Samvinnan - 01.12.1986, Side 64

Samvinnan - 01.12.1986, Side 64
Umberto Verdi, sótari Nú var klukkan vel yfir ellefu og hún fór aö efast um hann mundi nokkuð koma. Á sunnudögum var nauðsynlegt að klæðast jalabis, síðum hvítum klæðn- aði áþekkum náttserk. Enda þótt hún vissi svarið sagðist hún myndu gefa honum það í vikulokin. Þessa nótt, þegar hún hjúfraði sig að baki Johns, birtist henni svart andlit Kemals aftur og aftur, með bænarsvip, og benti á auðnirnar og pyramidana. Morguninn eftir, þegar hún hafði komið John til vinnu og þvegið morgunverðar-ílátin hringdi hún til nágrannakonu sinnar tveim húsum ofar og spurði hana hvort hún gæti haft börnin hjá sér klukku- tíma stund eða svo klukkan ellefu - aðeins tvö þeirra. Litla barnið mundu fara þá að sofa. Sótið og rykið gæti orðið til þess að Mikael versnaði A.S.M.A.Ð. Hún horfði á svipdauft andlit drengsins sem breytti ekki um svip meðan hún stafaði orðið. í öllu falli myndu þau verða óttalega fyrir . . . Hún myndi hafa þau allan morgun- inn. Það væri alltof fallega gert af henni. Nanna stuggaði þeim upp göt- una og hóf tiltektina. Hún fór út í skúr að ná í gömul dagblöð. í því bili sem hún var að hylja postulínsskápinn mundi hún eftir því að hún gæti þurft nokkur glös. Hún lyfti varlega upp tveim kampavíns- glösum með gylltri blómarönd, brúðargjöf frá deild tíu, fann á lyktinni að þau væru rykug og tók þau til að skola af þeim. Hún lyfti upp Campari- flöskunni á bak við pikklis-glösin og setti hana hjá skínandi glösunum. Korter í ellefu lagði hún barnið út af í vögguna til að sofa, og komin upp á loft ákvað hún að skipta um föt. Hún leit inn í klæðaskápinn og renndi fingr- um yfir kjólana. Þarna voru hlutir sem hún hafði ekki farið í árum saman. Dragtarkjólar sem hún hafði verið í á skólahátíðum - á þeim tíma þegar þau fóru á skólahátíðir - vetrarkjólar, sumarpils. Hún tók fram hvítan kjól, ósköp látlausan nema hvað það var ör- mjór silfurborði í kringum hálsmálið. Hún gat verið í honum núna af því hún var að fá aftur vöxtinn. Hún skoðaði sig frá hlið í speglinum til að vita hvort hann væri ekki of stuttur. í baðinu greiddi hún sér, bar á sig dáldinn farða, ekki of mikinn, rétt nógu mik- inn til að fá blæ, gekk svo niður stigann. Það var svalt án nokkurs elds í arn- inum svo hún fór inn í bakherbergið og kveikti á rafmagnshitaranum. Við og við kom hún fram og gægðist út um framgluggann, með krosslagða hand- leggi. Nú var klukkan vel yfir ellefu og hún fór að efast um hann myndi nokk- uð koma. Aðalvandinn var að halda aftur af sér, sagði hún við sjálfa sig. Það var svo margt sem hún gat haft fyr- ir stafni. lukkan hálf tólf fór hún aftur inn í framherbergið og leit út um gluggann. Sótari hafði rétt lagt frá sér hjólið upp við hliðarstaur- inn og var að losa burstana sem hengu við stöngina. Augnabliki síðar hringdi hann bjöllunni. Hann var lítill og feit- ur, fimmtugur ef rétt var til getið, í buxum sem náðu honum upp á mitt brjóst. Andlit hans var svart af sóti og hann lyfti húfunni fyrir henni svo skein í hreinan, bleikan skallann. Hann kraup niður fyrir framan eldstóna, leysti utan af vírteinunum og talaði til Nönnu yfir öxlina þar sem hún hafði tyllt sér á stólarm úr tré. „Þetta er réttur dagur, frú,“ sagði hann. Nanna kinkaði kolli jafnvel þó hann gæti ekki séð hana. Hún var að horfa á fitufellingarnar aftan á hálsi honum þegar hann reyndi að skyggn- ast upp í reykháfinn. „Vinnurðu hjá Umberto Verdi?“ spurði Nanna. „Ég er Umberto Verdi, ég vinn hjá sjálfum mér.“ Hann brosti breitt til hennar. „Mér datt ekki í hug að þú værir . . . eins . . . og þú ert.“ „Við hverju bjóstu, frú?“ „Ég hélt þú værir . . .“ hún hikaði. „Ég hélt þú værir kannski ryksugu-sót- ari.“ „Ég lít ekki við þessu nýja dellu- makaríi,“ sagði hann og skrúfaði burstahausinn á fyrstu stöngina. „Ekkert er betra en bursti.“ Hann reyndi að ýta honum upp reykháfinn en það vildi ekki ganga. Hann beygði sig og leit aftur upp. „Þetta er óaðgengilegt,“ sagði Nanna. „Síðasti sótari sagði hann væri illa byggður.“ Að lokum kom hann burstanum upp og með hröðum sveifl- um digurra úlnliðanna tengdi hann við nýjar stangir. Dimmur skruðningur barst úr holi reykháfsins, þegar hann skók stöngina upp og niður. Nanna var hrædd um að það mundi vekja barnið uppi á lofti, ekki svo að skilja að það skipti neinu máli núna. Éftir smátíma sagði sótarinn: „Mundi þig langa til að fara út og sjá burstann koma upp um opið?“ Nanna hló; „Ég er ekki barn lengur, ha!“ „Bara til að sjá að verkið hefur verið unnið.“ „Ó,“ sagði Nanna, beit í vörina og brosti. „Ég trúi þér.“ Hann dró burstann aftur niður og sópaði sótinu á stóran svartan klút sem hann hafði breitt út. Hún sagði honum að hann gæti farið með hann út í horn 64

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.