Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 22
'ásm, AF SÍÐUM SAMVINNUNNAR 1951 Þjóðfundurinn og aðdragandi hans EFTIR BENEDIKT GRÖNDAL Svo er sagt, að þjóðir, sem eru á barmi hungurs- neyðar, geri sjaldan miklar kröfur á sviði stjórn- mála. Þeim er ærið nóg að berjast fyrir brauði sínu, og það er ekki fyrr en sæmilega er séð fyrir því, sem í ask- ana verður látið, að óskir og vonir um frelsi og mannrétt- indi vakna að marki. Þegar maðurinn hefur fengið nóg til að vilja meira, vakna fyrst þær tilfinningar í brjósti hans, að mannlífið geti verið og eigi að vera meira en brauð- stritið eitt. Það mun ekki fjarri sanni, að skýringin á margra alda deyfð og dvala íslenzku þjóðarinnar sé eitthvað á þessa sömu lund. Að vísu mótmæltu menn misrétti, kvörtuðu undan verzlunaráþján og héldu vakandi minningunni um forna frægð og frelsi. En það var ekki fyrr en undir miðja nítjándu öld, að frelsisbarátta þjóðarinnar varð að almennri hreyfingu og þorri landsmanna tók að fylgjast með viðburðum og fylkja sér að baki þeim mönnum, sem forustu höfðu í landsmálum. En einmitt á þessu tímabili hafði afkoma landsmanna batnað verulega og áratuginn 1840-50 var góðæri í landinu. • Vakning um alla Evrópu Það hafði þegar rofað nokkuð til á stjórnmálahimninum, er íslendingar fengu hið mikla tækifæri. Margir ágætis- menn höfðu undirbúið jarðveginn með því að mæla fyrir nýjum hugsjónum í bundnu máli og óbundnu. Jón Sig- urðsson hafði um hríð með bréfum og blaðagreinum reynt að vekja menn af svefni aldanna. Alþingi hafði verið endurreist 1845 og hafði vakið umhugsun og áhuga í landinu, enda þótt störf þess hefðu enn ekki verið veigamikil. En þrátt fyrir allt þetta vantaði enn herzlu- mun til að gera íslendingum ljóst, hvernig þeir ættu að haga sjálfstæðisbaráttu sinni og hvers þeir ættu að krefjast. Enn bar mikið á ótta við að ganga í berhögg við Dani og enn voru ókomnir þeir viðburðir, er vakið gætu alla þjóðina og fengið hana til að rísa upp og veita for- ustumönnum sínum þann stuðning, sem þeir þurftu. Þetta skildi Jón Sigurðsson manna bezt og því var hann við því búinn að nota þá viðburði, sem gerðust 1848 og næstu ár á eftir til þess að stappa stálinu í landsmenn, 22 sýna þeim, hvernig farsælast mundi að halda á sjálf- stæðismálinu og sannfæra þá um, að þá baráttu yrði þjóðin að heyja til fulls sigurs. Áratuginn 1840-50 var mikil vakning um alla Evrópu. Iðnbyltingin var tekin að setja svip sinn á álfuna, borgir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.