Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 69

Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 69
T. d. til að koma sér upp betri kúm, betri hestum, betra sauðfé, betri svínum en þeir áttu áður, því þeir skilja það, að kynbætur á búpeningi er kostnaðarsamt fyrir- tæki sem flestum einstaklingum er um megn, en mörgum í félagi auðvelt. Til að koma afurðum búa, t. d. kjöti og smjöri, í hærra verð en þeir hafa áður fengið, með því að verka þessa vöru í félagi með betri áhöldum og meiri kunnáttu en hver einstaklingur gat veitt sér. Til að útvega sér nauðsynjar sínar til heimilisþarfa með sem minnstum tilkostnaði og til að útvega sér tilbú- inn áburð og aðkeypt gripafóður með sem bestum kjör- um og sem vandaðast. Og þetta allt og margt fleira í sömu stefnu gjöra útlendir bændur, af því að þeir skilja það og muna eftir því, „að margar hendur vinna létt verk.“ Eins og ég sagði í upphafi, hefur verið lítið um sam- vinnufélagsskap hjá okkur íslendingum. Já, hörmulega lítið. Það er sannarlega hörmulegt, að vér skulum hafa átt bágt með að sameina krafta vora, til að efla vora eigin hagsæld. Það er hörmulegt, að út lítur fyrir að menn hugsi sums staðar aðeins um það að koma sér einum áfram, hvað sem öðrum líður. Og mér lá við að segja með því að reyna að troða skóinn ofanaf náunganum. # Ljómandi fagur morgunroði Það er nú margt sem veldur því að vér erum svona langt á eftir öðrum þjóðum hvað snertir samvinnufélagsskap. Strjálbýlið og einangrunin gjöra okkur mikinn óleik, einkum í sveitum. Tíðar samkomur og fundir eru lífið og sálin í öllum félagsskap, en í því efni eigum vér erfiðara en margar aðrar þjóðir. Gamall vani, deyfð og pukurs- háttur, sem helst vill láta hvern bauka í sínu horni, gjöra líka sitt til. En lakast er, að mörgum hættir við að vera óánægðir yfir því að jafnt gangi yfir alla, og er það þó næsta undar- legt. Orsökin er sú, að þeir bændur sem eru ofurlítið efnaðri en fátæklingarnir, hafa átt að venjast ýmsum smá glaðningi og ívilnunum hjá kaupmönnum fram yfir kot- bændurna. I föstum félagsskap kemst þesskonar ekki að. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.