Samvinnan - 01.12.1986, Page 46

Samvinnan - 01.12.1986, Page 46
Doris Lessing — ástríðufullur leitandi en þar er líka þeirri skoðun haldið fram eins og í „Leið- beiningum um för niður til Vítis“, að við séum öll hluti af heild - „við“, ekki „ég“ - en því orði, þessu eilífa „ég, ég, ég, ég“, hreytti Saul Green út úr sér í „Gylltu minnis- bókinni“ eins og skotið væri af vélbyssu, og einungis í geðveikisköstum öðlaðist Anna Wulf stundarfró, þegar ástríðubundin sjálfsvitund hennar ætlaði að sliga hana. í fyrstu sögunni, „Shikasta“ (1979) eru dregnar saman skýrslur, sögulegar heimildir, bréf og sjúkraskýrslur geðlækna og þetta notað til þess að segja með því söguna um þrjár ferðir Johors til Shiköstu (Jarðar); sú síðastaer farin, þegar líður að endalokum ogþriðju heimsstyrjöld- inni er nýlokið. Johor er eins konar sendiherra frá Júpí- ter, sem sendur hefur verið frá stjörnuríkinu Kanopus einhvers staðar úti í geimnum til nýlendunnar Shiköstu og á að gefa um hana skýrslu. Honum er einnig ætlað það hlutverk að ala þá, sem lifa þriðju héimsstyrjöldina af, þannig upp, að þeir geti skipað sinn sess eins og þeim ber í stjörnuríkinu, verið hluti heildarinnar, en mörg ljón eru á veginum, m. a. hindra glæpamennirnir á reiki- stjörnunni Shammat samgöngur milli Shiköstu og Kano- pus. Sögumaður frá Þriðja belti segir frá í annarri sögunni, „Hjúskapur milli Þriðja, Fjórða og Fimmta beltis" (The Marriages Between Zones Three, Four and Five, 1980). Þar er spunnin upp hálfgerð goðsaga um fall mannkyns- ins og greint frá þeim vilja æðstu máttarvalda, að stofnað verði til hjúskapar milli þriggja belta, sem fram að því hafa ekki haft mikið saman að sælda, til þess að flýta fyrir þróun í rétta átt að beltunum sex, sem hringsóla um jörðina. Síðan segir frá giftingu Al-Ith, drottningar í Þriðja belti, og Ben Ata, leiðtoga Fjórða beltis, og síðar af giftingu Ben Ata og Vashi, sem ríkir í Fimmta belti, og tveimur fæðingum, sem fylgja í kjölfarið. Við þetta breytast beltin og valdhafar þeirra, sem laga sig að nýju hlutverki og nýju skipulagi, sem gerir öllum kleift að flytjast á milli belta, og vilji hinna æðstu máttarvalda nær fram að ganga. Nýlendustefna er viðfangsefnið í „Síríusar-tilraun- inni“ (The Sirian Experiment, 1981), en Síríusar-ríkið hafði ásamt Kanopus gert tilraunir með nýlendustofnun á Shiköstu og átt hlut að þeim atburðum, sem urðu til þess, að íbúarnir þar lifðu hina miklu eyðingu 20. aldar- innar, en mynd af lífi, sem varla er unnt að kalla neitt líf, vegna þess að lífsskilyrðin mega heita með öllu vonlaus á hinni deyjandi reikistjörnu, er brugðið upp í sögunni „Fulltrúi áttundu reikistjörnu verður til“ (The Making of the Representative for Planet 8, 1982). „Hjúskapur milli Þriðja, Fjórða og Fimmta beltis“ er miklu ljóðrænni saga en „Shikasta", ef svo má segja; sögumaðurinn notar ljóð og myndir til þess að túlka þá goðsagnavídd, sem frásögn hans krefst. Margt er ósannfærandi eða á veikum rökum byggt, t. d. þegar lýst er sambandinu milli Kanopus og Shik- östu, en þessar geimsögur eru hvorki vísindaskáldskap- ur né háðar lögmálum ímyndunaraflsins eins; þær eru ekki skilyrðislaus flótti frá raunsæinu, og því vega þar salt jarðbundið raunsæi og hugarflug. Annars er einhliða túlkun þessa sagnabálks hæpið fyrirtæki, sem best er að hætta sér sem skemmst út í. Til þess virðist of margt óljóst, bæði um söguþráðinn og hugmyndafræðilegar ályktanir, sem hugsanlegt væri að draga af honum. Til dæmis er ekki auðséð, hvert hefur verið raunverulegt gildi þeirra verðmæta, sem glatast í ósköpunum, sem yfir dynja, eða hinna nýju, sem til verða. Þetta torveldar túlkun sagnanna sem siðferði- legra dæmisagna, sem þó gæti verið freistandi, vegna þess að kveikja þeirra virðist vera umhugsunin um harm- leiki þessarar aldar og rök þeirra, manninn sem einstakl- ing og félagsveru og það, sem torveldar honum að hefja sig á hærra vitundarstig. Hið góða ríki Kanopus er ekki aðlaðandi fyrirmynd að öllu leyti; heimur stjörnuríkjanna Kanopus, Síríusar og Shiköstu er vígvöllur góðs og ills, þó að það séu tvíræð hugtök í heimi, sem er í sköpun, og tvíræðnin speglast í framvindunni. Togstreita ríkir milli karla og kvenna eða þeirra eiginleika, sem hvoru kyninu eru kenndir, og persónurnar geta bæði elskað og hatað. Doris Lessing lætur þær stundum glírna við sömu vandamál og Mörth- ur sínar og Önnur; hin ráðríka sjálfsvitund þeirra gerir þeim erfitt fyrir að beygja sig undir það lögmál, sem set- ur „við“ í stað „ég“ og krefst þess, að þær líti á sig sem hluta af heild. Þeirri framtíðarhugsýn fylgir líka sú hætta, að fyrir samvitundina, sem er forsenda hamingj- unnar, sem menn njóta í hinu nýja ríki, verði þeir ef til vill að fórna tilfinningu sinni fyrir ábyrgð einstaklingsins og geti ekki framar gert skilsmun góðs og ills. Getur ekki verið, að í þessum geimsagnabálki sé höf- undurinn að velta því fyrir sér, hvort framtíðari íki rétt- lætis og hamingju hljóti alltaf að vera draumsýn - „út- ópía“ - og maðurinn innilokaður í vítahring? Er frelsi og sjálfræði einstaklingsins óhugsandi nema í samfélagi eig- ingirni, ójafnaðar og vanstjórnar? Eigi að bæta úr ágöll- um þess og koma á réttlæti og jöfnuði, hljóta þá fylgifisk- ar þess alltaf að verða ofstjórn og einræði með svo mikilli sefjun, að hún sviptir fólk siðferðilegri einstaklings- ábyrgð og andlegum þroskamöguleikum? Sé báðum spurningunum svarað játandi, bjóðast mannkyninu tveir kostir, og er hvorugur þeirra góður. Hvaða leið er þá fær? Því verður hver að svara fyrir sig? Það er áfangi að gera sér grein fyrir, hvers spyrja ber. En það væri ólíkt Doris Lessing að þykjast vita rétta svarið. Til gamans má geta þess, að ferill hennar og dönsku skáldkonunnar Inge Eriksen, sem er miklu yngri, er ekki að öllu ólíkur, þótt óvíst sé, að nein bein tengsl séu þar á milli. Skáldskapur Inge Eriksen var upphaflega grein á þeim meiði, sem spratt af kvennabaráttunni og róttækri þjóðfélagsumræðu síðustu tveggja áratuga. Framan af gerði hún ýmsar formtilraunir, en forvitni hennar beind- ist að konunni og þjóðfélaginu eins og tveggja binda saga hennar, „Viktoría og heimsbyltingin“, er gott dæmi um. Eftir að hún fluttist til Bretlandseyja, gerði hún geiminn að sögusviði og hefur samið nokkrar framtíðarskáldsög- ur, þar sem frjótt ímyndunarafl hennar nýtur sín vel og sjónarhornið er víðara en áður, þótt annars megi greina augljós efnis- og hugmyndatengsl rnilli fyrri og síðari sagna hennar. • Svart, rautt, blátt og gult En hvað um aðrar bækur Doris Lessing en þá fyrstu og sagnabálkana tvo? Meðan hún var enn að semja sögurnar um Mörthu Quest, kom út sú bók hennar, sem líklega hefur aflað henni hvað mestrar frægðar. Það er „Gyllta minnisbók- 46

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.