Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 79

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 79
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN' 77 1858. Samband hans við Florence og fjölskyldu hennar rofnaði skömmu eftir komuna þangaS, en samt sem áSur átti hann eftir aS búa í Kalíforníu næstu tuttugu árin. Mesti ljóminn var nú farinn af gull- fundinum mikla í Kaliforníu tíu árum áSur. ASgengilegustu námunum var þeg- ar ráSstafaS og sýnilcgt orSiS, aS hyggi- legast væri aS snúa sér aS akuryrkju. Eigi aS síSur gerSi margur maSurinn sér von um auðfenginn gróSa viS gullgröft. Fyrstu misserin þar vestra virSist Henry George hafa hrifizt meS straumnum, án þess aS fá neitt í aSra hönd, unz hann tók aS vinna viS prentverk í San Fran- siskó, — þegar færi gafst. IdaustiS 1860 kynntist hann stúlkunni, sem varS lífsförunautur hans. Idún hét Annie Corsina Fox, 17 ára gömul. Hún var af írsku og ensku bergi brotin; hafSi kornung misst foreldra sína og ólst upp hjá ömmu sinni. Annars var móSurbróSir hennar forráSamaSurinn, og gazt honum heldur illa aS samdrætti hjúanna. Hefur þar sjálfsagt komiS til fátækt piltsins og kaþólsk trú stúlkunnar. Ári síSar gengu þau samt í hjónaband, og voru höfS svo skjót umsvif á brúSkaupsdaginn, aS nálg- aSist „brúSarrán." ÞrælastríSiS (1861—1865) leiddi til mikillar verSbólgu í Kaliforníu og bjuggu launþegar yfirleitt viS kröpp kjör. Þessi fyrstu búskaparár sín létu þau hjónin lengst af fyrir berast í Sakra- mento, höfuSborg fylkisins. ASallega fékkst George viS prentverk, en oft varS hann aS láta sér nægja íhlaupavinnu, ekki aSeins í iSn sinni, heldur og í hverju því, er til féll. Lífsbaráttan var svo hörS, aS gott þótti aS hafa til hnífs og skeiSar. Fyrsta barn þeirra hjóna fæddist áriS 1862 og annaS þremur árum síSar, en um þaS leyti áttu þau ekki málungi matar. Þrátt fyrir örSuga lífsbaráttu á þessum árum, tók Henry George upp þráSinn, sem slitnaS hafSi fyrstu misserin í Kali- forníu, og fór aS lesa sér til fróSleiks á nýjan lcik, þegar tóm gafst til. ÓtvíræS- ir rithöfundarhæfileikar hans voru einnig aS koma í ljós. Hann vakti fyrst á sér verulega athygli meS grein, sem hann skrifaSi, þegar fréttist um dauSa Ahra- hams Lincolns, forseta. Andlátsfregnin kom róti á hugi manna í Kaliforníu sem annars staSar. BitnaSi þaS einkum á hlöð- um og tímaritum, sem hlynnt voru þræla- haldi. Þegar Henry George neytti kosn- ingarréttar síns í fyrsta sinn, studdi hann Lincoln til forsetaembættis sem einlægur repúblikani. Nú hugðist hann taka þátt í aðför aS einu dagblaði demókrata, en búið var að brjóta þar allt og bramla, er þangað kom. Snéri hannn þá heim viS svo búið, tók sér penna í hönd og lét gamminn geisa í harðskeyttri grein, sem bar yfirskriftina: Sic Semper Tyrannis (Þannig fer ávallt fyrir harðstjórum), cn þessi orð hafði morðinginn hrópað, er hann geystist fram og réð forsetann af dögum. Sendi Henry George greinina sem bréf frá lesanda til eins clzta og íhaldssamasta blaðsins í San Fransiskó, „Alta Kalifornía“ en þar hafði hann haft íhlaupavinnu um tíma við prentverk. Nokkrum dögum síðar sendi hann annað bréf um persónuleika Lincolns, og var það birt athugasemdarlaust sem aðalgrein blaðsins. SíSla árs 1865 tók heldur að vænk- ast hagur fjölskyldunnar í fjármálum. George skrifaði greinar fyrir blöð og tíma- rit bæði í Sakramentó og San Fransiskó, m. a. undir dulnefninu „Proletarian" (Öreiginn). Enn fremur sarndi hann rit- gerðir, ferðasögur og jafnvel smásögur. 1 nóvember 1866 bauðst honum starf við nýstofnaS blað í San Fransiskó Daily Times. Hann þá boðið og varð aðalrit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.