Fréttablaðið - 02.09.2009, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 2. september 2009
„Ég er að fara að gera margt í
ár, en það er fátt sem ég hlakka
meira til en að vera viðstadd-
ur þetta festival,“ segir Þorleif-
ur Örn Arnarsson um Rómeó og
Júlíu á þremur sviðum, litla hátíð
Borgarleikhússins í maí. Uppsetn-
ing St. Gallen og Þorleifs á verkinu
fer þá á svið samhliða metaðsókn-
arsýningu Vesturports og marg-
verðlaunaðri uppsetningu Oskar-
as Korsunovas.
„Í þessum stærri löndum eins og
Þýskalandi, þar sem ég er að vinna
aðallega, er maður vanur því að sjá
margar uppsetningar á sama verk-
inu. Heima erum við með svo fá
leikhús og verk eru leikin með svo
löngu millibili að það er ekki hægt
að bera sýningarnar að neinu leyti
saman. Að vera með svona festival
held ég að geti gefið íslenskri leik-
húsmenningu ofboðslega mikið.
Áherslan færist á sýn listamann-
anna á samfélagið í gegnum verk-
in frekar en verkin sjálf.“
Þorleifur leikstýrir Eilífri óham-
ingju sem á að frumsýna á Litla
sviðinu í mars. „Ég var í miklum
samræðum við þá í Borgarleikhús-
inu út af Eilífri óhamingju á svip-
uðum tíma og ég var að setja þetta
upp. Þá kviknaði þessi hugmynd
hjá þeim, af því að Oskaras er að
koma að leikstýra hjá þeim líka.“
Frábærar viðtökur á uppsetningu
Þorleifs spilltu án efa ekki fyrir
vali Borgarleikhússins.
Í sýningunni keyrir hann að
eigin sögn upp erótík og léttleika
til að „tragedían geti fært áhorf-
andanum ástina“. Eru persónur
dregnar skýrum dráttum sem og
samböndin þeirra á milli á annars
auðu sviði.
Hjá Litháíska Borgarleikhús-
hópnum eru Rómeó og Júlía hins
vegar af bakaraættum og verða
stóru orðin magnþrungin undir
stórbrotinni umgjörð og yfir átök-
um um deig, flórsykur og hveiti.
Sýningu Vesturports þekkja lands-
menn en þar blandar leikhópurinn
saman sirkus og leikhúsi við þýð-
ingu Hallgríms Helgasonar.
- kbs
Áherslan á hvern-
ig en ekki hvað
SLÓ Í GEGN Uppsetning Þorleifs á Rómeó og Júlíu í St. Gallen sló í gegn og kemur nú
til Íslands. MYND/FILIPPÍA