Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 91

Andvari - 01.06.1965, Blaðsíða 91
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN" 89 kenning er notuð til þess að réttlæta land- vinninga og nýlendukúgun, kynþátta- hatur og þjóðernishroka. Sannar framfarir verða hvorki við sjálfvirka né samfellda þróun. Hver þjóðin á fætur annarri hef- ur runnið blómaskeið sitt á enda. Astæðan er ekki sú, að ein þjóðin sé annarri síðri að líkamlegu eða andlegu atgervi, heldur hafa framfarirnar sjálfar borið í sér mein- semdir, sem leiddu til hnignunar. Það cr mannsandinn, sem er aflvaki framfaranna, en frumskilyrði þess, að þær geti átt sér stað, er samstarf og jafn- rétti (eða réttlæti). Samstarf á jafnréttis- grundvelli er lögmál mannlegra framfara. Samstarf leysir andann úr læÖingi til átaka við erfiðleika, og jafnrétti, eða rétt- læti eða frelsi, þ. e. siðgæÖislögmálið, kemur í veg fyrir, að þessu afli sé eytt í einskisnýtar deilur. Þegar þetta lögmál er brotið, stöðvast framfarirnar og hnign- unin tekur við. Aðalorsök misréttis er ein- okun á náttúrugæöum. Stéttaátök fylgja í kjölfarið. Ef svo fer sem horfir, má húast við hnignun áður en langt um líð- ur í þjóðfélagi nútímans. Stjórnmálafrelsi og -jafnrétti er viÖurkennt á pappírnum, en það kemur ekki að notum, meðan þjóðarauðnum er skipt með rangindum. Ennþá er þó tími til afturhvarfs, ennþá gefst tækifæri til að standa á sama grund- velli og lagÖur var við stofnun Banda- ríkja Norður-Ameríku. Til þess að svo megi verða, þarf að gera jörðina að al- menningseign. Markmið allra þjóðfélagsumbóta er að tryggja velferð einstaklingsins um tíma og eilífð. Vandamál þjóðfélagsins verða hvorki skilin né skýrð og því síÖur úr þeim bætt, ef vandamál hvers einstaklings eru ekki tekin til rækilegrar íhugunar og fundinn tilgangur þess stutta lífs, sem hann lifir á jörðu hér. Hagfræði — „hin döpru vísindi" — svipta flesta einstaklinga allri lífsbjargarvon. En rétt skilin sýna lögmál þau, sem ráða framleiÖslu og skipt- ingu auðsins, að skortur og ranglæti eiga ekki óhjákvæmilega rætur að rekja til þjóðskipulagsins. Ef þau eru aðeins rétt hagnýtt, má stuðla að myndun þjóðfé- lags, þar sem fátækt þekkist ekki og fram- tak mannsins fær tækifæri til að ná full- um þroska. Hvorki sérstök forsjón né miskunnarlaus forlög ráða þessum þroska, heldur óumbreytanlegt og blessunarríkt lögmál, sem á upphaf sitt í mannlegum vilja. Sé litið á mannkynið sem eina heíld — en ekki fáa útvalda andspænis fjölda út- skúfaðra — verður framvindan og frarn- tíðin í höndum einstaklinganna. Tilfinn- ingin — siðgæðisvitundin — sér í einni sjónhendingu sömu sannindin og skyn- semin finnur með erfiðismunum; sið- gæðislögmál og efnahagslögmál eru tvær greinar á sama meiði. Allar vísindagrein- ar sanna, að til eru algild lögmál, ekki aöeins í efnisheiminum, heldur einnig og ekki síður í lífi hvers einstaklings sem félagsveru. Efnahagslögmál eru í sam- ræmi við lögmál andlegs einstaklings- þroska. Þar er ekki um að ræða framfarir, sem byggjast á nauðung eða tilviljun, heldur framfarir sem markviss, mann- legur vilji ræður. Framfarir eru ekki fólgnar í þroska kynstofnsins, né heldur umbótum á manneðlinu, því að kynstofn- inn hlýtur að hverfa af yfirborði jarðar, eins og efnislíkami hvers einstaklings. Tilgangur lífsins verður því aÖeins skilinn, að það sé skoÖað sem leið að öðru og æðra lífi. Framfarir allar eiga að gera þessa leið greiðfæra. Jafnvel frum- stæðustu menn — hvað þá menningar- þjóðir •—• hafa sett sér þetta markmið, en aðeins útskýrt það á táknrænan hátt í trúarbrögðunr sínum. Heilög ritning, Vedabækur, Kóran, dulspeki elztu heim- spekinga, siðvenjur Indíána, frumstæð- ustu trúarbrögð bera hvert á sinn hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.