Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1965, Page 38

Andvari - 01.06.1965, Page 38
36 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARl Kristur hefur sjálfur sagt, að af ávöxt- unum eigi að þckkja menn. Hver frjálslyndur og sjálfstæður mað- ur verður að krefjast þess að fá í friði að búa sér til eða taka þá trú eða þá lífs- skoðun, sem hans eðli stendur næst og sem er bezt fallin fyrir hann, „til þess að kærleikurinn geti komið fram". Trúin er alveg prívat-mál, hún er einstaklings- ins allra prívatasta mál, og það á enga opinbera áherzlu að leggja á trúarskoðun nokkurs manns.“ Aftur svaraði Sameiningin í desem- berheftinu (V. árg., 10. tbl., 159. bls.) og hneykslaðist mjög á setningunni: „Enginn, sem ann sannleika og réttlæti, getur lagt áherzlu á trúna." (sic). Var talið, að með þessu fordæmdi Gestur Krist. Gestur svaraði í Heimskringlu 15. jan. 1891. Brá hann nú fyrir sig háði og líkti Sameiningunni við drauginn, sem ekki vildi nota hníf, kallaði, að Sameiningin stæði á roðinu og rifi. Síðan segir: „Það er ekkert efamál, að ef Sam. ætlar sér að halda þessu fram, þá er úti urn allt trúarbragðafrelsi hjá íslendingum vestan hafs. Ef Sam. ætlar að taka sér dómsvald yfir hverri einustu hálfu setn- ingu, sem birtist á prenti á íslenzku í Ameríku og mæla hana með erki-lúthersk- urn dogmatíkur-kvarða, ja, þá höfum vér íslendingar í Ameríku fundið það, sem lúthersku kirkjuna hefur lengi vantað, páfann, ritstj. Sam. . . . Persónulega þykir þeim, sem þessa grein skrifar, mjög þungt að þurfa að standa í stælu við ritstjóra Sam., og hann hefði ALDREI byrjað á slíku.“ Þótt Gesti hafi ef til vill fundizt hann tala fyrir daufum eyrum, hafa skoð- anir hans fallið vel í geð þeim lesanda hans vestra, sem telja verður, að hafi verið þeim flestum víðsýnni. Stephan G. Stephansson segir í bréfi til Sveins Björnssonar 9. jan. 1891: „Tollmálið í Lögb. og verkamanna- málið í Hkr. eru mitt uppáhald. Náttúr- lega er ég líka mjög ánægður yfir „verk- unum og trúnni" hans Gests míns og fleiri þessum flatt-uppá löðrungum, sem hann gefur „guðs útvöldu" hér og þar."1) Bergmál af deilu Gests við séra Jón Bjarnason má heyra í ýmsum greinum hans í Heimskringlu um þessar mundir. Þannig segir hann í greininni Gleðilegt nýjár 1. jan. 1891,2) þegar hann hefur óskað Vestur-íslendingum velfarnaðar og brýnt fyrir þeim að halda í hvívetna til jafns við þarlandsmenn: „Og að endingu óskum vér, að þetta ár megi verða nrerkis-ár í trúar-sögu Vest- ur-íslendinga, að kristindómurinn fái að vera kærleikans lífsskoðun, eins og hann á að vera, en engin ofstækis-hnapphelda, og að enginn trúarboðs-flysjungur smali saman alvöruleysis-glönnum og uppgjafa- skepnum í „söfnuð" bara til þess, að úlf- húðin og rógburðurinn verði sem mest — allt undir einhverju kristindóms-flaggi. Vér óskum, að sannur mannkærleikur, hverju lífsskoðunar-nafni sem nefnist, vinni sem oftast sigur og fái sem mestu góðu til vegar kornið á þessu nýbyrjaða ári.“ Er Gestur tók einn við ritstjórn Heims- kringlu 21. jan. 1891, birti hann fyrst stefnuskrá blaðsins í stjórnmálum og ver- aldlegum efnum og bætti síðan við: „Allt þetta skrifa ég fyllilega undir og skal bæta þvi við, að Heimskringla mun reyna til að berjast gegn öllu ofurvaldi í kirkjulegum og pólitískum efnum, en 1) Bréf og ritgerðir I, 25. bls. 2) Ritstjómargrein án höfundarnafns, en ber einkenni Gests.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.