Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 107

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 107
ANDVARI í VEGAVINNU FYRIR60 ÁRUM 217 mig minnir að þau arfleiddu þau Símon og Siwríði að eigum sínum eftir sinn dag. Símon er látinn fyrir allmörgum árum, en ég ætla, að Sigríður sé enn á lífi. Eittlivað var þarna fleira af vandalausu fólki, sem ég er búinn að gleyma. Þetta var samanvalið ágætisfólk, sem reyndist mér eins og það væri mér vanda- bundið. Mun ég jafnan minnast þess með þakklæti og virðingu. Símon var greindur rnaður, vel að sér og víðlesinn, enda kom hann allmikið við almenn mál í Árnessýslu um eitt skeið. Sigríður var óvenjulega glæsileg ung stúlka, greind og siðprúð. Eg hélt lengi kunningsskap við þetta ágæta fólk. Erlendur Zakaríasson mun hafa verið innan við miðjan aldur. Hann var meðal- maður á hæð, nokkuð þrekvaxinn, en samsvaraði sér þó vcl. Hann var ljós- leitur í andliti með grá festuleg augu, beint og nokkuð hvasst nef og hátt og afturdregið enni. Hann var með Ijósrautt alskcgg og bersköllóttur. Erlendur var fremur fáskiptinn livers- daglega og virtist oft sem hann væri þungt hugsandi. En hann gat verið glaður og skemmtilegur í kunningjahóp utan vinnutíma. Kom þá í Ijós, að hann var vel greindur og víðlesinn og stál- minnugur. Ilann gat orðið hvassyrtur, ef í hann fauk. En langrækinn var hann ekki, og allra manna sáttfúsastur var hann; það reyndi ég oftar en einu sinni. Erlendur virtist nrér hafa marga kosti sem verkstjóri. Hann var sívakandi yfir því, að allt gengi eftir áætlun. Mestan hluta dagsins var hann á gangi frarn og aftur um hina löngu vinnulínu. Idann gat ekki séð, að litið væri upp frá verki stundinni lengur, en aldrei herti hann á neinurn, þótt hægt væri farið. El honum þótti einhver fara skakkt cða klaufalega að því, sem hann var að gera, fann hann ekki að við hann, heldur kallaði til flokksstjórans og var þá ekki mildur í máli. Hann var ákaflega ná- kvæmur í öllum fjármálum; samdi hann sjálfur allar kaupskrár og borgaði út öll- urn, sem þarna unnu, og var það að mig minnir á annað hundrað, þegar flestir voru, — auk annarra útborgana. Aldrei heyrði ég talað um eyris skekkju af hans hcndi. Yfirleitt var Erlendur virtur af undir- mönnum sínum, þótt sumum þætti hann nokkuð strangur, en ekki var um það fengizt, því að þá var viðhorfið annað en nú gerist; þá var það óttinn við að verða sagt upp, sem þaggaði niður alla óánægju. Ég held, að efnahagur Erlends hafi alltaf verið heldur örðugur; þó var hann stakur reglumaður og vann baki brotnu allt árið, — var alltaf í grjótvinnu á veturna. Heimili þeirra hjóna var með afbrigðum gestrisið og hjálpsamt; er ég liræddur um, að það hafi borið efna- haginn ofurliði. Eftir að hann var hættur vegaverkstjórn, Irjó hann í Kópavogi og hafði eitthvað af skepnum. Ekki eign- uðust þau hjónin börn, en ólu upp tvær stúlkur vandalausar. Erlendur var blindur siðustu ár ævi sinnar. Vinátta okkar Erlends entist meðan báðir lifðu. Ég hef orðið svona langorður um Erlend vegna þess, að maðurinn hefir jafnan verið mér öðrum fremur hug- stæður, og í öðru lagi af því, að ég minn- ist ekki, að ég hafi séð neitt um ltann skrifað, þótt full ástæða væri til, svo merkur rnaður scm hann var 'Nú fóru vegagerðarmennirnir að drífa að; fyrstir komu Reykvíkingarnir og voru flestir ríðandi cða þá í cinhvers konar slagtogi með flutningavögnum. Margir þeirra liöfðu verið með Erlendi mörg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.