Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 88
198
EGILL ILALLGRÍMSSON
ANDVARI
lát Jóns, og staðfest af konungi 20. s. m.,
og er aðalefni þess þetta:
„1. Bækur sínar allar íslenzkar, guð-
rækilegs efni, bæði prentaðar og handrit,
gaf Jón rektor uppeldisstofnun þeirri, sem
allar eigur hans áttu að ganga til, þó
þannig, að þær skyldu geymast við
kirkjuna í Innri-Njarðvík.
2. Allar aðrar eigur sínar bæði í Dan-
mörku og á íslandi gaf hann í því skyni:
3. Að árlegur arður af þeim skyldi
ganga til stofnunar, þar sem allra aum-
ustu og fátækustu böm í Kjalarnesþingi
skyldu fá kristilegt uppeldi, þar með talið
húsnæði, klæði og fæði, þangað til þau
gætu séð fyrir sér sjálf.
4. Til þess að framkvæma erfðaskrána
í öllum greinum, tilnefndi hann þá:
stiptamtmanninn yfir Islandi og biskup-
inn yfir Sjálandsstipti."
Framkvæmd erfðaskrárinnar.
Sá sjóður, sem þannig var myndaður,
hefir ávallt verið nefndur Thorkillii-
sjóður.
Ætla mætti, að þeir, sem við tóku,
hefðu ekki látið sitt eftir liggja, að
framkvæma það, sem erfðaskráin mælir
fyrir um. En því miður rekum vér oss
á þá beisku staðreynd, að þetta hefir
farið mjög á annan veg. Þeir Finnur
biskup og Magnús amtmaður Gíslason
sömdu reglugerð 1761 fyrir væntanlegan
skóla í Njarðvík, er stofna skyldi og
halda á vegum sjóðsins og í anda erfða-
skrárinnar. Þessi skóli komst aldrei á.
Hins vegar var löngu síðar (1792) komið
á fót uppeldisskóla, heimavistarskóla, að
Ilausastöðum á Álftanesi á kostnað sjóðs-
ins.
Forstöðumaður skólans var ráðinn hinn
alkunni merkismaður og sálmaskáld
síra Þorvaldur Böðvarsson, afi síra Þórar-
ins í Görðum.
Skóli þessi starfaði um 20 ára skeið,
hinn eini barnaskóli landsins á þeirri tíð.
Árið 1804 til 1805 var sá skóli, Hausa-
staðaskóli, eini starfandi skóli í landinu.
Þá lágu latínuskólarnir niðri.
Skólahúsið á Hausastöðum hefir verið
talin vegleg bygging í þann tíð. Sannar
það eftirfarandi vísa, sem lifir enn á
vörum fólksins þar í sveit.
Miðengi, Hlíð og Móakot,
mjór er prestsins garðurinn.
Hausastaðir herlegt slot,
hundsbælið í Köldukinn.
Einkaskóli í Reykjavík og styrkir
til annarra skóla.
Þegar stofna skyldi fyrsta barnaskóla
í Reykjavík 1830, þótti það aðeins kleift
með því að skólinn nyti styrks úr Thor-
killiisjóðnum, þar eð borgarar bæjarins
voru „ófúsir á að leggja fram mikið
skólagjald, og vildu því nauðugir leggja
út í annað eins stórræði, ncma þcir ættu
von á styrk til skólans". Skólinn starfaði
sem einkaskóli í 18 ár með styrk úr
sjóðnum, en þegar styrkurinn var aftek-
inn 1848 lagðist skólinn niður. 1 ævisögu
Jóns segir svo um þetta atriði: „Það er
því óhætt að fullyrða, að mörg heldri
manna börn hafi í 18 ár fengið upp-
fræðslu af sjóðnum, og það var þvert
ofan í vilja gefandans."
Síðar voru veittir styrkir til skólahalds
víða í Kjalarnessþingi hinu forna og upp-
eldis og fræðslu fátækra barna, sem
komið var fyrir á góðum hcimilum.
Ungmennaskóli.
Árið 1871 kom fram hugmynd um
stofnun ungmennaskóla á jörðinni Hval-
eyri við Hafnarfjörð, er skyldi vera
styrktur af Thorkilliisjóðnum, en komst
ekki í framkvæmd, en sex árurn síðar
gáfu prófastshjónin í Görðum, síra Þór-
arinn Böðvarsson og frú Þórunn Jóns-