Fréttablaðið - 02.09.2009, Page 14
14 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Betur lagt haus í bleyti
„Eins og ég hugsaði þetta átti
þetta bara að vera blossi og
svo búið.“
RÍKHARÐUR JÚLÍUS RÍKHARÐSSON,
DÆMDUR Á MÁNUDAG FYRIR AÐ
KVEIKJA Í HÚSI Á KLEPPSVEGI.
Fréttablaðið, 1. september
Nýtt landslag
„Áður fyrr skipti varla máli
hvað hlutirnir kostuðu en nú
sjáum við að ódýrari hlutir
ganga betur en áður.“
VÍÐIR PÉTURSSON, FRAMKVÆMDA-
STJÓRI HÚSASMIÐJUNNAR, UM
STÖÐUNA Á BYGGINGAVÖRU-
MARKAÐI.
Fréttablaðið, 1. september
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
FERSKT & ÞÆGILEGT
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
„Við hjá Rauða krossi Íslands erum að
kynna rannsókn um umfang og eðli
mansals á Íslandi,“ segir Sólveig Ólafs-
dóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, og
bætir við að rannsóknin sé sú fyrsta sinnar
tegundar hér á landi. „Rannsóknin er unnin
af Rannsóknarstofu í kvenna- og kynja-
fræðum í Háskóla Íslands en fyrir tilstilli
Rauða krossins.“ Rannsóknin verður kynnt í
hádeginu á Háskólatorgi.
Sólveig segir að í starfi Rauða krossins
á Íslandi hafi starfsfólkið rekið sig á veggi í
þessum málum, því litlar upplýsingar hafi
verið hægt að fá. „Fólksflutningar milli landa
eru eitt helsta viðfangsefni Rauða krossins,
sérstaklega í Evrópu, og í okkar samstarfi
um hvernig best sé hægt að aðstoða hópa
sem lenda á jaðri samfélagsins höfum við
rekið okkur á veggi.“ Hún segir að þess
vegna hafi verið sett fram áheit árið 2007
um að rannsókn á umfangi mansals hæfist
hér á landi. „Það má segja að samstarfs-
félög okkar í Evrópu hafi haft rökstuddan
grun um að meira væri í gangi en að
Ísland væri bara gegnumstreymisland þar
sem fólk dveldi í stuttan tíma, jafnvel
færi bara um flugvöllinn.“
Að sögn Sólveigar stendur til að nota
niðurstöður rannsóknarinnar til að
bæta vernd og þjónustu fyrir fórnarlömb
mansals, bæði hjá Rauða krossinum
og öðrum félagasamtökum sem starfa
að svipuðum málum. „Ástæðan fyrir
fáum málum hér er ekki að við
séum svo ólík öðrum löndum.
Fórnar lömbin koma bara
síður því það eru engin
úrræði fyrir þau.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR SVIÐSSTJÓRI RAUÐA KROSSINS
Kynnir fyrstu skýrsluna um mansal
Víðs vegar um landið má
finna yfirgefin hús af ýms-
um stærðum og gerðum.
Stefán Karlsson, ljósmynd-
ari Fréttablaðsins, myndaði
nokkur slík á ferð sinni
um Austfirði fyrir nokkru.
Meðal fjarðanna eru
Loð mundarfjörður, Seyðis-
fjörður og Hornafjörður.
Loðmundarfjörður er á milli
Seyðis fjarðar og Borgarfjarðar
eystri og er einn afskekktasti
fjörður landsins. Í upphafi tuttug-
ustu aldarinnar voru þar tíu bæir,
en á sjöunda áratug aldarinnar
höfðu þeir allir lagst í eyði.
Sunnan við Loðmundarfjörð er
Seyðisfjörður, þar sem um 700
manns búa í samnefndum bæ.
Fjörðurinn var áður fyrr lítið
bændasamfélag, en bóndabæirnir
hafa lagst í eyði. Í Hornafirði er
einnig að finna þétta byggð, en á
Höfn búa um 1.600 manns. Höfn
var verslunarstaður og lengi vel
eini þéttbýlisstaðurinn í Austur-
Skaftafellssýslu. Gömul býli sem
lagst hafa í eyði á undanförnum
árum er að finna annars staðar í
firðinum.
Eyðibýli á Austfjörðum
SEYÐISFJÖRÐUR Þessar rústir í Seyðisfirði virðast hafa samlag-
ast náttúrunni ótrúlega vel.
SEYÐISFJÖRÐUR Þetta fyrrum myndarlega hús stendur enn við
Seyðisfjörð.
LOÐMUNDARFJÖRÐUR Loðmundarfjörður er allur í eyði og hefur verið það frá því á
sjöunda áratug síðustu aldar.
HORNAFJÖRÐUR Þetta stóra eyðibýli stendur í Hornafirði. Ýmislegt lauslegt er að finna við húsið, en það virðist ekki trufla hesta á
beit mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN