Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 02.09.2009, Qupperneq 8
8 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvert er sagt vera sveins- stykki vélhjólaklúbbsins Fáfnis í því að komast inn í Vítis- englana? 2 Hvað heitir talsmaður samtakanna kjosa.is sem vill að forsetinn vísi Icesave-samningn- um í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3 Hvaða númer mun Eiður Smári Guðjohnsen bera á keppnistreyju sinni hjá franska liðinu Mónakó? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 ÖRYGGISMÁL „Fari saman stór- streymi, háflóð, hvassviðri og þung alda eru mannvirki fyrir hundruð milljóna í stórhættu,“ segir sveit- arstjórn Mýrdalshrepps og kveðst hafa sýnt einstakt langlundar- geð í að bíða eftir endurbótum á sjóvarnar garði við Vík. Að sögn Mýrdælinga hefur sífellt brotið af landinu og fjöruborðið nálgast nú Vík. Opinberir aðilar gerðu áætlun um sjóvörn við Vík árið 1994. „Þá voru sett viðmiðunarmörk um hvenær skyldi ráðist í sjóvarnir og miðuðust þau mörk við að verja mannvirki áður en þau væru í yfir- vofandi hættu. Landbrotið hefur að meðaltali verið sjö til tíu metrar á ári undanfarin ár. Á árunum 1990- 1993 var landbrotið allt að 42 metr- ar á ári að meðaltali. Fjöruborðið er nú komið langt inn fyrir við- miðunarmörk án þess að fjármagn hafi verið tryggt í framkvæmd- ina,“ segir í ályktun sveitarstjórnar- innar. Í bréfi til Mýrdalshrepps kemur fram að fjármögnun sjóvarnar- garðs við Vík verði rædd við endur- skoðun samgönguáætlunar sem nú standi yfir. Bréfið var rætt á síð- asta sveitarstjórnarfundi. „Á undan- förnum árum hefur orðið umtals- vert eignatjón vegna sandfoks sem erfiðara hefur reynst að hemja eftir því sem landrými minnkar. Sveitar- stjórn lýsir fullri ábyrgð á hendur samgönguráðuneyti og ríkisstjórn verði ekki tryggt að framkvæmd- ir hefjist þegar á fyrri hluta ársins 2010.“ - gar Sveitarstjórn segir hundraða milljóna króna tjón yfirvofandi og lýsir ábyrgð á ríkið: Fjöruborð við Vík langt innan marka FJARAN VIÐ VÍK Landbrot undan ágangi sjávar er stöðugt við Vík í Mýrdal og segjast heimamenn orðnir uggandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Básaskersbryggju | 900 Vestmann 0 | Fax 481 2991 | www.eimskip.is | www.herjolfur.is P IP A R • S ÍA • 9 1 3 5 4 Herjólfur í slipp Þegar áætlunarsiglingum lýkur þann 13. september fer Herjólfur í slipp á Akureyri til viðhalds og skoðunar. Áætlað er að Herjólfur sigli að nýju samkvæmt áætlun frá Þorlákshöfn á hádegi föstudaginn 18. september. Á meðan siglir Baldur samkvæmt eftirfarandi áætlun milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Frá Vestmannaeyjum kl. 8:00 og 16:00. Frá Þorlákshöfn kl. 12:00 og 19:30. Ath. veðurskilyrði hafa meiri áhrif á Baldur og því gætu orðið einhverjar tafir. PÓLLAND, AP Leiðtogar margra Evr- ópuríkja komu saman í Póllandi í gær á litlum skaga við Gdansk sem þýskt herskip gerði árás á fyrir réttum sjötíu árum. Þessi árás markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Þau Angela Merkel Þýskalands- kanslari, Vladimír Pútín, forsætis- ráðherra Rússlands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, lofuðu því, ásamt öðrum leiðtogum sem mættir voru, að gleyma aldrei þeim lærdómi sem draga mætti af styrjöldinni miklu. Þrátt fyrir það gátu sumir þeirra ekki komið sér saman um aðdraganda og orsakir stríðsins. Pólverjar vilja að Rússar viður- kenni sinn hlut í upphafi hildar- leiksins, en Rússar reyndu aftur á móti að gera sem minnst úr samn- ingi Hitlers og Stalíns. Þjóðverjar láta þó þessar deilur sem vind um eyrun þjóta og viðurkenna fúsir eigin ábyrgð. „Þing okkar hefur fordæmt samning Molotovs og Ribben- trops,“ sagði Vladimír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, „og við gerum rétt í því að búast við því að önnur ríki sem gerðu samninga við nasista geri slíkt hið sama.“ Utanríkisráðherrar Sovét- ríkjanna og Þýskalands, þeir Vjatseslav Molotov og Joachim von Ribbentrop, undirrituðu 23. ágúst 1939 samning um að hvor- ugt ríkið myndi ráðast á hitt. Rúm- lega viku síðar réðust Þjóðverjar á Pólland, og um miðjan september réðust síðan Sovétmenn einnig inn í Pólland samkvæmt leynilegum ákvæðum samningsins. Pútín benti á að Pólverjar hefðu á svipuðum tíma gert samning við nasista um að hvorugt landið myndi ráðast á hitt. Lech Kaczynski, for- seti Póllands, sagði hins vegar út í hött að bera þann samning saman við samning Molotovs og Ribbentrops, enda hefði Pólland gert sambærilegan samning við Sovétríkin. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari sá hins vegar enga ástæðu til að efast um hlut Þýskalands og sagði að Þjóðverjar myndu aldrei gleyma orsökum og afleiðingum í sambandi við upphaf stríðsins. „Þjóðverjar hófu seinni heims- styrjöldina. Við færðum heiminum ómældar þjáningar,“ sagði hún. gudsteinn@frettabladid.is Sjötíu ár frá stríðsbyrjun Leiðtogar Evrópuríkja gátu ekki alveg gleymt deilu- málum sínum þegar þeir komu saman í Póllandi til að minnast upphafs seinni heimsstyrjaldarinnar. ÞAR SEM SEINNA STRÍÐIÐ HÓFST Minningarathöfn var haldin í gær á Westerplatte- skaga við Gdansk í Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Átta umsækjendur eru um embætti prests í Hafnarfjarðar- prestakalli. Frestur til að sækja um embættið rann út 27. ágúst. Skipað verður í embættið frá og með 1.október. Sjö af umsækj- endunum átta eru konur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu. Umsækjendur eru: séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, cand. theol., Arndís B. Bernharðs dóttir Linn, séra Ása Björk Ólafsdóttir, cand. theol., Bryndís Valbjarnar- dóttir, séra Guðbjörg Jóhannes- dóttir, cand. theol., Haraldur Örn Gunnarsson, séra Yrsa Þórðardóttir og séra Þórhildur Ólafs. Biskup Íslands skipar í emb- ættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. - kh Kjalarnesprófastsdæmi: Sjö konur meðal umsækjenda BANDARÍKIN, AP Meira en fimm- tíu hús urðu í gær skógareldunum í Kaliforníu að bráð. Eldarnir hafa stækkað og nú er búist við að þeir geisi vikum saman. Meira en tólf þúsund heimili eru í hættu og þúsundir manna hafa flúið að heiman. Sumir hafa þó þráast við og látið ráðleggingar stjórnvalda sem vind um eyru þjóta. Óvíst var hvaða áhrif þrumuveður, sem einhverjar líkur voru til að skylli á í gær, myndi hafa á eldana. Hvassviðri sem fylgdi því gæti nært eldana, en til þessa hefur lognið á þessum slóðum verið frekar hag- stætt fyrir slökkvistarfið. Stærstu eldarnir eru rétt fyrir utan borgina Los Angeles, aðeins rúmlega tuttugu kílómetra frá mið- borginni. Gríðarleg eyðilegging mætti íbúum í hverfinu Tujunga Canyon, þar sem eldarnir skildu eftir sig brunarústir einar. - gb Skógareldarnir æða áfram í Kaliforníu: Tugir heimila urðu eldinum að bráð REYKHAFIÐ GNÆFIR VIÐ HIMIN Skýja- kljúfarnir í Los Angeles virðast ekki stórir í samanburði við reykinn frá eldunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJARSKIPTI Danice, sæstrengur sem tengir saman Ísland og Evrópu, var tekin í notkun í gær. Sæstrengurinn liggur á milli Íslands og Danmerkur. Vodafone er fyrsti notandi Dan- ice en með komu hans hefur Vodafone tryggt sér fjórar mis- munandi gagnatengingar við umheiminn, að því er segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. Hinir eru Farice-1, Cantat-3 og Green- land Connect. Lagning Danice-sæstrengsins hófst í ágúst 2008. Strengurinn er í eigu Eignarhaldsfélagsins Farice ehf, sem einnig á áttatíu prósent í Farice-1 sæstrengnum. Gagnatenging við Ísland: Opnað á Dan- ice-sæstrenginn VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.