Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1965, Side 49

Andvari - 01.06.1965, Side 49
ANDVARI EINAR BENEDIKTSSON OG KVÆÐIÐ SÓLARLAG 47 II í tugum og liundruðum milljóna, og Brussel varð vellauðug borg, glæsileg, glaðvær og óhófsgjörn. Borgurum þessa yfirþéttbýla iðnaðarlands var Kongó þrot- laus auðsuppspretta, þrotlaus vettvangur tækifæra, framtaks, fégróða, og hefur verið svo fram á þennan dag. Þegar Einar Benediktsson heimsækir Brussel nokkru fyrir heimsstyrjöldina fyrri, er Afríka ekki vöknuð, hin myrka rödd hennar er ekki farin að kveða við í kyrrlátum söl- um stjórnarherranna í Evrópu. Þegar Einar lítur Brussel, er Norðurálfan ekki búin að sóa firna auði sínum í tveim styrjöldum. En geigvænlegar þjóðfélags- andstæður blasa við augum eins og gap- andi sár heima fyrir, þó að svarta tröllið í Suðurheimi stynji ennþá í þögn. I blindu andvaraleysi lætur bráðfeigur auðæfaaðall stofna mannfélagsins orm- étast, án þess að hafast að, unz byltingin er óumflýjanleg. Það eru þessar sýnir, sem fylla huga Einars Benediktssonar, þegar hann lítur Brussel, ekki aðdáunin á listum hennar, höllum og turnum né glæsilífi þeirra, sem baða sig í sólinni í skjóli við „harðstjórn hins almáttka gjalds“. Og það eru þessar hugsýnir, sem ráða nafni kvæðisins. Sólarlag er hér tvö- faldrar merkingar. Það er sólarlagið, sem varpar dreyraroða á hallir og háturna hinnar glæstu borgar, svo að það er eins og dynji um hana höggstokksblóð. En handan við það rökkvar af öðru válegra sólsetri. Það er sólarlag aldar, sem er gengin til viðar: Hér svipar af kvöldi um vorn menningardag, þar sem Leopold stýrði lýðanna hag með landshaturs slettur á súðum. Efni kv'æðisins er svo ljóst, að þarf- laust er að rekja það til nokkurrar hlítar. En ástæða er til að gefa því gaum með hve styrkum og hnitmiðuðum tökum Einar byggir upp myndir kvæðisins þann veg, að hver um sig undirstrikar og magn- ar meginhugsun þess, það sólarlag, sem vofir yfir ríki og lífsverki Leopolds II. Kvöldsólin logar yfir hæðunum vestan við Brussel, en sortaský dragast saman í lofti og hníga niður yfir söluópin og vagnagnýinn í stífluðum æðum stræt- anna. Með þessu eina orði „stífluðum" tekst Einari að skapa mynd af óþoli, ys og þröng stórborgarinnar. Torg, turnar og hallir sveipast móðu og mistri og myrkvast. En í efstu rúðum hallargarðs- ins skín himinhreinn bjarmi. Þar blikar einn háturn sem bautasteinn yfir beinum þess konungs, er gnæfði hér einn yfir álfunnar einvalda brúðurn. — I háturninum sér Einar Benediktsson minnismerki Leopolds II, sem um kænsku, framkvæmdaáræði og harðfengilega samn- ingasnilli, gnæfði svo yfir aðra þjóðleið- toga norðurálfunnar, að þegar frá leið og mönnum fór að skiljast, hverju Leo- pold hafði borgið sér til handa með Ber- línarsáttmálanum 1885, þótti mörgum, sem hann hefði vafið þeim öllum um fingur sér og haft þá að leikbrúðum. En nú sveipast um ríkið hans sólarlag. Hér, einmitt hér, þar sem hinn einmana harðstjóri gnæfði yfir smámenninu og stýrði þjóðarfleyi Belgíu með brotsjóa af hatri landslýðsins og öfund fjandmanna sinna á súðum, bregður yfir fyrstu rökk- ursvipunum af kvöldi vors eigin menn- ingardags. Borg hans, uppljómuð í roðalituðu kvöldrökkrinu, er eins og hafsjór með lendandi knörrum yfir að líta. Og múg- urinn ólgar og brýzt að húsunum í út- hverfabyggðunum, eins og „bylgjurnar falli að fjörum", þar á hún heimkynni sitt sú samfélagsmeinsemd hinnar glæsi-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.