Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 90
200
EGILL HALLGRÍMSSON
ANDVARI
Njarðvíkurkirkja og fornir kirkjumunir.
Margt mun háfa valdið því, að Jón
Þorkelsson vildi geyma bækur sínar í
Njarðvíkurkirkju, ekki sízt það, að faðir
hans, Þorkell lögréttumaður Jónsson,
mun fyrstur manna hafa reist kirkju í
Innri-Njarðvík. Bækur Jóns komu aldrei
í Njarðvíkurkirkju, en þar eru fornir
kirkjumunir, sem munu vera meira en
200 ára gamlir. Munir þessir cru altaris-
klæði, mjög fallega unnið, en orðið slitið,
Ijósastjaki úr kopar og voru þeir upp-
haflega tveir, en annar er nu glataður,
og tvö kertasöx. Má vcl vera, að þessir
kirkjumunir séu gefnir af þeim hjón-
um Þorkeli og Ljótunni, konu lians.
Þorkell hefir verið auðmaður mikill,
st'o sem hann sjálfur segir í vísu þessari:
Þorkell í Njarðvík þreyttur af auð,
það lét hann á sér heyra.
Nóg er komið, minn góði guð,
gefðu mér ekki meira.
Aðalheimildarrit: Ævisaga Jóns Þorkelssonar
skólameistara í Skálholti eftir Jón Þorkelsson
og Klemens Jónsson, Rvík 1910, ef ekki er
annars getið.