Fréttablaðið - 02.09.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 02.09.2009, Síða 20
 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR2 „Það var brjálað veður og mikið í ánum, þannig að gönguleiðirnar voru ófærar á tveimur leiðum og við þurftum að breyta áætluninni. Samt var þetta skemmtileg ferð,“ segir Berglind hvergi bangin. „Svo lentum við í að bjarga ferða- mönnum, alveg óvart. Þeir voru mjög heppnir að við vorum þarna,“ heldur hún áfram og lýsir svo leið- inni. „Við byrjuðum á að keyra í skál- ann við Sveinstind. Komum seint um kvöld, eitthvað um ellefuleytið. Pabbi, bróðir minn og ég sváfum í tjaldi. Löbbuðum næsta dag í Skælinga og óðum eina á á leið- inni. Þar tjölduðum við líka. Dag- inn eftir gengum við um Eldgjá í vondu veðri og gistum í skálanum í Álftavatnskrók en fórum þaðan í Hólaskjól því allt annað var ófært. Þar vorum við fjórðu nóttina. Svo vorum við keyrð áleiðis í Hvann- gil. Þar tók Ragna Sif, dóttir for- manns hjálparsveitarinnar, á móti okkur. Hún var þar skálavörður og fór með okkur í gönguferð að á sem venjulega er hrein og tær en var kolmórauð og illileg þegar við komum að henni. Við gengum frá Hvanngili í skálann í Emstrum, köstuðum aðeins mæðinni og löbbuðum svo af stað en vorum tekin upp í bíla og keyrð að Breiða- bólsstað í Fljótshlíð. Þar var svaka veisla, fínn matur og góð kaka og við krakkarnir fórum í fótbolta á eftir. Þetta var allt mjög gaman.“ Yfir áttatíu manns voru í göngu- ferðinni þegar flest var, að sögn Berglindar, en er hún gengin liðs við hjálparsveitina? „Ég er fjórtán ára og gæti í fyrsta lagi tekið próf eftir tvö ár þegar ég verð sextán en pabbi er í sveitinni og því fékk ég að fara með. Þetta var fyrsta ferðin mín og mér fannst hún góð upplifun. Þarna var skemmtilegt fólk, ég sá margt sem ég hafði ekki séð áður og vissi ekki að væri til. Ég veit um fullt af fólki sem fer ekki út fyrir bæjarmörkin þannig að mér fannst ég rosalega heppin.“ gun@frettabladid.is Öslað um óbyggðirnar Berglind Grímsdóttir fór fyrir skemmstu í sína fyrstu fjallaferð með Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Hópur- inn hreppti úrhellisrigningu og vindhraða upp í tuttugu metra á sekúndu. Henni fannst samt gaman. Já, það rigndi.Í Eldgjá rýna menn í GPS-punktana og ráða ráðum sínum í þokunni. Oddgeir Sæmundsson kannar Syðri-Ófæru við Álftakróka og kemst fljótt að því að hún er bráðófær. Þá var eina færa leiðin í Hólaskjól. Hópurinn í Botnum á Fjallabaksleið syðri. Hvanngil og Fögrufjöll. „Ég hugsaði um hvað margir krakkar væru að missa af þessu,“ segir Berglind, sem var í alvöru gönguferð á hálendinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FARFUGLAHEIMILI eru 33 víðs vegar um landið. Farfuglar eru aðilar að stærstu gistihúsa- keðju í heimi, Hostelling International. www. hostel.is ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir MATUR MATUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.