Samvinnan - 01.12.1986, Page 50

Samvinnan - 01.12.1986, Page 50
Doris Lessing — ástríðufullur leitandi svo alvarlegt hefur „það“ verið, að við borð liggur, að borgir Bretlands tæmist. Næstum án þess að fólk taki eft- ir því gufa velsæld og þægindi neysluþjóðfélagsins upp, og tæknin getur ekki lengur bj argað neinu. Loftið er orð- ið svo mengað, að handknúin tæki þarf til þess að hreinsa það. Gripdeildir og vöruskipti blómstra. Unglingahópar og óaldarflokkar leggja undir sig göturnar, ræna og rupla og hefja frumstætt flökku- og hirðingjalíf í glæsihótelum og íbúðarhúsum, en aðrir freista þess að víggirða sig inni í íbúðum sínum og láta sem minnst á sér bera. Enda- skipti eru höfð á ýmsum viðteknum venjum, og hegðun og hugsunarháttur fólks breytist, svo að flest snýr nú upp, sem áður sneri niður. Þótt reynt sé með ýmsum ráð- um að koma í veg fyrir upplausn, grípur vonleysið um sig og breiðist út eftir því sem fleiri flýja borgina, og dýr og jurtir leggja undir sig hin yfirgefnu svæði. Sú, sem sög- una segir, rifjar upp, hvaða lífi hún lifði á þessu tímabili ásamt unglingsstúlkunni Emilíu, sem allt í einu var kom- ið með til hennar og henni skipað að taka að sér. Gegn- um einn vegginn í setustofu sinni heyrir hún hljóð og sér hann leysast upp eða opnast öðru hverju, og þá birtist henni önnur veröld, nýtt, leyndardómsfullt svið, þar sem liðinn og ókominn tími renna saman og ýmist er allt í röð og reglu eða eins og á ruslahaug. Þangað hverfur hún öðru hverju, því að þessi veröld handan við þilið dregur hana til sín með ómótstæðilegum krafti. Hún er lokk- andi og ógnandi í senn, og þar bregður fyrir eins og í kviksjá ýmsum atvikum, sem Emilía iifði hjá foreldrum MJÓLKURSAMSALAN Reykjavík sínum í bernsku og særðu hana djúpt. Sögukonan reynir að lýsa því með orðum, hvernig tveir heimar, sem í fyrstu virtust gjörólíkir, falla með tímanum hvor að öðr- um - það sem hún kallar „persónulega“ og „ópersónu- lega“ reynslu, einkalíf og hversdagslíf, sem hún stillir upp sem andstæðum. Hvort tveggja býr í veröldinni handan veggjar: kaldur raunveruleiki og ástríðuleysi „venjulegs“ lífs í Lundúnaíbúð, sem er eins og eftir loft- árás, og einhvers konar draumkennt leiðsluástand, þar sem skyggn og upphafin vitund sér sýnir, sem fela í sér spásögn og eru hafnar yfir tímann. Eftirvænting konunn- ar og draumar eru bundnir þessum furðuheimi, þar sem guðdómur kvenleikans virðist ráða ríkjum, og á mörk- um hans og stofunnar hennar vex sagan frá raunsæislýs- ingu yfir í dularfullt ævintýri, þar sem undur og stór- merki gerast. Þegar veggurinn lýkst upp, leitar konan ákaft að þeim, sem hún er sannfærð um, að eigi þar heima. Lengi vel ber leit hennar engan árangur, en sögu þeirra Emilíu vindur fram, og í ljós kemur ótrúlegur að- lögunarhæfileiki manneskjunnar undir óvæntum og erf- iðum kringumstæðum. Fósturdóttirin lætur ekki sitt eftir liggja í lífsbaráttunni, og því er vel lýst, hvernig konurn- ar tvær hafa gagnkvæm áhrif hvor á aðra í sambúðinni. Andi Darwins og Freuds svífur yfir vötnunum, en þegar dregur að sögulokum, er bráðasta hættan liðin hjá og myrkasta og erfiðasta tímabilinu lokið. Mannkynið ætl- ar að lifa af, og gefið er í skyn, að eitthvað verði byggt upp betra en það, sem var. Sagan endar á því, að veggur- CLEÐILEG JOL farsælt og feröaríkt nýtt ár Pökkum gott samstarf á liönum árum Samvinnuferdir - Landsýn 50

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.