Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 34
 10. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● tómstundir Netið er samráðsvettvangur prjónafólks. Þar má finna prjónauppskriftir sem geta verið allt frá því að vera fyndn- ar og upp í pólitískar. „Netið hvatti mig til að taka prjón- ana upp að nýju,“ segir Ilmur Dögg Gunnarsdóttir, sem prjónar nú af ástríðu. „Ég lærði vitaskuld að prjóna í barnaskóla og hafði gaman af. Fyrstu peysuna prjónaði ég sem unglingur og í menntaskóla nánast framleiddi ég peysur af ýmsum stærðum og gerðum eftir uppskrift- um. En svo skyndilega hætti ég að prjóna þar til fyrir fjórum árum.“ Örlagavaldurinn var prjónabókin Stitch and Bitch eftir Debbie Stoll- er og netið, þar sem Ilmur komst í samband við samfélag prjónara um víða veröld. „Netið er alveg stórkostlegt. Vissulega er hefðin ágæt, bleik barnasett og gamla íslenska lopa- peysan. Á netinu kemst maður hins vegar í kynni við fólk, sem prjón- ar ekki aðeins húfur og trefla, til þess að klæða af fólki kulda, held- ur hefur prjónið annan og meiri til- gang til dæmis pólitískan. Heim- ur prjónsins er svo margvíslegur og þar er farið skemmtilega með hefðina. Sumir prjóna pottaleppa með hauskúpum, aðrir langa trefla með pólitískri umhverfisáletrun eins og: „Hjóla, ekki keyra.“ Aðrir prjóna þekkt vörumerki eins og Nike í vörur sínar til þess að mót- mæla þrælahaldi við gerð varnings fyrir tækisins og eru þá að vísa til þess að viðkomandi geti bara búið vörurnar til sjálfur, eins og húfur. Auk þessa eru óteljandi ókeypis uppskriftir að alls konar prjónuð- um hlutum á netinu og blogg þar sem prjónafólk spjallar saman.“ Ilmur Dögg stofnaði netsíðuna, www.prjona.net, í febrúar 2008. „Á síðunni miðla ég minni eigin hönnun og uppskriftum en einnig öðrum innlendum og svo erlendum auk þess sem ég vísa oft á út- lenskar krækjur. Á Íslandi hefur á örfáum árum orðið til öflugur hópur prjónafólks og bara á síðuna mína koma 3-400 manns daglega og flettingarnar eru um 1.500. Það er ekki bara gaman að prjóna heldur líka að lesa um prjón, tala um prjón og skoða prjón,“ segir hún og bros- ir. - uhj Pólitískt prjón og potta- leppar með hauskúpum Ilmur Dögg Gunnarsdóttir í peysu úr einbandi sem hún kallar Bleikur hraði, en uppskriftin er úr Einbandshefti Ístex og heitir Hraði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Varðveisla forndráttarvéla er efni námskeiðs á vegum Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri sem er á dagskrá 10. október og er opið öllum áhugamönnum um efnið. Af því tilefni var slegið á þráðinn til Bjarna Guðmunds- sonar prófessors. „Dráttarvéla- áhuginn er auðvitað della,“ viður- kennir hann hlæjandi. „En svo ég tali nú í alvöru þá er þetta angi af því sem Landbúnaðarsafn Ís- lands á Hvanneyri er að vinna að, að halda til haga sögunni um það hvernig landbúnaðurinn og sveitastörfin breyttust, meðal annars með tilkomu dráttarvél- anna. Athyglinni verður meðal annars beint að sögu og varð- veislu Ferguson-dráttarvéla sem fagna munu sextíu ára afmæli hérlendis á næsta ári.“ Bjarni segir hámarksfjölda á námskeiðinu vera tuttugu. Það standi í níu klukkustundir og þar sé farið yfir almenn atriði eins og tryggingar og skráningu en ekki síður hvernig eigi að hirða þessa gömlu gripi og varðveita þá. „Við höfum verið svo heppin að fá leið- beinendur sem eru mjög vel að sér um einstök atriði en svo er þetta byggt upp þannig að þátt- takendur miðla hver öðrum en við stjórnum umræðu og efnis- vali. Huti af tilganginum er sá að leiða áhugamenn saman þannig að þeir hittist og geti haldið þeim kynnum við.“ Bjarni segir viðráðanlegt að komast yfir varahluti í flestar gerðir dráttarvéla í Bandaríkj- unum. „Það er snúnara með evr- ópskar vélar,“ segir hann. „En allt hefst með þolinmæðinni.“ - gun Sögu dráttarvéla haldið til haga Bjarni Guðmundsson á Ferguson árgerð 1949. „Ökumaður var alltaf með hægri hendina á lofti í auglýsingum Ferguson á þeim tíma,“ segir hann. ● HJÓLAÐ SÉR TIL HEILSUBÓTAR Reiðhjól eiga auknum vinsældum að fagna eftir því sem bensín lítrinn hækkar. Það að hjóla sparar sannarlega pen- inga en ekki má líta framhjá þeirri staðreynd að það eykur einnig hreysti og þol. Hjóla má allt árið um kring ef búnaðurinn er réttur, hægt er að fá nagla- dekk og svo þarf að muna að vera með ljósin í lagi og endur- skinsmerki á sínum stað. Á vef Landssambands hjólreiðamanna www.lhm.is er hægt að nálgast ýmsan fróðleik. Fram undan hjá hjólamönnum er Tjarnarsprettur, útsláttar- keppni kringum Tjörnina 19. september, sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur stendur fyrir. Keppn- in verður haldin í tengslum við samgönguviku 16. til 22. september. www.tskoli.is Hvað ætlar þú að gera í vetur? Leikhúslýsing Námskeiðið Leikhúslýsing fyrir áhugaleikhús er í samvinnu við Raftækniskólann. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri. Á nám- skeiðinu eru kennd helstu atriði við hönnun og upp- setningu lýsingar fyrir leiksýningar, tónleika, ráð- stefnur o.fl. Fjallað er um eðlisfræði ljóss og lita- fræði, hugmyndafræði lýsingar, upphengingu og staðsetningar, leikhúsljós og önnur tæki, skipulag, teikningar og fleira. Kennari: Benedikt Axelsson, lýsingahönnuður Tími: Laugardagana 26. sept., 3. og 10. okt. frá kl. 9:00 - 13:00. Námskeiðsgjald: 23.000 kr. CanOpen ker f ið Farið verður í uppruna CAN netsins og uppbyggingu á CAN bus. CANOpen staðalinn og hugbúnað. Einnig farið í forritun á CAN bus (CANOpen). Vett- vangsferð, skoðun CAN stýrðra tækja hjá Marel. Kennarar: Haukur Hafsteinsson og Jón Reynir Vilhjálmsson hjá Marel Tími: 3.. 4. og 5. nóv. frá kl. 18:00 - 22:00 og laugardaginn 7. nóv. kl. 9:00 - 13:00. Námskeiðsgjald: 28.000 kr. LCD skjáviðgerðir Á námskeiðinu er allað um uppbyggingu LCD skjáa, stærðarhlutföll, útsendingarhlutföll og upplausn. Farið er í uppbyggingu LCD tækja, blokkmynd og virkni eininga. Skoðað er hvernig skjárinn er stilltur í gegnum tölvu og farið í bilanagreiningu. Námskeiðið er ætlað fagmönnum á sviði rafeindatækni. Tími: 5, 6. og 12. og 13. október, frá kl. 18:00 - 21:00. Kennari: Guðmundur Helgi Guðmundsson, rafeindavirkjameistari Námskeiðsgjald: 23.000 kr. MultiSim rafrásahermir Námskeiðið er í samvinnu við Raftækniskólann. Námskeiðið er ætlað fagmönnum sem og áhuga- mönnum um rafeindatækni. Farið er í uppbyggingu Multisim og útskýrt hvernig forritið er byggt upp. Unnið verður með einfaldar rafeindarásir og helstu mælitæki tekin til skoðunar. Kennari: Erlingur Kristjánsson kennari við Raftækniskólann Tími: 26. og 27. okt. frá kl. 18.00 - 21.00. Námskeiðsgjald: 13.000 kr. PIC stýriörgjörvar PIC I, námskeið - kynning á örtölvustýringum og þeim möguleikum sem bjóðast í hönnun og ný- sköpun á tækni- búnaði með notkun hinna marg- breytilegu PIC-rása í ýmsum hlutverkum í mæl- ingum, eftirliti, skráningu og stýringum. Námskeiðið er ætlað rafeinda-, raf- og rafvélavirkum og öðrum með þekkingu og/eða reynslu á þessu sviði. Æskilegt er að þáttakendur séu með einhverja innsýn í stýringar og forritun. Kennari: Þorleifur Magnús Magnússon Tími: 5.,12., 19. og 23. október, frá kl. 18:00 - 21:00. Námskeiðsgjald: 26.000 kr. Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunar- skólanum í s. 514 9601 eða á ave@tskoli.is. Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá f lestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.