Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 112

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 112
222 MAGNÚS V. FINNBOGASON ANDVAIiI hlynningu á þeim bæjum, sem næstir voru veginum, og fengu þar einnig geymd föt sín önnur en vinnufötin, sem notuð voru daglega. Fæði var ekki margbrotið hjá okkur, en þó allmisjafnt, því að hver varð að sjá um sig sjálfur. Ekki var annað sam- eiginlegt en kaffið. Sá, sem annaðist kaffi- hitunina, var auðvitað nefndur kokkur. Lá hann innstur í tjaldinu og átti að sjá um, að kaffið væri tilbúið klukkan hálf sjö á morgnana, og síðan fékk hann hálftíma frí fyrir hvern matartíma til að hita og sjá um að kaffið væri tilbúið, þegar búið var að borða. Alltaf var búið til ketilkaffi, annað þekktist ekki. Var kaffið og kaffibætirinn látið í ketilinn og þess beðið að suða kæmi upp. Síðan var ketillinn tekinn af vélinni og bætt í hann litlu af köldu vatni, svo að kaffið settist á ketilbotninn. En ekki var kaffið alltaf tært hjá þeirn, sem síðastir drukku. Oftast var hafður kandísmoli með kaffinu; þó gerðu sumir sætt með púður- sykri. Hvítasykur var aldrei notaður, mun hann ekki hafa verið farinn að flytjast til landsins nema í toppum. Aðalfæðið var brauðmatur, helzt rúg- brauð og kex með kaffinu. Sumir borð- uðu allmikið af kjöti, og þá einkum hangikjöt, en helzt voru það sveitamenn- irnir, sem höfðu ráð á því. Um nýtt kjöt eða nýjan fisk var ekki að ræða. Aldrei var grautur, og mjög lítið um mjólk. ] Iarðfiskur var aftur á rnóti mikið étinn. Feiti var mest smjörlíki, þótt ekki þætti gott á þeim árum. Sumir dreifðu púður- sykri yfir það á brauðsneiðinni. Borðað var þrisvar á dag, kl. 10 og B og 8, og alltaf kaffi á eftir, en aldrei aukakaffi nema morgunkaffið. Að sjálfsögðu þurfti að afla mikilla matfanga og annarra nauðsynja handa þessum stóra karlmannahópi, en útvegun á því og aðflutninga annaðist vegagerðin um fram það, sem hver lagði sér til sjálfur. Verkstjórinn samdi við bændur, sem tóku að sér aðflutningana, sem allir fóru fram á hestvögnum, en þeir voru nú sem óðast að leysa reiðingana af hólmi eftir því sem vegurinn þokaðist áfram frá Reykjavík. Mig minnir, að tvær ferðir væru farnar til Rcykjavíkur á mánuði, en auk þess var eitthvað flutt af brauðum frá Eyrarbakka. Flokksstjórinn tók á móti pöntunum hjá félögum sínum og annaðist síðan innheimtu um leið og afhending fór fram. Vinnulaun voru greidd á hálfsmán- aðar fresti og ávallt á vissurn degi. Fór þá hver flokkur saman að tjaldi verk- stjórans og gekk hver inn, þegar nafn hans var kallað, cn aldrei nema einn í einu, kvittaði í kaupskrána og hélt svo aftur til vinnu sinnar. Aldrei varð ég var við, að neinn ágrein- ingur kæmi upp vegna þcss, að kaup væri ekki rétt reiknað, eða ágreiningur væri út af öðrum viðskiptum, til að mynda matarrcikningum eða öðru. Þá voru þó ekki reikningsvélar eða önnur slík hjálpargögn við að styðjast En Erlendur var sérlega reikningsglöggur og að sama skapi samvizkusamur og ná- kvæmur um, að ekki skeikaði um eyri. Vegna þess, að ég hafði nokkra sérstöðu meðal vegagerðarmannanna, þar eð ég átti sérstaklega að læra þessi fræði, varð það mitt hlutskipti að vera jafnan mcð Erlendi, þegar vegarstæðið var ákveðið og vegurinn stikaður út. Það var allerfitt verk að bera stikurnar langar leiðir og dreifa þeim á veglínuna. Ekki var þo laust við, að sumir öfunduðu mig af þessu starfi; héldu víst, að það væri hæg- ara en það var, og mun hafa fundizt það einhver vegsauki að eiga þannig meira saman við verkstjórann að sælda en almennt gerðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.