Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 61

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 61
ANDVARI IIINRIK VIII. OG ÍSLAND 171 óttaðist ekki þegna sína og afvopnaði þá ekki, lieldur brýndi hann fyrir fólki að gæta vel vopna sinna og hafa þau hand- bær, hvenær sem á þyrfti að halda. Hann reyndi lítt að dyljast fyrir þegnum sín- um eða sveipa sig blæju skynhelgi og dulýðgi. Varnarlítill ferðaðist hann meðal þeirra og andaðist að lokum farinn að heilsu á sóttarsæng með óskert völd. Hér er ekki ætlunin að fara að rekja ævi eða rita sögu Hinriks VIII.; það hafa svo margir gert, að íslendingi er ofaukið í þeim félagsskap. Endur fyrir löngu samdi Shakespeare um hann leik- rit, það hefur verið ritaður um hann grúi ævisagna og greinaflokka, skrifuð varnar- og sóknarrit fyrir konur hans og ráðgjafa, og prentaðar heimildir um hann eru sagðar meiri en um nokkurn annan einstakling í heimi. Utdráttur úr skjala- safni hans eru fullar 20.000 síður, en þar er þó ekki að finna nærri öll gögn, sem snerta hann að einhverju leyti per- sónulega. Það þarf enginn að blaða lengi í þessu mikla heimildasafni: Letters and Papers Foreign and Domestic Relating to the Reign of King Henry the VIII. — til þess að fullvissa sig um, að konungur og stjórnarherrar hans hafa alloft þurft að fjalla um ýmis mál, sem Island varða. Hér er þó hvorki um svo mikið magn heimilda að ræða né greint frá svo stór- felldum atburðum, að höfundar að ævi- sögum konungs hafi talið það ómaksins vert að greina frá þcim tíðindum. Heim- ddamagnið er hægt að auka nokkrum skjölum, sem varðveitt eru á Staatsarchiv 1 Hamborg, en voru ókunn útgefendum L-P. Island var enginn örlagavaldur í utanríkisstefnu Idinriks VIII., og Hinrik uiotaði einungis óbeinlínis forlög ís- lenzkrar þjóðar, en þó fjallar hann senni- lega oftar um málefni þessa eylands með ráðherrum sínum en nokkur annar þjóð- Itöfðingi í Englandi fram á okkar daga. Það er gamall og góður íslenzkur siður að spyrja að ætterni manna, þegar við erum kynnt fyrir einhverjum náunga. Þótt hér verði ekki rakin ævisaga, þá er sjálfsagt að verða við þeirri kurteisis- skyldu. Það liggur við borð, að Hinrik VIII. sé ættlaus maður, ef miðað er við titlatog og ríkidæmi. Langafi hans var brytasonur frá Wales, og freistaði sá gæf- unnar við hirð Hinriks konungs V. og varð þar ritari við fatabúr drottningar, Katrínar af Frakklandi. Þegar kóngurinn sálaðist, hlýjaði ritarinn rúm húsmóður sinnar um skeið með þeim afleiðingum, að hún fæddi honum tvo sonu, og var annar þeirra afi Hinriks VIII. Ritarinn hlaut auðvitað kárínur og varð að dúsa í fangelsi, en sonarsonur hans brauzt til valda í Englandi með því að fella Ríkarð III., síðasta Englandskonung af Planta- genet-ætt, í orustu 1485. Eftir þá orustu scttust Tudorar, hálfkeltnesk ætt, að enska ríkinu. Þá var England litlu betur á vegi statt efnahagslega en lönd Araba á vorum dögum. í því Englandi, sem Hin- rik VIII. erfði, nutu Þjóðverjar eða Hansasambandið þýzka alls konar for- réttinda til verzlunar á kostnað enskrar borgarastéttar, Italir áttu námuréttindi í landinu, en páfi og keisari réðu yfir kirkju þess og drógu sér ógrynni fjár þaðan á ári hverju. Stórveldin voru þá jafnstaðráðin að vernda hagsmuni sína í Englandi eins og Engil-Saxar eru fast- heldnir á þá á íslandsmiðum og í Afríku á vorum dögum. Erlendir auðjöfrar áttu jafnan nóga fylgismenn meðal enska aðalsins, og þeir seldu þeim alls konar forréttindi í landi sínu. En þrátt fyrir allt var mikil gróska í ensku þjóðlífi á 15. iild. I landinu hafði risið upp mikill og góður ullariðnaður, og klæði og dúkar voru höfuðútflutningsvörur Englend- inga. Það var orðinn talsverður töggur í enskri farmanna- og verzlunarstétt, þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.