Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Síða 36

Andvari - 01.06.1965, Síða 36
34 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI 24. jan. 1885 birti hann greinina Um kosningu presta og segir þar: „Þegar litið er á uppruna og eðli krist- indómsins, þá getur engum blandazt hug- ur um, að þá fyrst er fwH-skipaS trúmál- um einnar þjóðar, þegar kirkjan er alveg skilin frá ríkinu. . . .“ Síðan víkur hann að því, að enn sé þó ekki tímabært, að fslendingar skilji að ríki og kirkju, því að það myndi hafa i för meS sér, að fátækir söfnuðir hefðu ekki efni á að halda nema lélega presta: „Þegar á allt er litið, þá eru kjör al- mennings hér á landi ekki vaxin því, aS kirkjan sé skilin frá ríkinu, og þó aS sá aðskilnaður hljóti ávallt aS vera markið og miðiS, sem menn stefna að með vax- andi menntun og batnandi ytri kjörum, eftir því sem atvinnuvegir landsins kom- ast í betra horf, þá er ekki annað fyrir- sjáanlegt en að ríki og kirkja enn urn all- langan aldur hljóti að vera sameinuð hér á landi einmitt kirkjunnar og kristin- dómsins sjálfs vegna.“ Mjög í sama anda skrifaði hann aðra grein í Suðra 10. júlí 1885, Prestaköllin og landssjóðurinn. Þó að guðleysi væri illa þokkaður eigin- leiki á íslandi síðustu áratugi nítjándu aldar, var hér hvergi sá fögnuður trúar- innar, að það ylli löngum blaðadeilum, þótt Gestur væri grunaður um trúleysi. Meðal Vestur-fslendinga var þessum mál- um nokkuð annan veg háttað. Þar logaÖi allt í trúardeilum milli íslenzku landnem- anna. Gestur tók við ritstjórn Heims- kringlu með þeim fasta ásetningi að reyna heldur að stilla til friðar meðal íslendinga vestra, en samt var þess skammt að bíÖa, að úfar risu með honum og vandamönnum Lögbergs og Hins evangelíska lútherska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Gestur hafði skrifað í ísafold 7. maí 1890 greinina Sitt af hverju og rætt þar m. a. um afsetningar drykkfelldra presta. Kemur í þeirri grein fram hin sama ádeila og í sumum sögum hans á mun orða og gjörða þeirra, sem hæstum rómi játa trú sína: „Ég er annars viss um, að það er margur prestur bænheitur á þessum dög- um; hvort eins margir eru andríkir — ja — um það er allt erfiðara að segja, því það er kannske nokkuð djúpt á andríkinu hjá sumum. Og nær er mér að halda, að á þessum tímum ríði einhver prestur hónarför um sveitina, þvi nú ríður á, að menn séu þagmælskir og flíki því ekki í allar áttir, sem engum kemur við nema heimamönnum í prestakallinu, sem eiga allir að vera „eitt kristilegt heimili", þar sem friður og kærleiki drottnar — og umfram allt kristilegt umburðarlyndi." Um drykkjuskap íslenzks prests sendi Gestur bréf til Heimskringlu, og birtist það í blaðinu 24. apríl 1890. Um bisk- upaskipti á íslandi skrifaði hann í Heims- kringlu 15. maí 1890 og vék þá um leið nokkuð að siðspillingu íslenzkrar presta- stéttar. Einnig andmælti hann þá skoð- unum, sem fram höfðu komiÖ hjá séra Jóni Bjarnasyni, ritstjóra Sameiningarinn- ar, málgagns Hins evangelíska lútherska kirkjufélags. Eftir að Gestur var orðinn ritstjóri Heimskringlu, átti hann siðan í allhvassri ritdeilu við Jón Bjarnason um trúaratriði og siðfræði. Hófst sú deila með því, að í Heimskringlu 9. okt. 1890 birtist grein. Fáein orð um félagsskap. Þar segir: „Af hverju kemur þá þessi óumræði- legi skortur á félagsskap? Það er ekki af því, að mennirnir séu svo vondir. Nei, þeir eru í raun og veru fæstir vondir. En þeim hættir við að smá- vefja sjálfa sig í hjúp af hræsni, þangaÖ til þeir geta ekki greint rétt frá röngu. Engin synd í heiminum er eins stór og lygin fyrir sjálfum sér, og engin synd er er eins algeng. Mennirnir hræsna fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.