Samvinnan - 01.12.1986, Side 37

Samvinnan - 01.12.1986, Side 37
mannshugsjón íslendingasagna einsog hún birtist í svo- nefndum hetjudáðum víkinga og annarra manndrápara, má ekki gleyma hinu, að hann er á sinn hátt í samhljóðan við þá mannshugsjón íslendinga til forna sem var ekki síður djúpstæð, nefnilega hugsjón hins friðsama vit- manns og mannasættis sem birtist í einstaklingum eins og Njáli á Bergþórshvoli, Gesti Oddleifssyni, Ingimundi gamla, Gissuri hvíta og jafnvel líka Gísla Súrssyni og Gunnari á Hlíðarenda, sem báðir voru seinþreyttir til vandræða. Mannshugsjón Halldórs er margþættari og tærari, en hún á tvímælalaust meðal annars rætur sínar í því meginviðhorfi íslendingasagna, að andlegt atgervi sé heillavænlegra og virðingarverðara en líkamsafl. • Heimsmaðurinn Hinn póllinn í skáldskap Halldórs Laxness er heimsmað- urinn, hinn sjálfhverfi tækifærissinni sem kemur ár sinni fyrir borð í þjóðfélaginu, athafnamaðurinn, máttar- stólpi mannfélagsins. Þessir einstaklingar eru ekki endi- lega illir, samanber Bogesen, Pétur þríhross, Búa Ár- land og Gúðmúnsen; stundum eru þeir lífsþreyttir böl- sýnismenn, öðrum stundum skoplegir góðgerðamenn. En þegar öll kurl koma til grafar eru þeir fyrirlitlegir, afþví þeir eru annaðhvort falskir eða siðferðilega blindir. Athafnir þeirra stjórnast ekki af innri sannfær- ingu, þeir lifa í sjálfsblekkingu og telja sér trú um að þeir fái hreppt lífið með því að hegða sér í samræmi við leik- reglur spilltrar veraldar. Þó þeir séu kannski ekki illir í sjálfum sér, eru þeir verkfæri hins illa í heiminum, rang- lætis, blekkinga, siðblindu, afþví þeir hafa tekið prjál heimsins fram yfir sína eigin sál. Þessir einstaklingar koma fyrir í ýmsum gervum í flestum verkum Halldórs, í Rauðsmýrarmaddömunni og Birni á Leirá, fegurðar- stjóranum og Gvendó, auk þeirra persóna sem fyrr voru nefndar og fjölmargra annarra. Þeir eiga sér að jafnaði ekki viðreisnar von, en þó kemur fyrir að þeir iðrist og bæti ráð sitt, einsog Gvendó í Dúfnaveizlunni, og má vera að það sé til marks um aukið umburðarlyndi skálds- ins á efri árum gagnvart mannlegum ófullkomleik. • Stormasöm ævi Þegar höfð er í huga sú mannshugsjón Halldórs Laxness, sem ég hef stuttlega drepið á, má það virðast undarlegt hve áhugasamur hann hefur verið um málefni dagsins og athafnasamur á vettvangi þjóðmálanna. Enginn annar íslenzkur rithöfundur hefur tekið jafnvirkan þátt í þjóðmálabaráttunni og enginn haft önnur eins áhrif á hugsunarhátt og öll viðhorf íslendinga, ekki einungis með skáldverkum sínum, heldur einnig og ekki síður með greinum og ritgerðum sem fylla ein tíu bindi. Þó hugsjón Laxness um fagurt mannlíf sé fólgin í óvirkri af- stöðu til þjóðfélagsins, þeim innri styrk sem umber hé- góma heimsins og virðir að vettugi alla viðleitni til að bæta veröldina eða breyta mönnunum, má segja að lífs- ferill skáldsins sé í veigamiklum atriðum afneitun þess- arar hugsjónar. Hér kemur í ljós skemmtileg þversögn, sem mér finnst allrar athygli verð, því hún er í rauninni lykillinn að lífsverki skáldsins. Þegar litið er yfir lífsferil hans verður ljóst, að hann hefur í andlegu tilliti lifað ákaflega stormasama ævi. Hann hefur verið áhrifagjarn, látið hrífast af stórum hugmyndum og hugsjónum, tví- vegis gefið sig heilshugar á vald máttugum hugmynda- kerfum, kaþólsku kirkjunni og marxismanum, og í bæði skiptin gengið af trúnni. Hann hefur verið skapheitur og á stundum hatramur baráttumaður fyrir mönnum og málefnum, sem hann vill ekki lengur kannast við. Hann hefur í senn háð harða glímu við vandamál þeirrar listar, sem hann helgaði krafta sína, og þess mannfélags sem hann lifði í og stríddi gegn. Þessi barátta á tvennum víg- stöðvum virðist ekki hafa dregið úr honum mátt, heldur þvert á móti eflt hann til átaka. Ég tel ekkert vafamál að marxisminn hafi verið honum mikill aflgjafi fram yfir seinni heimsstyrjöld, beint skáldskap hans í þann farveg strangrar þjóðfélagsádeilu sem er einn höfuðstyrkur skáldsagnanna fjögurra sem hann samdi á árunum 1931- 46. # Eins og opin kvika Óhætt mun að ganga útfrá því sem vísu, að frjósemd og fjölbreytni skáldsins Halldórs Laxness eigi fyrst og fremst rætur að rekja til þess, að hann var ævinlega op- inn fyrir öllum áhrifum. Heimurinn og allt sem þar gerð- ist orkaði sterkt á hann. Hann var einsog opin kvika, gaf sig á vald svimandi hrifningu og varð fyrir sárustu von- brigðum. Þessi opna afstaða gagnvart umhverfinu, hrifnæmið og ástríðufull forvitnin, voru að mínu viti farsælustu eiginleikar skáldsins, gerðu honum kleift að kanna fleiri svið og kafa dýpra en hefði hann verið inn- hverfur eða lokað sig inni í fílabeinsturni. En það hlýtur einnig að hafa verið ákaflega lýjandi, tekið á taugarnar- og var þá nokkuð eðlilegra en að dýrasti draumur skálds- ins yrði draumurinn um þá óhagganlegu staðfestu, það himneska kæringarleysi sem menn einsog Steinar í Hlíðum, Björn í Brekkukoti, organistinn og Ólafur Kárason eiga í svo ríkum mæli? Þetta eru vitanlega getsakir einar og óvíst að þær greiði úr þversögninni, en Halldór hefur einhversstaðar látið svo ummælt að hann berðist fyrir fullkomnu þjóð- félagi þráttfyrir að honum væri ljóst að í fullkomnu þjóð- félagi ættu rithöfundar ekki framar neinu hlutverki að gegna. Á sama hátt hefur hann sennilega uppmálað mannshugsjón sína í fullri vitund þess, að einstakling- arnir sem hafa klætt hana holdi í skáldverkum hans mundu aldrei hafa staðið við hlið hans í þjóðmálabarátt- unni. Svona getur skáldskapurinn verið hlálega ósamkvæm- ur mannlífinu. # 37

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.