Fréttablaðið - 02.09.2009, Page 32

Fréttablaðið - 02.09.2009, Page 32
20 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR J. R. R. TOLKIEN LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1973. „Huglaus er sá sem kveður þegar vegurinn myrkvast.“ Tolkien var breskur rithöf- undur og fræðimaður. Hann er þekktastur fyrir skáld- sögur sínar Hringadróttins- sögu og Hobbitann. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og sonur, Ágúst Björn Hinriksson til heimilis að Norðurvangi 34 Hafnarfirði, sem lést þann 17. ágúst, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju föstudaginn 4. september kl. 13.00. Margrét Hildur Steingrímsdóttir Örn Ingi Ágústsson Hildur Ársælsdóttir Hinrik Þór Ágústsson Hulda Magnúsdóttir Íris Tinna Margrétardóttir Þorsteinn Bjarni Viðarsson Hinrik V. Jónsson Hulda Magnúsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, Margrét Þorsteinsdóttir Sunnuvegi 11, lést laugardaginn 29. ágúst á Hrafnistu Hafnarfirði. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 7. september klukkan 13.00. Björn Ingvarsson Þorsteinn Björnsson Anna Heiðdal Björn Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, Jón Þorsteins Hjaltason (Glói) lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 29. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Steindórsdóttir Steindór Jónsson Anna Þórný Jónsdóttir Helgi Vigfús Jónsson Ingibjörg Jónasdóttir Lára Magnea Jónsdóttir Ólafur Guðmundsson afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Vilhjálmsdóttir Dvalarheimilinu Kjarnalundi, áður Víðivöllum 4, Akureyri, sem lést 25. ágúst sl., verður jarðsungin frá Höfðakapellu föstudaginn 4. september kl. 13.30. Vilhjálmur Ingi Árnason Tryggvi Árnason Björg S. Skarphéðinsdóttir Ingibjörg Bryndís Árnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Anna Magnúsdóttir Ferjubakka 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 24. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á HjartaHeill eða önnur líknarfélög. Hafliði Pétursson Arnar Hauksson Vilhelmína Hauksdóttir Þór Ragnarsson Tómas Reynir Hauksson Silja Ketonen Haukur Baldvinsson ömmubörn og langömmubarn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar, föður, stjúpföður og afa, Harðar Barðdal Brúnastöðum 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum v/Hringbraut 4. ágúst sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameins- deildar 11E fyrir frábæra umönnun. Sesselja E. Guðnadóttir Barðdal Jóhanna I. Barðdal Sesselja E. Barðdal Bergþóra Fanney Barðdal Þórður V. Oddsson Marta E. Guðmundsdóttir og barnabörn. MOSAIK timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Samtal um dauðann heitir erindi sem Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur held- ur við Háskólann í Reykjavík í hádeg- inu á morgun. Þar leggur hann út frá hliðarrannsókn sem varð til í sambandi við rannsóknarverkefni um ekkla á Ís- landi sem hann hefur unnið að síðast- liðin ár. „Ég legg út frá viðtölum mínum við sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma annars vegar og við starfsfólk sem annaðist þá hins vegar en með við- tölunum var ég að skoða hvaða þetta fólk var að takast á við,“ segir Bragi, sem hefur starfað sem sjúkrahúsprest- ur á Landspítalanum í yfir tuttugu ár og meðal annars sinnt krabbameins- sjúkum og eftirfylgd við syrgjendur. Af viðtölum við sjúklinga að dæma segir Bragi mikinn mun á því hvernig kynin takast á við það að standa frammi fyrir dauðanum. „Konur sýna áberandi meira frumkvæði til að fara inn í umræðuna um dauðann en karl- menn þurfa meiri hvatningu. Þegar til þess kemur eru þeir þó ekki fráhverfir umræðunni en þeir virðast síður vita hvernig þeir eigi að opna hana,“ upp- lýsir Bragi. Hann segir einnig ljóst að fólk sé að takast á við mjög ólíka hluti. „Þeir geta verið tilvistarlegs eðlis en auk þess hafa margir miklar áhyggj- ur af fjölskyldunni. Sumir láta síðan í ljós ótta við kviksetningu en komi slíkt fyrir er það sett í ákveðinn farveg og farið yfir málið þannig að ekki þurfi að óttast.“ Þá segir Bragi suma hrædda en aðra hlakka til, en hið síðarnefnda á sérstaklega við um þá sem upplifa miklar þjáningar. Hvað starfsfólk sem vinnur með deyjandi sjúklingum varðar er allur gangur á því hvort það sé búið að gera upp við sig sinn eigin dauða og segir Bragi það hafa komið sér á óvart að það að annast deyjandi sjúklinga getur tengst sterkum faglegum þáttum sem fólk er að skerpa hjá sjálfu sér. En setur það mark sitt á fólk að annast deyjandi? „Já, það er ákveðin áminn- ing um að það sama bíði okkar allra og forgangsröðun í lífi fólks getur orðið fyrir áhrifum.“ Í erindinu á morgun veltir Bragi upp þeirri spurningu hvort líknandi meðferð feli í sér samtal um dauðann. „Cecily Saunders, einn helsti frum- kvöðull líknandi meðferðar, lagði upp með mikilvægi þess að vera með sjúk- lingum sem væru að takast á við eigin yfirvofandi dauða og veita þeim sam- tal,“ en að sögn Braga benda nýlegar rannsóknir til þess að þetta geri sig ekki nægilega vel þar sem starfsfólk- ið höndli ekki alltaf þær byrðar. „Það þyrfti því að byggja inn í þjónustuna meiri bakstuðning við starfsfólk en ég hugsa að út úr þessari vinnu komi fræðsluefni,“ segir Bragi. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, fer fram í stofu K-5 og hefst klukkan 11.45. vera@frettabladid.is BRAGI SKÚLASON: FLYTUR ERINDIÐ SAMTAL UM DAUÐANN Mikill munur á milli kynja Þennan dag árið 1845 hófst Heklu- gos og stóð það fram á vor árið 1846. Þá voru 77 ár frá síðasta gosi en 102 ár liðu að því næsta. Hekla er eitt virkasta eldfjall Ís- lands og hefur hún gosið nítján sinnum á sögulegum tíma, fyrst 1104 og síðast árið 2000 en þá var hægt að spá fyrir um gosið fimm- tán mínútum áður en það hófst. Eldfjallið, sem er í Rangárvalla- sýslu, er fremur ungt og er megin- hluti þess talinn vera yngri en 7.000 ára. Það stendur á fremur þykkri jarðskorpu þar sem Suður- landsbrotabeltið og Suðurlands- gosbeltið mætast. Þarna er því mikil virkni í jarðskorpunni en spenna er hlaðin í brotbeltinu og undir gosbeltinu liggja kvikuhólf og -þrær. Fjallið er frábrugðið öðrum ís- lenskum eldfjöllum að því leyti að kvikuhólf þess er mun dýpra en í öðrum fjöllum, eða á um ellefu kílómetra dýpi í jarðskorpunni. ÞETTA GERÐIST 2. SEPTEMBER ÁRIÐ 1845 Gos hefst í Heklu SJÚKRAHÚSPRESTUR Í TVO ÁRATUGI Bragi segir mikilvægt að fólk eigi kost á því að eiga samtal um dauðann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.