upp að hlið „Hvassa- fells“, þar sem timburhlaðarnir mæla hæð sína við siglu- trén. Austfirðingar hafa að vísu gengið rösklega fram í því að gera hlut þeirra sem minnstan í hlutfalli við sigl- urnar, og víst eru þeir orðnir lágkúrulegir, en þó vaxa þeir í augum verkamannanna, sem bíða albúnir á bryggjunni, og bifreiðastjóranna, sem aka bílum sínum á hlið við skipið og bíða þess, að vindur og vogtré taki að sveifla álitlegum hlössum til beggja handa - á bílana á bryggjunni og skipið, sem bíður hinum megin. Akureyri verður í ríkum mæli vör við skipskomuna. Frændur, venzlamenn og vinir skipsmanna þyrpast fram á bryggjuna og um borð, þegar landfestar hafa verið strengdar. Fyrirvinnur margra heimila í bænum tengja á ný bönd við fjölskyldur sínar eftir langar fjarvistir. Fjöl- margar hendur, sem hafa beðið starfs, finna á ný til þess, að þær eru nauðsyn til þess að viðhalda og endurnæra menningarlíf hér norður við íshafsrönd. Hamarshögg og axarhljóð, sem voru þögnuð vegna efnis- og siglinga- skorts, taka að óma á ný um brekkur og eyrar, tóm geymsluhús fyllast og starfsmenn hafa varning að bjóða á ný. # Trúin á strjálbýlið Þannig mætti lengi rekja hin ytri merki þess, að S. í. S. hefur hafið sjálfstæðar siglingar frá útlöndum, austur og norður fyrir land. En hin innri merki eru eigi að síður mikilvæg, þótt þau blasi síður við auganu. Hin beinu samskipti við umheiminn efla kjark og dug þeirra, sem bæi, þorp og héruð byggja, endurvekja trú þeirra á því, að hægt sé - þrátt fyrir allt - að lifa menningarlífi „úti á landi“ og fá spýtu í hálfkarað hús, án þess að gjalda af henni sérstakan skatt til fjölmennisins við Faxaflóa. Þannig verða áhrif þessa framtaks samvinnumanna í landinu mikilvægur þáttur í því starfi, sem nú er hafið, að endurreisa jafnvægið milli landshlutanna og endur- lífga trúna á möguleika hinna harðbýlu og strjálbýlu byggða. 4 GROHE BLANDA AF VATNI OG VELLÍÐAN 21

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.