Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 22
22 10. september 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Guðlaugur G. Sverrisson skrifar um Orkuveituna Mér þótti rétt að stinga niður penna í tilefni skrifa Sverris Jakobssonar hér í Fréttablaðið á þriðjudag, þar sem sala Orkuveitu Reykjavíkur á hlut í HS Orku er til umfjöllunar. Þar eru rangfærslur sem rétt er að svara. Sverrir segir söluna fara fram „nánast í skjóli nætur“. Hið rétta er að hún hefur verið í deiglunni í 1½ ár, eða frá því sam- keppnisyfirvöld settu skorður við eignarhaldi OR í HS Orku. Á þessum tíma hefur málið margoft verið rætt í fjölmiðlum og fimm sinnum fært til bókar í fundargerðum stjórnar OR, sem Sverri og öðrum eru aðgengilegar á netinu. Borgarstjórn Reykjavík- ur og þrjár sveitarstjórnir aðrar koma að afgreiðslu þess á opnum fundum sínum og fullyrðing Sverris því undarlegur öfugsnúningur á sannleikanum. Efni samningsins hefur legið fyrir hjá stjórnar- mönnum OR frá 14. ágúst. Þá var um þau fjallað á fundi stjórnar. Aftur var fjallað um kauptilboðið og efni væntanlegs samnings í stjórn OR 20. ágúst. Þá var ríkisvaldinu gefinn sérstakur frestur til að kynna sér efnisatriði væntanlegra viðskipta. Fullbúinn samningur lá fyrir og var afgreiddur á fundi stjórnar OR 31. ágúst með fyrirvara um sam- þykkt eigenda. Daginn eftir var hann birtur opin- berlega og ræddur í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þeim vettvangi verður hann aftur til umræðu og er þessa dagana einnig til umfjöllunar á Akranesi og í Borgar byggð. Engu er viðkemur samningnum er haldið leyndu fyrir eigendum OR. Það er ábyrgð OR gagnvart eigendum fyrirtæk- isins að fá sem best verð fyrir hlutinn þrátt fyrir þvingaða sölu. Opinberum aðilum hefur verið gefinn kostur á að kaupa hann í hinu opna og gagnsæja söluferli og ríkisvaldinu var gefinn sérstakur frestur til að koma að málinu. Það er því einnig rangt hjá Sverri að sérstakt kapp hafi verið lagt á að koma hlutnum í hendur einkaaðila. Þvert á móti. Þá er OR ekki að selja auðlindir. Þær auð- lindir sem HS Orka nýtir eru í eigu Reykja- nesbæjar. Söluverðið er viðunandi. Það er enn fremur heppilegt fyrir OR að fá stóran hluta þess greiddan í Bandaríkjadölum. Með því er dregið úr gengisáhættu Orku- veitu Reykjavíkur þar sem eign í Banda- ríkjadölum kemur á móti skuldum OR í erlendri mynt. Það er því rangt hjá Sverri að OR beri sér- staka gengisáhættu af sölunni. Þvert á móti er dregið úr gengisáhættu fyrirtækisins. Varðandi þá vexti, sem greiddir eru af skuldabréfinu, þá eru þeir u.þ.b. tvöfalt hærri en þeir vextir sem OR greið- ir af sínum skuldum í Bandaríkja dölum. Ef spá um álverð gengur eftir mun höfuðstóll lánsins hækka og gefa sem samsvarar allt að 4,1% ársávöxtun. Sverrir og annað yfirlýst áhugafólk um innlent eignarhald orkufyrirtækja á að fagna því að veðið fyrir greiðslu eftirstöðva kaupverðsins sé í hluta- bréfunum í HS Orku en ekki í kanadísku orkufyrir- tæki. Gerð er krafa um að lánamál HS Orku komist í lag. Til að svo verði verður að setja meira fé inn í fyrirtækið og eða fara í skuldbreytingar. Verði greiðslufall kemur HS Orku hluturinn aftur í eigu íslenskra aðila, ekki bara sá hlutur sem greiddur er með bréfinu heldur líka sá hlutur sem greiddur er út. Þetta eru staðreyndir málsins, sem hver og einn getur staðreynt með því að kynna sér gögn þess. Við vitum að í fjármálaheiminum er þessa dagana verið að gera samninga af ýmsu tagi sem varða hagsmuni almennings miklu. Vinnubrögð Orkuveitu Reykja- víkur í viðskiptunum með hlutinn í HS Orku gætu verið fyrirmynd þar sem gögn málsins hafa verið lögð á borðið og gerð aðgengileg eigendum Orku- veitu Reykjavíkur, sem eru íbúar Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Staðreyndir sem hver og einn getur sannreynt Ekki rífa Nasa! UMRÆÐAN Páll Óskar Hjálmtýsson skrifar um skipulag í miðbænum Ég mótmæli fyrir-huguðum fram- kvæmdum og breyt- ingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheim- ilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsíma- húsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar – það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknar flokknum, konan hans heitir Jónína Bjart- marz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deili- skipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til sam- anburðar er allt deili skipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnu aðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóð- prufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri rugl- framkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðis- kerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólit- ísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deili- skipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www. bin.is, telst þetta nýja deili- skipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Við viljum ekki fleiri rugl- framkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. GUÐLAUGUR G. SVERRISSON Þær auðlindir sem HS Orka nýtir eru í eigu Reykjanesbæjar. Söluverðið er viðunandi. Það er enn fremur heppilegt fyrir OR að fá stóran hluta þess greiddan í Bandaríkjadölum. My n d f or m e h f • T r ön uh r a u n 1 • S í m i : 5 3 4 0 4 0 0 • w w w. my n d f or m . i s • my n d f or m @ my n d f or m . i s K O M N A R Í V E R S L A N I R U M L A N D A L L T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.