Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 18
18 10. september 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Innan tíðar fæst úr því skorið, hvað verður um efnahagsáætlun
ríkisstjórnarinnar og Seðlabank-
ans með fulltingi Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (AGS). Sjóðurinn er
engin boðflenna á Íslandi. Hann er
hér í boði stjórnvalda. Sumir vara
við sjóðnum og hampa þeirri gagn-
rýni, sem hann hefur sætt á fyrri
tíð, einkum vegna aðkomu hans
að nokkrum Asíulöndum 1997-98
og Argentínu 2002. Atlagan miss-
ir þó marks, því að efnahagsáætl-
un Íslands nú víkur í veigamiklum
atriðum frá fyrri áætlunum, sem
sjóðurinn hefur stutt annars stað-
ar. Fyrri gagnrýni á sjóðinn á því
ekki við nú um Ísland.
Einstrengingur?
Frávikin eru tvö. Í fyrra lagi hafa
stjórnvöld með samþykki sjóðsins
gripið til tímabundinna gjaldeyris-
hafta til að freista þess að aftra
enn frekara gengisfalli krónunn-
ar en orðið er. Af þessu má sjá, að
sjóðurinn aðhyllist ekki frjálsar
fjármagnshreyfingar út í æsar.
Hann virðir þá skoðun, að stjórn-
völd geta í neyð þurft að hefta
fjármagnsflutninga um tíma. Það
er því ekki rétt, að sjóðurinn og
starfsmenn hans trúi í blindni á
frjálsan markað. Einstrengingur
er ekki góð hagfræði.
Í síðara lagi ákváðu stjórnvöld
með samþykki sjóðsins að bíða í
eitt ár með brýnar aðgerðir í ríkis-
fjármálum, umbera mikinn halla
á ríkisbúskapnum í ár í kjölfar
hrunsins og hefjast síðan handa
um strangt aðhald á næsta ári. Af
þessu má sjá, að sjóðurinn tekur
mið af staðháttum. Hann reynir
ekki að steypa öll lönd í sama mót.
Bandaríski prófessorinn Joseph
Stiglitz, einn merkasti hagfræð-
ingur samtímans, er sömu skoð-
unar eins og hann lýsti um dag-
inn í sjónvarpsviðtali við Egil
Helgason blaðamann og einnig
á fjölmennum fundi í Háskóla
Íslands. Stiglitz hefur áður gagn-
rýnt sjóðinn harkalega fyrir ýmis-
legt, en hann telur, að sú gagnrýni
eigi ekki við um Ísland nú.
Land …
Aðkoma AGS að Íslandi var nauð-
synleg, þar eð íslenzk stjórnvöld
stóðu ráðþrota frammi fyrir hrun-
inu. Þau þurftu því á hjálp að utan
að halda, bæði ráðgjöf og lánsfé.
Efnahagsáætlun stjórnvalda, sem
hrundið var í framkvæmd í nóvem-
ber 2008 með hjálp AGS, er eftir
atvikum vænleg til árangurs, svo
langt sem hún nær. Það spillir þó
horfunum, að stjórnvöld hafa ekki
fylgt áætluninni til fulls. Þessar
tafir valda mestu um, að endur-
skoðun áætlunarinnar, sem átti
að fara fram í febrúar, hefur ekki
enn farið fram. Sjóðurinn sýndi
Íslandi þolinmæði með því að fall-
ast á frestun á gagngerri stefnu-
breytingu í ríkisfjármálum í eitt
ár, en stjórnvöld virðast hafa mis-
skilið frestinn. Þau virðast ekki
skynja nauðsyn þess að hafa hrað-
ar hendur til að aftra öðru hruni
og enn frekara gengisfalli. Í Asíu
sætir sjóðurinn nú ámæli fyrir að
sýna Íslandi linkind.
Efnahagsáætlun stjórnvalda
með stuðningi AGS tilgreinir
samstæðar lágmarksaðgerðir,
sem þarf til að koma efnahags-
lífinu á réttan kjöl. Stjórnvöld
þurfa að ráðast í margvíslegar
frekari umbætur á eigin spýtur.
Við höfum til dæmis ekki efni á
að halda áfram að íþyngja neyt-
endum og skattgreiðendum með
búvöruinnflutningsbanni, sem á
engan sinn líka í Evrópu. Sjóður-
inn skiptir sér ekki af landbúnaðar-
málum, en ríkisstjórnin ætti að
taka málið upp ótilkvödd og mörg
önnur mál af sama toga í stað þess
að halda áfram að draga lappirnar.
… og sjór, og orka
AGS gerði skyssu fyrir hrun.
Hann hefði í tæka tíð átt að taka
kröftuglega undir viðvaranir úr
ýmsum áttum um óhóflega skulda-
söfnun bankanna og ónógan gjald-
eyrisforða Seðlabankans, en gerði
það ekki fyrr en undir það síðasta,
þótt tiltækar hagtölur veittu ærið
tilefni til. Sjóðnum verður þó varla
legið á hálsi fyrir að hafa ekki
tekið tímanlega undir viðvaranir
annarra. Sjóðurinn hefur ekkert
boðvald á Íslandi. Ríkisstjórninni
er í sjálfsvald sett, hvort hún þigg-
ur aðstoð hans eða ekki. Hrunið
er afleiðing ábyrgðarlausrar
hagstjórnar, fíflagangs, græðgi,
hroka og spillingar langt aftur
í tímann, og sjóðurinn ber enga
ábyrgð á því. Hann hefur þvert á
móti reynt að þoka stjórnvöldum
í rétta átt með því til dæmis að
mæla með veiðigjaldi í stað ókeyp-
is kvóta úthlutunar, sem reyndist
vera mannréttindabrot samkvæmt
úrskurði mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna 2007. Mann-
réttindabrotin halda áfram í boði
ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttur eins og ekkert hafi í skorizt.
Joseph Stiglitz mælti gegn ókeypis
úthlutun aflakvóta á fundinum í
Háskólanum um daginn eins og
hann hefur gert í fyrri heimsókn-
um til Íslands. Hann varar ein-
dregið við sams konar meðferð á
öðrum auðlindum þjóðarinnar, því
þær eru einnig þjóðareign.
Hvað næst?
Í DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
Ísland og AGS
UMRÆÐAN
Sigrún Elsa Smáradóttir og
Þorleifur Gunnlaugsson skrifa
um orkumál
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á
stjórnarfundi í síðustu viku sölu á
hlut OR í HS Orku. Vinnubrögðin
sem stjórnarmönnum minnihlutans
í stjórn OR var boðið uppá voru óásættanleg. Meiri-
hluti framsóknar- og sjálfstæðismanna hefur ekk-
ert lært síðan sömu flokkar sigldu samstarfi sínu í
strand fyrr á kjörtímabilinu með sams konar vinnu-
brögðum sem einnig sneru að einkavæðingu í orku-
geiranum.
Stjórnarmenn minnihlutans fengu engin gögn
með fundarboði, en á fundinum voru lagðir fram
tveir samningar. Annar um kaup á um 15% hlut
í HS Orku af Hafnafjarðarbæ og hinn um sölu á
32% hlut í HS Orku til Magma Energy Sweden.
Síðari samningurinn var sautján síður og honum
fylgdi bunki fylgigagna. Fulltrúar minnihlutans
lögðu fram tillögu á stjórnarfundinum þar sem
óskað var eftir sólarhrings fresti til að fara yfir
gögnin og ráðfæra sig við sér-
fræðinga. Samningurinn er lang-
ur og flókinn og nauðsynlegt að
gefa kjörnum fulltrúum kost á að
taka upplýsta ákvörðun eins og
þeim ber skylda til. Meirihluti
stjórnar felldi tillögu um frestun
en gerði klukkustundar fundar-
hlé sem er fráleitt nægur tími. Sú
afgreiðsla vekur spurningar um
það hvort einn klukkutími hafi
nægt stjórnar mönnum meirihlut-
ans til að kynna sér og samþykkja þennan hörm-
ungarsamning.
Ljóst er að samningurinn við Magma hlýtur að
hafa verið tilbúinn 10 dögum fyrir fundinn þegar
tilboð Magma rann út og ríkistjórnin bað um frest.
Sú staðreynd gerir það enn alvarlegra að stjórnar-
mönnum minnihlutans hafi ekki verið sendir samn-
ingarnir fyrir fund. Þessi vinnubrögð bera mjög
keim af þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru í
REI málinu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarleg-
ar athugasemdir við framgöngu og upplýsingagjöf
í REI-málinu. Þá eins og nú voru það sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn sem voru í meirihluta í
Reykjavík. Þeir virðast ekkert hafa lært.
Höfundar eru borgarfulltrúar og sitja í stjórn OR.
Óþolandi vinnubrögð meirihlutans
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
ÞORLEIFUR GUNN-
LAUGSSON
NÚNA!
SKIPTU
OSRAM SPARPER
UR
SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI
SPARAÐU með
OSRAM SPARPERUM.
ALLT AÐ
80 %
ORKU-
SPARNAÐ
UR
Jóhann Ólafsson & Co
Ábyrg hegðun 2009
Í DV í gær er fullyrt að Glitnir muni
afskrifa 800 milljóna króna lán til
Bjarna Ármannssonar vegna hluta-
fjárkaupa í norsku fasteignafélagi.
Blaðið hefur eftir Bjarna að hann telji
að það hefði verið óábyrg
meðferð á fé að borga
skuldina. „Bjarni gengur
þarna á undan með góðu
fordæmi,“ skrifaði Egill
Helgason á eyjan.is.
„Vissulega er óábyrgt
af tugþúsundum
Íslendinga að borga
– miðað við þann
algjöra forsendu-
brest sem orðið
hefur.“
DV sagði líka frá því í gær að
þræðirnir sem tengdu saman við-
skiptahagsmuni Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar og Pálma Haraldssonar væru
530 talsins en Jón Ásgeir og
Jóhannes í Bónus, faðir
hans, væru tengdir á
809 vegu.
Helgi og Icesave
Helgi Hóseasson fer ekki
oftar með skiltin sín
á horn Langholtsvegar
og Holtavegar og aldrei
fór hann á Facebook
– svo vitað sé. En nú
má spyrja hvort Helgi
hefði ef til vill haft
sigur í baráttu sinni
við Þjóðkirkjuna ef hann hefði setið
heima í tölvunni í stað þess að mála
sín mögnuðu skilti og standa með þau
úti á horni? Að minnsta kosti skortir
ekki stuðning við málstað og minningu
þessa sérstæða manns í netheimum.
Í gærmorgun voru um 20.000
manns búnir að skrá sig á Facebook
í hóp sem berst fyrir minnisvarða
um Helga Hóseasson við gatnamót
Langholtsvegar og Holta-
vegar. Vísir.is tók eftir því
að þetta er stærri hópur en
sá sem skoraði á forseta
Íslands að staðfesta
ekki lög frá Alþingi um
ríkisábyrgð á Icesave-
samningnum.
peturg@frettabladid.isÞ
egar fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gekk
á fund forseta hinn 10. maí síðastliðinn voru tíu ráð-
herrar í hópnum. Þegar núverandi ríkisstjórn kvaddi
forsetann síðar sama dag gengu tólf ráðherra út um
dyrnar á Bessastöðum.
Fór þar forgörðum gott tækifæri til að senda strax út skila-
boð um að sparnaður og ráðdeild yrðu aðalsmerki þessarar
ríkisstjórnar. Kostnaðurinn við tíu ráðherra er örugglega minni
en við tólf.
Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er einmitt
gert ráð fyrir fækkun ráðuneyta á kjörtímabilinu.
Í sáttmálanum er sérstakur kafli helgaður þessum fyrirhuguðu
stjórnkerfisumbótum. Þar kemur fram að ætlunin er að fækka
ráðuneytunum í áföngum. Við þá vinnu verður forgangsraðað
upp á nýtt þar sem þess er þörf og verkaskiptingu breytt til
að ná sem mestum samlegðaráhrifum, eins og þar er skrifað.
Verkstjóri þessara breytinga skal vera forsætis ráðherra.
Í sáttmálanum kemur kemur fram hvaða ráðuneyti stendur
til að sameina. Undir nýju innanríkisráðuneyti verða til dæmis
samgöngu-, dóms- og kirkjumál ásamt nýjum málaflokkum. Og
undir nýtt atvinnuvegaráðuneyti færast meðal annars málefni
landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar.
Við þessar breytingar fækkar ráðuneytum aðeins um tvö, úr
tólf í tíu. Það er örugglega svigrúm til að ganga lengra. Ekki
veitir af í þeim sparnaði sem er nauðsynlegur. Mennta- og
menningarmál eiga til dæmis vel heima inni í nýju innanríkis-
ráðuneyti.
Það eru mikil vonbrigði að forystumenn Samfylkingar og
Vinstri grænna skyldu ekki strax við fæðingu ríkisstjórnarinnar
taka ákveðin skref í átt að þeim breytingum sem eru boðaðar í
stjórnarsáttmálanum.
Þetta skiptir máli því á næstu vikum verða kynntar hugmynd-
ir um mesta niðurskurð ríkisútgjalda í sögu lýðveldisins. Þar
munu meðal annars koma fram ýmsar róttækar tillögur um
sameiningu ríkisstofnana með tilheyrandi fækkun stjórnenda
hjá ríkinu.
Ríkisstjórnin hefði getið gengið á undan með góðu fordæmi
strax í vor, en kaus að gera það ekki. Erfitt er að meta það þrek-
leysi á annan veg en að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafi
guggnað á því að taka þann slag við samherja sína að persónu-
legum metnaði þeirra yrði ekki svalað með ráðherrastól.
Úr þessu er hægt að bæta með því að fela tveimur ráðherrum
stjórn þeirra ráðuneyta sem á að sameina samkvæmt stjórnar-
sáttmálanum, í stað þeirra fjögurra sem sitja þar nú.
Til dundurs geta menn velt því fyrir sér hver tvö af Rögnu
Árnadóttur, Katrínu Júlíusdóttur, Jóni Bjarnasyni og Kristjáni
Möller það ættu að vera.
Nú, eða ef til vill ekkert þeirra.
Niðurskurðurinn fram undan:
Fordæmi og
fyrirmyndir
JÓN KALDAL SKRIFAR