Fréttablaðið - 02.09.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 02.09.2009, Síða 12
12 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild Ríkis lögreglustjóra rannsakar styrkveitingar fyrirtækja í opin- berri eigu til stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar 2007. Helgi Magnús Gunnarsson sak- sóknari staðfestir þetta, en vill ekki ræða rannsóknina frekar. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka er flokkum óheimilt að taka við styrkjum frá opinberum aðilum. Rannsóknin snýst því um hugsanlegt lögbrot flokkanna, en ekki fyrirtækjanna. Ríkisendurskoðun birti í mars útdrætti úr ársreikningum flokk- anna fyrir árið 2007. Þar kom fram að fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins, Neyðar- línan, Íslands- póstur og Orku- bú Vestfjarða, hefðu styrkt fjóra stjórn- málaflokka. Neyðarlínan veitti Sjálfstæðis- flokknum hámarksstyrkveitingu, þrjú hundruð þúsund krónur, en styrkti ekki aðra flokka. Sjálfstæðis- flokkurinn skilaði síðar styrknum og framkvæmdastjóri flokksins, Andri Óttarsson, harmaði mistök- in. Þórhallur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, var áður aðstoðarmaður Þorsteins Páls- sonar, sem þá var ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og síðar rit- stjóri Fréttablaðsins. Þá upplýsti Ríkisendurskoðun einnig að Íslandspóstur hefði styrkt Framsókn, Samfylkingu, Sjálfstæðis flokk og VG um 150.000 krónur hvern flokk. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, var áður bæjarstjóri í Garðabæ og formaður Samtaka atvinnulífsins. Flokkarnir lýstu því allir yfir í kjölfarið að þeir ætluðu að endur- greiða Íslandspósti. Orkubú Vestfjarða styrkti Sjálf- stæðisflokkinn um 40.000 krónur fyrir kosningarnar en ekki aðra flokka. Kristján Haraldsson er orkubússtjóri Orkubús Vest- fjarða. Sá sem brýtur lög um fjármál stjórnmálasamtaka, hvort sem er af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, skal sæta fésektum. Alvarleg brot geta þó varðað allt að sex ára fang- elsi. Framkvæmdastjórar flokk- anna eru líklegastir til að þurfa að svara fyrir móttöku styrkjanna. klemens@frettabladid.is Efnahagsbrotadeild skoðar styrki til stjórnmálaflokka Efnahagsbrotadeild rannsakar nú styrkveitingar opinberra fyrirtækja til stjórnmálaflokka fyrir alþingis- kosningar 2007. Fjórir flokkar kunna að hafa brotið lög. Kjörnir fulltrúar buðu upp á grunsemdir. HELGI MAGNÚS GUNNARSSON Finnbogi Vikar, fyrrum hluthafi í FL Group og frambjóðandi VG í sveitar stjórnarkosningum, óskaði eftir lögreglurann- sókn á styrkveitingunni 9. apríl. Kæran þótti ekki full- nægjandi til rannsóknar en í henni vakti Finnbogi athygli Ríkislögreglustjóra á því að Guðlaugur Þór Þórðarson, þing maður Sjálfstæðisflokksins, hefði haft milligöngu um styrkina og að skömmu eftir styrkveitinguna hefði „farið af stað ferli sem kennt er við REI“. Guðlaugur Þór kom að stofnun REI, sem meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar ætlaði í fyrstu að selja til Geysis Green Energy. - kóþ KÆRA FINNBOGA FINNBOGI VIKAR GUÐMUNDSSON Samkvæmt heimildum blaðsins átti einnig að taka í rannsókn efnahags- brotadeildar önnur fríðindi sem kjörnir fulltrúar almennings nutu frá aðstandendum orkufyrirtækja, sérstaklega laxveiðiferð Hauks Leóssonar, stjórnarformanns OR, í ágúst 2007. Björn Ingi Hrafnsson, Guðlaugur Þór og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson veiddu þá í Miðfjarðará, ásamt Stefáni Hilmarssyni, fjármálastjóra Baugs. Baugur, sem tengist jafnframt FL Group, var með ána á leigu og hafði boðið Hauki að veiða. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar, segir um þetta: „Það er mjög óheppilegt að kjörnir fulltrúar bjóði upp á svona grunsemdir um störf sín, þó að í þessu tilfelli hafi ekki þótt næg ástæða af hendi Ríkissaksóknara til að hefja rannsókn sakamáls.“ - kóþ VILDI SKOÐA LAXVEIÐINA LÍKA Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsak- ar, staðfesti Tryggvi Gunnarsson nefndarmaður í samtali við Frétta- blaðið þann 11. apríl. Nefndin hefur óskað eftir upplýsingum frá bönkunum um hugsanlegar fyrirgreiðslur til stjórn- málamanna. Athugunin beinist ekki að hugsanlegum viðskiptum eignar- haldsfélaga, svo sem FL-Group, við stjórnmálamenn. Viðfangsefni nefndarinnar eru bankarnir en ekki almenn fyrirtæki. Engar upplýsingar fengust í gær um framgang rannsóknarinnar. - kóþ RANNSÓKNAR- NEFND SKOÐAR BANKANA Ríkissaksóknari ákvað í vor að taka ekki til formlegrar athugunar þrjátíu millj- óna króna styrk FL Group til Sjálfstæðis- flokksins fyrir kosningarnar 2007, né rann- saka aðrar fyrirgreiðslur til háttsettra sjálfstæðis manna í ljósi fyrirhugaðrar sölu REI til Geysis Green, sem var að hluta í eigu FL Group. Samkvæmt heimildum blaðsins þótti efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra ástæða til að vekja athygli Ríkissak- sóknara á þessum hugsanlegu lög- brotum. Einnig vildi deildin, í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar, skoða hvernig styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins kynnu að hafa tengst Landsvirkjun Power, félagi Landsvirkjunar og Landsbanka. Bankinn styrkti flokkinn um alls þrjátíu milljónir króna. Deildin óskaði eftir afstöðu ríkissaksókn- ara til þessa, vegna tengsla fyrirtækjanna við orkufyrirtæki í eigu almennings. Ríkissaksóknari taldi að ekki væru nægi- legar vísbendingar til formlegrar rannsókn- ar á þessum málum. Þurft hefði að sýna fram á að styrkir og fyrirgreiðslur hefðu verið veittar til að hafa áhrif á afgreiðslu stjórnvalds í málum tengdum fyrir- tækjunum. Erfitt væri að sanna það. - kóþ Vildi skoða risastyrki FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Þing- maður Sjálfstæðisflokks viðurkenndi að hafa „haft milligöngu“ um styrkina. GENF, AP Auðugustu ríki heims þyrftu að afhenda fátækari hluta heimsins sextíu þúsund milljarða króna árlega til þess að fátæku ríkin gætu brugðist við loftslags- breytingum. Þetta segir Richard Kozul- Wright, sem hefur tekið saman 207 blaðsíðna skýrslu fyrir Sam- einuðu þjóðirnar um málið. Skýrsl- an var kynnt í Genf í gær, þar sem nú stendur yfir ráðstefna um við- brögð við hlýnun jarðar. Ef þróunarríki halda einfaldlega áfram á sömu braut og iðnríkin hafa farið, þá mun það hafa skelfi- leg áhrif á loftslag jarðar, segir í skýrslunni. Á hinn bóginn er hægt að hjálpa þeim með fjármagn til þess að þau skipti yfir í hreina orkugjafa sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. „Það er ekki hægt að láta þróunarlöndin ein um þetta,“ segir Kozul-Wright. Upphæðin, sem hann telur nauðsynlega, nemur um það bil einu prósenti af heildar- framleiðslu jarðarbúa árlega. Þetta myndi gera fátækari löndum kleift að njóta hagvaxtar án þess að spilla andrúmsloftinu. Aðrir fræðimenn hafa sagt ámóta upphæðir nauðsynlegar, en ekki fyrr en eftir mörg ár. Kozul- Wright segir hins vegar nauðsyn- legt að byrja strax á allra næstu árum að útvega þetta fé. - gb Þróunarríki þurfa mikla fjárhagsaðstoð til að bregðast við loftslagsbreytingum: Sextíu þúsund milljarðar á ári SAMGÖNGUR Bæjarráð Vestur- byggðar lýsir óánægju með að ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs falli niður dagana 6. til 22. september. Sæferðir, sem gera út Baldur, hafa leigt skipið út til að leysa af Vestmannaeyjaferjuna Herj- ólf sem fer í slipp umrædda daga. Þótt Baldur verði ekki í ferðum ætla Sæferðir að þjón- usta Breiðafjarðarsvæðið með farþegaferjunni Særúnu. Það skip tekur hins vegar ekki bíla og getur ekki annað þungaflutning- um eins og Baldur. Fram kemur á heimasíðu Sæferða að kostnað- ur við að leigja ferju í stað Herj- ólfs frá útlöndum væri margfald- ur miðað við að láta Baldur leysa hann af. - gar Bílaferjuleysi á Breiðafirði: Skert þjónusta í hálfan mánuð BALDUR Breiðafjarðarferjan siglir til Vestmannaeyja í afleysingum í hálfan mánuð. VIÐSKIPTI Tap Rarik á fyrstu sex mánuðum ársins nam 164 milljón- um króna. Rekstrarhagnaður varð, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, upp á 1.166 milljónir króna eða 28,1 prósent af veltu tímabils- ins, samanborið við 782 milljón- ir árið áður. Hreint veltufé frá rekstri var 1.169 milljónir króna. Rekstrartekjur hækkuðu um rúm 13,7 prósent frá fyrra ári, en rekstrargjöld með afskriftum um rúmlega 6,6 prósent og var regluleg starfsemi fyrirtækisins í samræmi við áætlanir. Afskriftir hækka milli tímabila um 102 millj- ónir kr. vegna endurmats eigna í lok árs 2008. - kh Sex mánaða uppgjör Rarik: Tap Rarik nam 164 milljónum GENGIÐ FRAMHJÁ GADDAFÍ Líbíu- menn héldu í gær upp á fjörutíu ára afmæli stjórnarbyltingar Moammars Gaddafí, sem enn er við völd þar í landi. NORDICPHOTOS/AFP Deilt um Dyrhólaey Eigendur jarðanna Vatnsskarðshóla og Garðakots eru ósáttir við að hafa ekki verið boðnir til fundar eigenda Dyrhólaeyjar í júní. Sveitarstjórn Mýr- dalshrepps segir ekkert athugavert við fundarboðið enda eigi Vatnsskarðs- hólar og Garðakot ekkert í Dyrhólaey, sem sé í óskiptri sameign Eystri-Dyr- hóla, Norðurgarðs og Loftssala/Dyr- hólahjáleigu. MÝRDALSHREPPUR Baðströnd á Héraði Ferðamálasjóður hefur veitt fjögurra milljóna króna styrk til að koma upp baðströnd við Urriðavatn skammt frá Egilsstöðum. Framkvæmdir eru þegar hafnar og heimamenn í Fljótsdalshér- aði vonast til að hægt verði að nota aðstöðuna næsta sumar. FERÐAMÁL VESTURBAKKINN, AP Ísraelskur her- maður skaut palestínskan ungl- ing til bana á Vesturbakkanum á mánudagskvöld. Að sögn palestínskra lögreglu- yfirvalda var hinn fjórtán ára gamli Mohammed Nayef að kasta steinum í ísraelska hermenn þegar þeir skutu hann. Ísra- elski herinn segir hins vegar að Nayef hafi verið í hópi manna sem köstuðu sprengjum að varð- stöð í nágrenni við gyðingahverfi á svæðinu. Hermennirnir hafi því hafið skothríð og hæft dreng- inn. Hann var fluttur á spítala á mánudagskvöld og lést þar af sárum sínum. - þeb Palestínskur unglingur: Fjórtán ára skotinn til bana RÁÐSTEFNUGESTIR Í GENF Um 1.500 manns sitja nú á fundum í Genf til að ræða loftslagsmál. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.