Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 79

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 79
ANDVARl lliNlUK VIII. OG ÍSLAND 189 lendinga, þá urðu tilskipanir dönsku stjórnarinnar annað og meira á Islandi en pappírsgögn, því að baki þeirra stóð allsterkt ríkisvald og fullkomin hernaðar- tækni. Það, sem Englendingar höfðu tapað við Island, var því ekki auðunnið að nýju eftir 1536, og þess verður heldur ekki vart, að Hinrik VIII. hafi gert minnstu tilraun til þess að rétta hag þegna sinna þar norður frá. Ensku Is- landsfararnir virðast því hafa freistazt til þess að rétta hlut sinn að einhverju á eigin spýtur. Arið 1538, 10. des., kærir Kristján III. yfirgang Englendinga á ís- landi fyrir Hinriki VIII., en hann svarar með bréfi 25. febr. 1539. Hinrik vill auðsæilega jafna deiluna á friðsamlegan hátt og lýkur bréfi sínu með því að biðja Kristján að grípa ekki til óvinsam- legra aðgerða (þ. e. hernaðar á Eyrar- sundi) sökum atburðanna á íslandi, fyrr en málið hafi verið athugað nánar.92) íslenzki höfuðsmaðurinn kvartar einnig fyrir hönd Islendinga undan yfirgangi Englendinga í bréfi 20. marz 1539.03) Næsta haust nefnir Erlendur Þorvarðar- son lögmaður dóm um mál nafngreindra Englendinga, sem munu hafa haft bæki- stöð í Grindavík þrátt fyrir ófarirnar 1532. Þeir eru bornir sökum fyrir rán, okur og misþyrmingar, og eignir þeirra dæmdar undir konung. I dómnum segir, að allir þeir séu friðhelgir, sem að þeim sæki, en þeir ógildir, sem verji þá eða eigur þeirra, „en sjálfa engelska og út- lenzka vinturlegumenn dæmum vér út- læga og fyrirgjört fé og friði hér í landið, eftir því sem landslögin útvísa."94) Eftir þessum dómi var farið að Englendingum 1 Grindavík um haustið og urðu hvorir tveggja fyrir nokkru manntjóni, en lög- manni tókst að gera upptækar eignir Englendinga þar og hrekja þá endan- lega af íslenzka meginlandinu.05) Ekki vcrður séð, að þessir atburðir hafi leitt til neinnar deilu milli ríkisstjórna Dan- merkur og Englands. Ósennilegt er þó, að ensku íslandsfararnir hafi ekki kært aðfarir Islendinga fyrir Hinriki konungi, og hann hefur varla skellt algjörlega skollaeyrum við kærum þegna sinna. Þann 18. apríl 1543 ritar Eustace Chapuys drottningu Ungverjalands langa skýrslu og segir m. a., að hann hafi spurt Hinrik tíðinda af erindrekanum, sem hann hafi sent til Danmerkur til þess að spyrjast fyrir um manninn, sem enskir kaupmenn höfðu sent til Islands til þess að koma þar á fót fiskveiðum. Af því að engin tíðindi höfðu borizt af erindreka kaupmanna, gerði Hinrik út mann að leita hans, „þar eð ensk verzlun verður fyrir miklu tjóni", en nú var hann sömuleiðis horfinn og ekkert spurðist til hans. Konungur telur þó, að hinn glat- aði sendiboði muni brátt birtast, og telur Hamborgara sér mjög velviljaða.90) Engin önnur gögn hafa fundizt um þessa erindreka, en telja verður líklegt, að Hinrik VIII. hafi reynt að semja við Kristján III. og Hamborgara um verzlun og fiskveiðar við Island um þessar mundir, en þá eru dönsk herskip í fyrsta sinn í sögunni farin að sigla með íslenzk- um ströndum. Einnig er líklegt, að enskir kaupmenn og fiskimenn hafi reynt að komast að samkomulagi við íslenzk stjórnarvöld um verzlun og fiskveiðar við landið. Hafi slíkar málaleitanir átt sér stað, þá er okkur einungis kunnugt um að þær reyndust árangurslausar. Danska konungsvaldið hafði aldrei ætlað Ham- borgurum einkarétt til verzlunar á Is- landi. Það studdi þá gegn Englendingum, meðan Danmörk átti lítinn sem engan flota, en nú bjóst það til atlögu gegn þessurn fyrrverandi styrktarmönnum sín- um. Verzlun við ísland skyldi lenda í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.