Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 42
Doris Lessing — ástríðufullur leitandi
myndum. Milli persónanna myndast oft óbrúanleg gjá,
eða þær hrinda hver annarri frá sér, snöggar upp á lagið
og varar um sig, með orðunum: „Farðu, komdu ekki
nærri mér.“ í kaldhæðni sinni og gremju á Martha í eilíf-
um útistöðum við umhverfi sitt, karlmennina, foreldra
sína og hið borgaralega samfélag, þá róttæku og fram-
farasinnuðu. Hún tekur upp ástarsamband og slítur því
eins og svefngengill og leitar skýringar á hegðun sinni,
hvar sem hún heldur sig geta fundið hana - í draumum
eða alls konar óraunverulegum fyrirbrigðum, sem henni
finnast þó raunverulegur og óhjákvæmilegur hluti
reynslu sinnar og hún heldur, að feli í sér ákveðið lífs-
munstur. Marxisminn er aðeins eitt af þeim hugmynda-
kerfum, sem hún grípur til á leið sinni, þó að hann grípi
hana föstum tökum.
Hún virðist öðru hverju öðlast nokkra innsýn í eigið
hlutskipti, en í greiningu hennar á ástandi sínu skortir
allt samhengi. Þess vegna þokar henni lítt áfram í skiln-
ingi á sjálfri sér. Lesandinn skilur hana þá vitaskuld ekki
heldur, og þar sem höfundurinn kemur til skjalanna, er
lítil von urn hjálp. Doris Lessing er að skrifa urn vandann
við að skilja sjálfan sig, um konu, sem gerir til þess marg-
ar atrennur, en bíður hvern ósigurinn á fætur öðrum.
Hún gerir það af þráhyggju og heiðarleik, sem bannar
henni að skýra nokkuð betur fyrir lesandanum en
Mörthu tekst að skýra það fyrir sjálfri sér. Það mætti
halda, að í gagnrýni hennar og óánægju með allt og alla
fælist eitthvert gildismat eða skírskotun til einhvers sið-
ferðislögmáls, en því er ekki að heilsa. Ótvírætt svar
vantar við flestum spurningum. Óánægja Mörthu með
sjálfa sig er sjaldnast háð neinum skynsemisrökum; hún
á rætur í brjósti hennar sjálfrar - í sjálfræðistilfinningu
konu, sem vill vera óháð, en getur það ekki, en í baksýn
er Afríka-víðernin, birtan, hreyfingin - en mynd henn-
ar máluð í stórum dráttum, sjaldan í smáatriðum. Þrátt
fyrir lífið, sem höfundur gæðir persónur sínar, er torvelt
að greina þær að. Þær eru sjálfhverfar og sneyddar
kímni; Martha sjálf litar alla sögu sína.
• Mýkt og harka
í fyrstu fjórum hlutunum er sjónarhornið hið sama,
sögusviðið lokaður heimur nýlendunnar, nógu afmark-
aður til þess, að yfirsýn fáist yfir hann, þegar ljósi er
beint að honum úr ýmsum áttum, sem gert er af mikilli
innlifun. Martha Ouest er gædd lífsfjöri og uppreisnar-
hug. Hana þyrstir í ævintýri, og þess vegna segir hún ung
skilið við sveitalífið á afskekktri jörð foreldra sinna.
Móðirin er kvartsár, þröngsýn og íhaldssöm hversdags-
manneskja, faðirinn óhagsýnn innflytjandi, sem aldrei
hefur aðlagazt umhverfinu almennilega, með allan hug-
ann við reynslu sína í stríðinu, en á þó bæði til siðfágun
og viðkvæmni undir niðri. Lífið í bænum býður í senn
upp á mýkt og hörku. í því birtast ósættanlegar andstæð-
ur, sem lýst er skýrt og afdráttarlaust í ýmsum blæbrigð-
um. Svo er Mörthu Ouest fylgt eftir til höfuðborgarinn-
ar, þar sem hún vinnur fyrir sér á skrifstofu, eignast vini
og aðdáendur og nýtur lífsins eftir því sem aðstæður
leyfa. Hún giftist þýskum kommúnista, Antoni, í hálf-
kæringi, en slítur samvistum við hann og stofnar til ná-
inna kynna við pólskan gyðing og sveitamann, Thomas
Stern, sem sýkist og deyr með nokkuð voveiflegunt
hætti, og um svipað leyti deyr faðir hennar. Hún hefur
42
sogazt inn í stjórnmálaátök seinni stríðsáranna og skip-
að sér í raðir hinna róttækustu, en samstaða þeirra rofn-
ar í stríðslokin, og efasemdir vakna um forræði og
stjórnarhætti Stalíns. Afríkuleiðtogarnir hverfa frá sós-
íalisma til þjóðernishyggju. Byltingarvonirnar bresta,
um leið og friðurinn kemst á, og slíkt hið sama allar vonir
um bræðralag svartra og hvítra. Djúp er staðfest milli
hvíta minnihlutans og svarta meirihlutans, hvort sem á
málið er litið frá félagslegu, efnahagslegu eða sálfræði-
legu sjónarmiði, og það ræður úrslitum.^Þegar allt fellur
í sinn gamla farveg, verður ástandið enn óbærilegra en
áður, og Mörthu Ouest finnst tími til kominn að segja
skilið við þetta allt. Hún heldur til Bretlands með
brenndar brýr að baki, svipt blekkingum æsku sinnar.
Fróðlegri og sannfærandi mynd er brugðið upp af ný-
lenduþjóðfélaginu á umbrotatímum. Undiraldan leynir
sér ekki undir tiltölulega kyrru yfirborðinu, og því er lýst
af mikilli skarpskyggni, hvernig ákafar vonir og lamandi
vonleysi skiptast á. Þessir straumar hrífa Mörthu Quest
með sér, og hún sveiflast öfganna á milli, bæði í einkalífi
sínu og pólitískri afstöðu. Þær aðstæður móta hana
mjög. Hana skortir alla innsýn í eigið tilfinningalíf, og
hún er ekki sjálfri sér samkvæm í hugsun. Viðbúið er, að
illa geti farið fyrir henni, og þess vegna bíður lesandinn
ákafur frétta af því, hvað bíður hennar, eftir að til Bret-
iands kemur.
• Ekkert nema hræðslan
En lesendur urðu að bíða lengi eftir fimmta og síðasta
bindi sagnabálksins og hafa sjálfsagt verið farnir að velta
því fyrir sér, hvort höfundurinn ætlaði að láta Mörthu
Ouest lönd og leið. Þegar bókin kom út, var hún í fjórum
hlutum, eins konar samstæða hinna fyrri í samþjöppuðu
formi.
„Borgin með fjögur hlið“ er lengsta sagan um Mörthu
Quest. Þar rekumst við á hana í London á sjötta áratugn-
um. Kalda stríðið stendur sem hæst, og í sögunni endur-
speglast flest, sem óánægju olli á þeim tíma. Doris Less-
ing fer ekki dult með fyrirlitningu sína og andúð á því,
sem henni féll miður í hugsun og hugmyndafræði sam-
tíðarinnar, eins og sést á þessum orðum um sumt af því
sem efst var á baugi:
„Það er nýtt fyrirbæri á ferðinni, eða eitt sinn var það tal-
ið nýtt: mannskepnan, öll á nálum, ekkert nema
hræðslan, hugsar um það eitt, hvernig hún geti einangr-
að sig frá því, hvernig hún geti látið eins og ekkert hafi
gerzt. Til þess eru notuð orð í þessu þjóðfélagi. Leitað er
uppi orð eða orðasamband: kommúnismi, svikari,
njósnir, kynvilla, unglingaofbeldi - til dæmis. Eða reiði
eða virk þátttaka eða ádeila.“
En svona er Martha sjálf: kona, sem sífellt lifir á líðandi
stund og virðist ekki einu sinni eiga neinar minningar,
því að nú minnist hún sjaldan á eiginmann sinn og vini,
barn sitt eða Afríku. Það, sem að er og einkennir tím-
ana, hefur smitað hana og speglast skýrast í henni sjálfri.
Mikið vatn er til sjávar runnið síðan hún kom frá Afr-
íku, og hún er orðin öll önnur en hún var. Það er eins og
hún sé orðin miðaldra. Baráttugleðin er horfin og klofn-