Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Page 70
66
7. Kjötsölumálið.
Útlit er fyrir það að þetta mál verði, enn sem fyr, helzta
aðalmál fundarins. Hefir tímaritið minnst á gang þess að
undanförnu, og vonandi er að það liggi Ijóst fyrir öllum,
hvílíkt nauðsynjamál hjer er um að ræða fyrir landbænd-
ur, yfirleitt, og þrif hinna nýju sláturfjelaga.
Eins eyris verðhækkun á kjöti sláturhúsanna skiptir
mörgum þús. kr. samtals á hverju ári, þó ekki sje mið-
að við aukna starfsemi fjelaganna.
Án afskipta sambandsins væri kjötsölumálið eflaust
komið í meiri mola heldur en enn þá á sjer stað. Og
sleppi sambandið málinu, er eigi annað sjáanlegt en allt
fari á ringulreið, og undanfarin starfsemi hinna einstöku
fjelaga verði árangurslítil.
Fundurinn verður, enn sem fyr, að treysta og útbúa
sem bezt þessi tvö meginatriði: samrœmi í Kjötverkun-
inni og samvinnu í sölutilraunum.
Reglurnar, frá fyrra ári, um flokkun kjötsins og verkun
þess, verður að endurnýja, og má ske breyta þeim,
lítilsháttar, ef hagkvæmt virðist. Purfa öll sláturfjelögin
að skuldbinda sig til að fylgja þeirri fundarsamþykkt, sem
gerð verður um þessi atriði.
Um kjötsöluna, utanlands og innan, þarf einnig að
verða samkomulag. Er nauðsynlegt að þeir menn, sem
einkum bjóðast til þess, að selja kjötið, komi á fundinn
til viðtals, og ráðagerða. Líkur eru til þess að umboðs-
maður Sláturfjel. Suðurlands: Larsen frá Esbjerg, komi á
fundinn. Louis Zöllner eða umboðsmaður hans hjer á
landi ætti einnig að geta komið til viðtals.
Ef fundinum sýnist eigi álitlegt að sæta þeim tilboðum,
sem fram kunna að koma frá umboðsmönnum í kjötsölu-
málinu, ætti það eigi að vera frágangssök að sláturfjelögin
gerði úr garði erindisreka i sameiningu er hefði með höndum
alla kjötsöluna í útlöndum. Pað ætti fráleitt að verða dýrara
en gamla fyrirkomulagið. Með viðlíka útflutningi og í fyrra