Samvinnan - 01.12.1986, Side 68
Játvarður Jökull Júlíusson ræðir um Torfa Bjarnason í Ólafsdal og
birtir grein eftir hann sem sýnir hvílíkur fortölumeistari og sam-
vinnuleiðtogi hann var. Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá
því að Verslunarfélag Dalasýslu var stofnað, og svo vel vill til að
komin er út saga Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla
Yfirburða leiðtogi og
boðberi sam vinn ustefn unnar
Einn meðal merkustu og áhrifamestu brauðryðj-
enda samvinnuverslunar á íslandi var Torfi
Bjarnason bóndi og skólastjóri í Ólafsdal í Dala-
sýslu. Hann hafði kynnst samvinnufélögum í Skotlandi
þegar hann lærði þar 1866-7 og á ferðum síðar. Eftir
harðindin miklu 1881-1882, voru bændur í stórum
skuldum. Hugðust kaupmenn „ganga að“ þeim. Þar
kom, eftir margsháttar umræður, að Torfi boðaði til
fundar um verslunarmál í Hjarðarholti í Laxárdal 12.
júlí 1886. Sá fundur ákvað að boða kjörna fulltrúa frá
hverjum hreppi á stofnfund. Fulltrúar á stofnfundi í
Hjarðarholti 23. júlí urðu 16; úr Dalasýslu 14 og úr Snæ-
fellsness- og Strandasýslu 1 úr hvorri. Torfi var formaður
þess frá upphafi og fram yfir aldamót. Þetta var pönt-
unarfélag. Það skipti við Louis Zöllner í Bretlandi fyrir
milligöngu sama umboðsmanns og Þingeyingar höfðu,
Jóns Vídalíns konsúls. Bændur seldu lifandi sauði og
annað geldfé, hross, ull og hlunnindavöru, en keyptu all-
ar nauðþurftir sem efni leyfðu.
# Samvinnuskóli fyrir almenning
„Dalafélagið“ færði óðfluga út kvíarnar. Auk Dalasýslu
náði það yfir Standasýslu og yfir Vestur-Húnavatnssýslu
austur í Þverárhrepp, um Snæfellsnes norðanvert og tota
úr því náði suður í Miklaholtshrepp. Einnig náði það um
Austur-Barðastrandarsýslu vestur í Gufudalssveit. í
hverjum hreppi, hverri deild, var félagsstjóri. En allir
þræðir hlutu að koma saman í hendi formannsins. Gefur
að skilja hvílíka framsýni og yfirsýn hefur þurft til að
regla öllu niður við þær aðstæður, sem voru löngu fyrir
daga símans. Siglt var á margar hafnir við Breiðafjörð og
Húnaflóa.
Margir studdu Torfa vel í þessu starfi. Bændaforingj-
ar, prestar og nemendur. En svæðið var of víðfeðma til
að vera eitt umdæmi til frambúðar. Sést það best á því,
68
að þegar flest var, spruttu 11 eða 12 kaupfélög upp úr
þeim víðlenda og margbreytta mannlífsakri, sem Torfi
Bjarnason erjaði á samvinnusviðinu. „Dalafélagið" er
úr sögunni, en minning þess lifir. Það hefur verið áhrifa-
mikill samvinnuskóli fyrir almenning á sínum tíma. -
Kafli er um Verslunarfélag Dalasýslu í Sögu Torfa
Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla, sem Búnaðarfélag ís-
lands gefur út. Það er heppileg tilviljun, að sú bók kemur
út þegar 100 ár eru liðin frá því er „Dalafélagið“ var
stofnað.
Torfi í Ólafsdal er þekktastur sem skólastjóri og stofn-
andi fyrsta búnaðarskólans á íslandi. En hann var líka
virkur samvinnuleiðtogi og boðberi samvinnustefnunn-
ar. Skólanum lauk vorið 1907. Torfi var á 70. árinu vet-
urinn eftir. Þá skrifaði hann grein, sem kom út 5. apríl í
stúkublaðinu Vísi í Saurbæjarhreppi, 1. tölublaði I.
árgangs. Nú er verðugt að birta þá grein, því hún vottar
vel hvílíkur yfirburða leiðtogi og boðberi hann var.
Greinin heitir „Margar hendur vinna létt verk.“ Fer
hún hér á eftir:
„Vér íslendingar kunnum allir þennan málshátt, en
flestar aðrar þjóðir skilja hann þó betur en vér. Allar
menntaðar þjóðir aðrar en íslendingar, hafa um langan
aldur lagt mikla stund á allskonar samvinnufélagsskap.
En vér höfum lítið sinnt honum til skamms tíma. Það eru
ekki aðeins efnamennirnir í öðrum löndum, heldur einn-
ig fátæklingarnir, sem stofna atkvæðamikil félög til
ýmsra framkvæmda.
Iðnaðarmennirnir taka höndum saman og reisa verk-
smiðjur á fót, til þess að hafa meiri not af efnum sínum
og vinnu en hver einstakur getur haft útaf fyrir sig.
Sjávarútvegsbændurnir leggja saman og kaupa í félagi
haffær skip til fiskiveiða, fleiri eða færri, stærri eða
smærri, eftir efnum og ástæðum.
Landbændurnir slá sér saman í félög í ýmsum tilgangi.