Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Pro Golf og NordicaSpa bjóða í samvinnu upp á Golf fitness- námskeið í vetur. Brynjar Eldon Geirsson golfkennari segir það gott tækifæri fyrir hinn almenna kylfing. „Við höfum svo gríðarlega mikla trú á þessu námskeiði að við bú- umst við miklum fjölda þátttak- enda. Þetta er í fyrsta skipti sem hinum almenna íslenska kylfingi er boðið upp á þetta vandvirkt og árangursríkt námskeið,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, golfkenn- ari hjá Pro Golf. Fyrirtækið býður í samstarfi við NordicaSpa í vetur upp á námskeið í Golf fitness. Námskeiðið er hannað af Tit- leist Performance Institute (TPI), sem Brynjar segir búa yfir mestu þekkingu í heiminum á golfí- þróttinni hvað varðar æfingar og heilsu. Þar koma saman upplýs- ingar frá helstu sérfræðingum golfheimsins, svo sem golfkenn- urum, styrktarþjálfurum, sjúkra- þjálfurum, læknum og atvinnu- kylfingum. Námskeiðið er hannað með það í huga að gera líkamann kraftmeiri og sveigjanlegri og koma honum í betra jafnvægi, og bæta þannig golfsveifluna í leið- inni. Þátttakendum námskeiðsins stendur einnig til boða sér hönnuð áætlun fyrir þá sem glíma við bak-, hné- eða axlavandamál sem koma niður á sveiflunni. Golf fitness stendur öllum til boða, en Brynjar segir það fyrst og fremst ætlað hinum al- mennu kylfingum en ekki afreks- kylfingum. „Atvinnumenn í golfi og afrekskylfingar hafa raunar verið að ganga í gegnum sama prógramm á undanförnum árum, en nú er kominn tími til að leyfa hinum minna reyndu að njóta þess. Þetta snýst í raun um að taka á öllum þáttum sem varða golfið. Sveiflan er tekin rækilega í gegn og athugað hvað má bæta og hverju er hægt að breyta. Í fitness-hlutanum eru þátttakend- urnir mældir og þannig sjáum við hvort þeir eru mis sterkir í líkam- anum, sem getur orðið til þess að þeir beygi sig á rangan hátt, sem aftur getur komið niður á sveifl- unni. Við leitumst í raun við að styrkja þátttakendur alhliða í íþróttinni. Við viljum veita fólki nákvæmar upplýsingar um hvað það gerir vitlaust, og aðstoða það við að lagfæra það,“ segir Brynjar. Golf fitness-námskeiðið tekur fjórar vikur. Skráning er hafin og fer fram í síma 552-7200. - kg Golfsveiflan tekin í gegn í vetur Brynjar Eldon Geirsson, Gunnar Már Sigfússon og Ólafur Már Sigurðsson eru umsjónarmenn Golf fitness-námskeiðsins. ● BYRJENDANÁMSKEIÐ Í BADMINTON Byrjendanámskeið í badminton hefjast mánudaginn 21. september. Á heimasíðu Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur www.tbr.is kemur fram að mikil eftirspurn er eftir slíku námskeiði. Kennari á námskeiðinu er Kjartan Nielsen en hann hefur leiðbeint á þessum námskeiðum undanfarin ár. Námskeiðið stendur í sex vikur og er kennt alla mánudaga klukkan 21.50 og kostar 6.700 krónur fyrir hvern. Skráning og greiðsla fer fram í afgreiðslu TBR eða í síma 581-2266. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.