Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 43
Það er nýtt fyrirbæri á ferðinni:
mannskepnan,
öll á nálum, ekkert nema hræðslan...
ingur kominn í sálarlífið. Uppgjafartónninn leynir sér
ekki, og mótlætið þrúgar hana. Hún lifir og hrærist innan
um þreytandi fólk, færir tilgangslausar fórnir og lendir af
sporinu út í fen dulhyggju og geðbilunar. Það er eins og
reynsla hennar sé að engu orðin og sjálfsvitund hennar
þoku hulin, ef hún er þá ekki búin að glata henni með
öllu. Martha Quest glatar sínu upprunalega eðli; það er
eins og hún bresti um þvert.
Hvað olli? Var hún farin að ganga of nærri höfundi
sínum, sem fannst hún þá nauðbeygð til þess að losa sig
undan áhrifavaldi hennar, breikka bilið milli sín og
hennar? Hafði eitthvað komið fyrir Doris Lessing sj álfa?
Hafði hún orðið fyrir einhverju áfalli, einhverri persónu-
legri ógæfu? Var það afleiðing þess, að pólitísk sannfær-
ing hennar bilaði, af tómleika og ráðvillu á krossgötum?
Eða var það dökknandi útlit í heimsmálum, sem olli?
Martha Quest lætur sér nægja að þjóna marxískum rit-
höfundi, verður fyrst ritari hans, síðan ástmær hans og
hjákona, hjúkrunarkona, þjónn. Hún gefst smám saman
upp og fórnar æ meiru af sjálfri sér vegna þessara að-
stæðna og fyrir þá fjölskyldu, sem hún er orðin föst í net-
inu hjá, fyrir hálfsturlaða eiginkonu rithöfundarins og
þann undarlega hóp, sem þau umgangast, óreiðuna og
upplausnina í þessari sambúð. Hún óttast þetta ástand,
að hún skuli naumast þekkja sjálfa sig og að tilvera henn-
ar skuli öll vera í molum:
„Hún gekk, gekk, hratt, vildi komast burt, unz hún kom
að þynnu eða stórum fleti úr gljáandi efni og sá koma til
sín einhverja veru, sem sveipuð var skinnfeldi dýrs, lág-
vaxin, með ijósfölan loðfeld á hausnum, galopin og
skelfd augu eins og hún væri á flótta undan einhverju eða
að leita sér að felustað. Eftir andartak áttaði hún sig á
því, að þetta var hún sjálf, Martha, sem fyrir örskammri
stundu hafði fyllzt taumlausum fögnuði, þegar hún sá
sólroðið ský yfir sviflétt'u laufþykkni.“
Svellandi tilfinningar og trylltir hugarórar kippa á
endanum undar. henni fótunum. Hún lifir naumlega af
mikinn harmleik, sem minnstu munar, að eyði öllu lífi,
og hennar bíða þau örlög að lifa innan um örkumla og
vanheilar verur til ársins 1997 á strönd, þar sem dauðinn
herjar. Þá fær mannkynið loksins frið í rústum eyði-
merkurinnar. Pá hefst samvinna kynþáttanna, engin
landamæri eru lengur til, og jafnvel þroskaheftir og geð-
sjúkir fá að njóta réttar síns. Þannig endar sagnabálkur-
inn án þess að nokkur botn fáist í vandamál Mörthu; það
væri þá helzt, að bent væri til hugsanlegra lausna á öðru
stigi tilverunnar, handan við allar markalínur, sem
greina milli meðalhegðunar og vitfirringar, eða að per-
sónuleikafjötrarnir röknuðu upp í ímynduðum heimi
eins og Doris Lessing lýsir í „geimskáldskap" sínum.
0 Að flýja eigin persónuleika
í bókinni veltir Doris Lessing m. a. fyrir sér þeirri spurn-
ingu, hvort þeir geðveiku séu ekki snöggtum skilnings-
skarpari og heilbrigðari en þeir, sem telja sig heilbrigða,
43