Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1965, Page 16

Andvari - 01.06.1965, Page 16
14 SVEINN EINARSSON ANDVARI áhrif hafa á viðbrögð hans í dramatískri gerandi leiksins. Hamlet er margir menn og þó einn, heill og þó á honum brotalöm, sem gerir hann barn sorgarinnar eins og aðrar hetjur í skáldheimi Shakespeares. Kleópatra er að sumu leyti hlið- stæða Hamlets rneðal hins veika kyns, hún spannar í sál sér andstæður og þver- sagnir, en hrúar öll bil með þeim sérstöku rökum konunnar sem eiga rneira skylt við töfra en skynsemi. En í sál þessarar glæsilegu konu er líka sprunga: ástríðan, sem er aflvaki alls þess, er hún lætur svo lítið að taka sér fyrir hendur, hýr einnig yfir blindri hættu. En mannlífskunnandi Shakespeares kann skil á fleiru en einstaklingum. Elestir eru þeir háðir umhverfi sínu, og í umhverfislýsingu sinni nýtur Shake- speare þess, sem góðu skáldin hafa oft fram yfir góðu sagnfræðingana: innsæi. Forneskjan í Skotlandi „Macbeths" verður áþreifanleg fyrir örfáa drætti, sem skáldið hefur fest sig við, og Feneyjalýðveldið í „Othello" með auð sinn og útsækni verður meir lifandi af lýsingu skáldsins en langar fræðilegar útlistanir megnuðu. Eða það Danaveldi, þar sem ekki er allt með felldu. Sú þjóðfélags- mynd, sem blasir við í upphafi leiksins verður afl í harmleiknum og litar sálar- stríð Hamlets, sú andstæða speglun einstaklingsins og umhverfis er eitt af því, sem gerir leikinn um Hamlet danaprins að svo samfelldu listaverki. Síðustu verk Shakespeares eru „Coriolanus", „Períkles", „Cymbeline" og svo „Vetrarævintýri", „Ofviðrið" og „Hinrik VIII.“, er verða til um það leyti, sem skáldið yfirgefur Lundúnaborg og sezt aftur að í fæðingarbæ sínum, Stratford, trúlega 1611. Af þessum verkurn er „Ofviðrið" merkast, yfir þessum alvarlega gleðileik er kyrrlátur bjarmi kvöldsólarinnar, hugarró þess manns sem hefur sigrazt á ástríðunum og náð valdi á afli lífs síns. Að dramatískri bygg- ingu er þessi leikur kannski ekki eins hnitmiðaður og stóru harmleikirnir, en mál Shakespeares er hér eins lýrískt og í æskuverkunum, ekki eins ólgandi af gleði, en yfir því ljúfsárt samræmi þess, sem hefur opnazt sýn. Þegar Shakespeare sneri aftur til Stratford, var hann virtur borgari. Það vafasama orð, sem við hafði loðað leikhúsin, var eitthvað breytt meðal þeirra sem andlega sinnaðir voru, ekki sízt fyrir ágæti verka hans, og nú steig hann hið endanlega skref yfir í borgaralegan virðuleika. Vinsældir leikrita hans höfðu gert hann auðugan og nú naut hann þess sín síðustu ár. Hann lézt í Stratford 23. apríl 1616. Kona hans og tvær dætur lifðu hann. í erfðaskrá sinni, sem ein- mitt hefst á orðunum Ég, William Shakespeare í Stratford við Avon í the County of Warwick, gentleman, eftirlætur hann þeim sitt af hverju úr sínu jarðneska búi, meðal annars fær Ann Hathaway næstbezta rúmið hans; ekki gleymir hann heldur sínuin gömlu félögum, Richard Burbage, John Hemings og Henry Condell, sem fá fé til að kaupa sér hringa til minningar um hann.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.