Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 88

Andvari - 01.10.1959, Síða 88
198 EGILL ILALLGRÍMSSON ANDVARI lát Jóns, og staðfest af konungi 20. s. m., og er aðalefni þess þetta: „1. Bækur sínar allar íslenzkar, guð- rækilegs efni, bæði prentaðar og handrit, gaf Jón rektor uppeldisstofnun þeirri, sem allar eigur hans áttu að ganga til, þó þannig, að þær skyldu geymast við kirkjuna í Innri-Njarðvík. 2. Allar aðrar eigur sínar bæði í Dan- mörku og á íslandi gaf hann í því skyni: 3. Að árlegur arður af þeim skyldi ganga til stofnunar, þar sem allra aum- ustu og fátækustu böm í Kjalarnesþingi skyldu fá kristilegt uppeldi, þar með talið húsnæði, klæði og fæði, þangað til þau gætu séð fyrir sér sjálf. 4. Til þess að framkvæma erfðaskrána í öllum greinum, tilnefndi hann þá: stiptamtmanninn yfir Islandi og biskup- inn yfir Sjálandsstipti." Framkvæmd erfðaskrárinnar. Sá sjóður, sem þannig var myndaður, hefir ávallt verið nefndur Thorkillii- sjóður. Ætla mætti, að þeir, sem við tóku, hefðu ekki látið sitt eftir liggja, að framkvæma það, sem erfðaskráin mælir fyrir um. En því miður rekum vér oss á þá beisku staðreynd, að þetta hefir farið mjög á annan veg. Þeir Finnur biskup og Magnús amtmaður Gíslason sömdu reglugerð 1761 fyrir væntanlegan skóla í Njarðvík, er stofna skyldi og halda á vegum sjóðsins og í anda erfða- skrárinnar. Þessi skóli komst aldrei á. Hins vegar var löngu síðar (1792) komið á fót uppeldisskóla, heimavistarskóla, að Ilausastöðum á Álftanesi á kostnað sjóðs- ins. Forstöðumaður skólans var ráðinn hinn alkunni merkismaður og sálmaskáld síra Þorvaldur Böðvarsson, afi síra Þórar- ins í Görðum. Skóli þessi starfaði um 20 ára skeið, hinn eini barnaskóli landsins á þeirri tíð. Árið 1804 til 1805 var sá skóli, Hausa- staðaskóli, eini starfandi skóli í landinu. Þá lágu latínuskólarnir niðri. Skólahúsið á Hausastöðum hefir verið talin vegleg bygging í þann tíð. Sannar það eftirfarandi vísa, sem lifir enn á vörum fólksins þar í sveit. Miðengi, Hlíð og Móakot, mjór er prestsins garðurinn. Hausastaðir herlegt slot, hundsbælið í Köldukinn. Einkaskóli í Reykjavík og styrkir til annarra skóla. Þegar stofna skyldi fyrsta barnaskóla í Reykjavík 1830, þótti það aðeins kleift með því að skólinn nyti styrks úr Thor- killiisjóðnum, þar eð borgarar bæjarins voru „ófúsir á að leggja fram mikið skólagjald, og vildu því nauðugir leggja út í annað eins stórræði, ncma þcir ættu von á styrk til skólans". Skólinn starfaði sem einkaskóli í 18 ár með styrk úr sjóðnum, en þegar styrkurinn var aftek- inn 1848 lagðist skólinn niður. 1 ævisögu Jóns segir svo um þetta atriði: „Það er því óhætt að fullyrða, að mörg heldri manna börn hafi í 18 ár fengið upp- fræðslu af sjóðnum, og það var þvert ofan í vilja gefandans." Síðar voru veittir styrkir til skólahalds víða í Kjalarnessþingi hinu forna og upp- eldis og fræðslu fátækra barna, sem komið var fyrir á góðum hcimilum. Ungmennaskóli. Árið 1871 kom fram hugmynd um stofnun ungmennaskóla á jörðinni Hval- eyri við Hafnarfjörð, er skyldi vera styrktur af Thorkilliisjóðnum, en komst ekki í framkvæmd, en sex árurn síðar gáfu prófastshjónin í Görðum, síra Þór- arinn Böðvarsson og frú Þórunn Jóns-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.