Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 95
ANDVAM
ÍSLENZKUK SAGNASKÁLDSKAPUR 1949—1958
205
Indriði G. Þorsteinsson.
Jón Ósliar.
Þá víkur sögunni að Indriða G. Þor-
steinssyni. Hann setti allt á annan end-
ann rneð verðlaunasögu sinni, „Blástcir",
og hnykkti á, þegar smásagnasafn hans,
„Sæluvika", kom á lesmarkaðinn. Blá-
stör ber þar langt af, enda mikill sigur
ungum manni. Samt er öðru nær en
„Sæluvika" standi og falli með henni.
Margar sögurnar bera vitni um óvenju-
lega tækni, ríka hugkvæmni og ögunar-
sama innlifun, þó að ungæðislegur
fruntaskapur lýti ýmsar þeirra. Indriði er
norðlenzkur sveitamaður að ætt og upp-
runa, en þekkir vel bæjarlífið á Akur-
eyri og í Reykjavík. Þess vegna hefur
hann ratað í vanda meiri lífsreynslu en
Hestir jafnaldrar hans á skáldaþinginu.
Auk þess kann hann að notfæra sér unað
°g þjáningu endurminningarinnar, sem
er taugakerfið í skáldskap hans, ef lífs-
reynslan telst hryggurinn. Loks hygg ég
grundvallaratriði, að Indriði hafi aldrei
efazt um hæfileika sína eftir að hann
skrifaði Blástör. Maðurinn virðist alveg
laus við minnimáttarkennd, en hún er
hverjum rithöfundi líkt og heilsuleysi
íþróttamanni. Indriði sannaði þetta ræki-
lega með skáldsögu sinni, „Sjötíu og
níu af stöðinni". Vinnubrögð sín þar
lærði hann af Hemingway og vafalaust
í trausti þess, að stórmannlegt væri að
nerna af þvílíkum snillingi. Vissulega er
álitamál, hvort þau áhrif geti talizt alls
kostar heppileg, meðan höfundurinn
glímir við þrautina, en Indriða hefur
reynzt farsælt að ganga í þennan skóla.
Og „Sjötíu og níu af stöðinm' er annað
og meira en bergmál af gjárveggnum í
fjalli Hemingways. Indriði G. Þorsteins-
son byggir söguna á reynslu sjálfs sín
og örlögum sinnar kynslóðar á íslandi.
Ögleymanlegast finnst mér, hvernig
sveitamaðurinn verður borgarbúi, sem á
þó ekki annarra kosta völ en hverfa
heim í átthagana til að deyja, þegar ást
hans er orðin vonleysi og líf hans allt
eins og útilega í mannabyggð. Auka-
atriði segja mikið til um vinnubrögð og
krmnáttu höfundarins. Til dæmis frá-
sagnirnar af sambandi mannsins og