Samvinnan - 01.12.1986, Page 29

Samvinnan - 01.12.1986, Page 29
Gömul kona. myndin um Uppskerubarnið. Svo var síðasta knippið nefnt. Þegar það var numið burt var talað um að nafla- strengurinn væri sundur klipptur. Saklaus átti höndin að vera, sem þetta verk framkvæmdi, og var gjarna falin sjö ára gömlu barni. - Önnur hugmynd kom þó snemma fram: Síðasta knippið var ekki barn heldur brúður, ung mær í blóma lífs. Konu var falið að skerða þetta líf og tryggja uppskeru og arð. Það verk fól í sér dularmátt. Konan, sem það vann, hlaut frjómagn og fullnað. Hún myndi fæða barn á árinu, væri hún áður manni gefin, en ella myndi hún fyrir næstu uppskeru verða brúður og hljóta góða gifting. - Báðar þessar hugmyndir um Upp- skerubarnið og brúðurina viku þó von bráðar fyrir hinni þriðju, sem virtist drottnandi og er víða enn í dag. Síð- asta kornbundinið á akrinum er gömul kona, sem senn lýkur lífi. Mjög skipti þó í tvö horn hugmyndum manna um uppskerulokin, hinzta handtakið á akrinum. Stund- um var það talið óheillamerki að fá í hlut síðasta korn- bundinið og forðaðist þá hver sem gat að verða seinastur til þess að fella gömlu konuna, því sá hinn sami myndi óhapp af hljóta. Þó var hitt oftar, að það var talið gæfu- merki. Var það þá alsiða, að menn földu ófallið korn- Bundinið borið heim í bæ. Undirbúningur hátíðar að hausti. knippi, rótuðu mold yfir og geymdu sér að tryggja bless- un næsta árs. Var bundin þetta borið í bæ með fagnaðar- látum og veizla haldin því til heiðurs og þeim, sem lagt hafði að velli. Komst sá siður á, að hverri kornuppskeru lauk með hátíð að hausti og efnt til hvers kyns gleði. Miklum áfanga var náð í störfum heimilisins og skyldi því fagna og á þann veg hrekja burt tregahugsanir, sem haustið að öðrum þræði vakti. • Skapandi máttur í síðasta bundini En saga síðasta kornbundinisins var ekki þar með öll. Til þess var ágæti þess og helgi of mikil. Þvert á móti. Er bundinið var komið heim i bæ, hófst varðveizla þess og tengdust ýmsir siðir. Sá var einn, að knippið var stundum gegnvœtt. Skyldi og svo gert til þess að tryggja regn og grózku næstu uppskeru. Trúðu menn því að regnskúrir sköpuðust er draup úr stráum síðasta kornbundinisins. - Þá var knippið oft þyngt með steinum eða reynt að gera það sem stærst og fyrirferðarmest. Þótti það enn vita á uppskeruþunga og gróðrarmagn næsta árs. - Svipuð hugmynd fólst að baki því að setja knippið meðal útsœðis næsta árs. Svo skyldi frjómagn vaxa, nýtt líf kvikna af lífi þess. - Hitt var og algengt, að bundinið hinzta var gefið ungviði fjárstofnsins, folöldum eða kálfum, og þótti vel séð fyrir lífi þeirra. - Þó var ef til vill enn algengara að geyma knippið til síðari tíma. Var þá stundum tekið fram á jólanótt og það kurlað og því stráð yfir jötur. Skyldi þá hið bezta fóður og kraftmesta gefið. Líka var það til siðs að geyma knippið til næsta vors og gefa hestum áður en þeir voru fyrsta sinn spenntir fyrir plóg. Þótti þá betur sækjast plægingin og öruggara um jarðargróðann. - Allt ber þetta hinn sama vott, trú manna á þeim mætti, sem fólginn væri í síðasta kornbundini haustuppskerunnar. Svipaðar hugmyndir og menn gerðu sér í sambandi við haustverk á kornakri einkenndu önnur uppskerustörf haustsins þótt ekki verði rakin hér. Menn hafa frá upp- hafi hjúpað uppskeruna töfrum enda ljóst að líf þeirra og hamingja var í veði, ef illa tækist til, en tryggð, ef allt gekk að óskum. Haustið gat því búið yfir miklum fögn- uði en jafnframt óvissu. Slík tímamót drógu að sér djúp- úðgar hugrenningar og kröfðust þess, að leitað væri á vit 29

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.