Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 48
Doris Lessing — ástríðufullur leitandi íku, sem frá er sagt í svörtu bókinni. Sú rauða er um stjórnmálin og lýsir því, hvernig goðsögnin um komm- únismann tætist smám saman í sundur. Bláa bókin er greinargerð um sambandið við hitt kynið og um drauma Önnu og ferðir til sálkönnuðar, en í þeirri gulu eru rit- störf hennar aðalatriðið; hún er alltaf að „búa til sögur“ - semja uppkast sögu, þar sem hún lætur Ellu ganga í gegnum flest, sem hún hefur sjálf reynt. • Ástríðufull sjálfsleit Það er enginn dans á rósum að ætla sér að vera „frjáls kona“ og lifa „lífi eins og karlmenn lifa“, sem reynist henni blekkingin einber. Ef Anna stofnar til ástarsam- banda við karlmenn jafn frjálslega og þeir, verður hún svo háð þeim, að það leiðir til auðmýkingar. Það val- frelsi, sem hún nýtur, lamar hana sem rithöfund, vegna þess að það er reist á sandi og væri óhugsandi, ef meiri ábyrgð ríkti í þeim heimi, sem hún lifir í. Þar virðist skorta allar traustar viðmiðanir, og því verður frelsi konu, sem vill vera sterk og heilsteypt, kviksyndi og skrípamynd, sem stangast á við drauma hennar, af því að hún virðist dæmd til þess að þreifa sig áfram eins og blindur maður og láta tilviljanir ráða gerðum sínum. Bygging og atburðarás sögunnar verður ekki rakin hér frekar, en gildi hennar er ekki síst fólgið í því, hve raun- veruleg reynsla margra er endursögð þar á sannfærandi hátt í formi skáldsögunnar. Hún er eins og skýrsla um, KAUPFÉLAG ÁRNESINGA Selfossi hvernig það var að vera frjáls og ábyrg kona í samskipt- um við bæði kynin og þurfa að horfast í augu við og sætta sig við sjálfa sig í tengslum við ástandið í pólitík og list- um á þeim tíma, sem bókin lýsir. Þar er vikið að flestu, sem hugur rithöfunda um miðja 20. öld var bundinn við, og það sett í eðlilegt samhengi, enda hefur verið sagt um „Gylltu minnisbókina", að hún sé ekki síður bók um það að skrifa en um samskipti og afstöðu kynjanna hvors til annars og innbyrðis, þó að sá þátturinn liggi kannski enn frekar í augum uppi. Henni hefur verið líkt við fræga sögu, „Myntfalsarana“, eftir Frakkann André Gide, og þau rök færð fyrir samlíkingunni, að báðar sögurnar fjalli um ástríðufulla sjálfsleit í skáldskap án þess að nokkur tilraun sé gerð til þess að fegra eða smækka þá mynd, sem hún leiðir í ljós, þótt ófögur sé og sjálsleitin ekki þrautalaus. Joyce hafi haft sín áhrif á báða höfund- ana, og báðar sögurnar séu einkum ætlaðar lesendum, sem hafi yndi af því að ráða gátur og raða saman brota- silfri, og loks lýsi þær tíma, þegar óvissa ríkir um svo margt, að það veldur tortryggni í garð allra sögumanna; áreiðanleiki þeirra er dreginn í efa, og ástandið ruglar skapandi listamenn í ríminu. „Gyllta minnisbókin" féll í bestan jarðveg hjá kvenþjóðinni eins og eðlilegt var. En hún ýtti líka við karlmönnunum eins og dæmi var nefnt um hér að framan, enda ein þeirra sagna, sem breytt geta hugmyndum fólks um sjálft sig, haft áhrif á hugsun þess. • Tilvistarörvænting kvenna Ástarsamband karls og konu er áberandi viðfangsefni í „Gylltu minnisbókinni“ eins og ótalmörgum öðrum verkum Doris Lessing; sérstaklega skýr dæmi þess mætti benda á í sumum sögunum í smásagnasafninu „Karl- maður og tvær konur“ (A Man and Two Women, 1963). Það er auðvitað flókið mál í eðli sínu, en túlkun þess er ekki uppörvandi hjá Doris Lessing. Konur hennar virð- ist skorta staðfestu til þess að halda uppi traustu sam- bandi, og hún virðist ekki telja karlmennina þess verða, að þær geri það, ekki þess verða að njóta þess. Einstakl- ingarnir stofna oft til þessara kynna af litlu tilefni og meira fyrir tilviljun en af ásetningi, og þau eru ekki fyrr hafin en þeir eru farnir að reyna að losa sig hver við annan. Þær konur, sem verða háðar karlmönnum með þeim hætti, sem forðum var talið gott og blessað, en virð- ist ófært og yfirmáta barnalegt, þegar hér er komið sögu, uppskera háð og fyrirlitningu. Kona, sem finnur hjá sér þörf fyrir að ganga inn í það hlutverk og kannast hrein- skilnislega við eðli sitt og tilfinningar, verður óánægður, ófullnægður þolandi; hún þráir það hlutverk og fyrirlítur í senn, en enn meira fyrirlítur hún karlmanninn, sem notar sér það. Fyrr eða síðar hrynur heimur hennar í rúst, hún bíður ósigur - það er sagan, sem sögð er í „Gylltu minnisbókinni“. Þegar þær standa einar og öllu sviptar í þeim sporum, þessar konur, ómælanlegar við allt nema sjálfar sig og engin ein skýring á ósigri þeirra verður lesin milli línanna, engum einum verður um kennt og bæði þær sjálfar og allt annað virðist skorta dýpt og fljóta ofan á, eru þær sannastar. Og þá er Doris Lessing sérstaklega vel lagið að sýna tilvistarörvæntingu þeirra, sem ekki styðst við nein skiljanleg rök. Sumum verður þetta ofviða, og sú er t. d. niðurstaðan í smásögunni „í herbergi nítján“ (To Room Nineteen), þar sem tengsl Susan við fjölskyldu hennar rofna og hana 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.