Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. september 2009 11 BRETLAND Stjórnendur breska sælgætisfyrirtækisins Cadbury hafa hafnað 10,2 milljarða punda kauptilboði bandaríska fyrirtæk- isins Kraft. Hlutabréf í Cadbury hækkuðu um fjörutíu prósent í kjölfar fréttanna. Forsvarsmenn Cadbury sögðu tilboð Kraft einfaldlega ekki nægilega gott. Sérfræðingar telja hugsanlegt að Kraft muni gera nýtt tilboð en einnig er talið líklegt að Nestlé og Hershey geri tilboð. Í yfirlýsingu frá Kraft kemur fram að fyrirtækið telji að sam- legðaráhrifin yrðu mjög mikil með sameiningu fyrirtækjanna. Hægt yrði að spara hátt í 625 milljónir punda á ári vegna dreifingar, markaðssetningar og vöruþróunar. - th Sælgætisfyrirtækið Cadbury: Hafna kauptil- boði frá Kraft RÚSSLAND Sergei Lavrov, utan ríkis- ráðherra Rússlands, vísar alfarið á bug fréttum þess efnis að flutn- ingaskipið Arctic Sea, sem hvarf um tíma í sumar, hafi verið að flytja háþróaðar rússneskar loft- varnareldflaugar til Írans. Skipið hvarf í lok júlí en það var sagt flytja timburfarm frá Finnlandi til Alsír. Rússneski sjó- herinn fann skipið nærri Græn- höfðaeyjum um miðjan ágúst. Átta menn voru handteknir og ákærðir fyrir að ræna því. Í síð- ustu viku hafði Lundúnablaðið Times eftir heimildarmönnum í Rússlandi og Ísrael að skipið hefði verið að flytja vopn til Írans. Utanríkisráðherra Rússlands: Arctic Sea flutti ekki vopn KONGÓ Herdómstóll í Austur- Kongó dæmdi í fyrradag tvo Norðmenn til dauða fyrir morð, njósnir og vopnasmygl. Um er að ræða tvo karlmenn, 27 og 28 ára, sem hafa verið í haldi yfirvalda frá því í maí eftir að bílstjóri þeirra fannst látinn í höfuðborg- inni, Kinshasa. Þá eru norsk stjórnvöld krafin um sextíu milljónir dollara vegna málsins. Mennirnir hafa báðir hlotið þjálfun í norska hernum en ekki er vitað nákvæmlega hvað þeir voru að gera í Austur-Kongó. Annar þeirra hefur undanfarin ár verið búsettur í Úganda og sinnt öryggismálum. - mmg Norðmenn fundnir sekir: Dæmdir til dauða í Kongó EFNAHAGSMÁL Áætlun Seðla- banka Íslands um að afnema gjaldeyris höft er afar varfærin og sú hugmynd er ekki uppi að afnema þau á stuttum tíma. Svo segir Indriði H. Þorláks- son, aðstoðar- maður fjár- málaráðherra. Hann var spurður hvort höftin sendu ekki þau skilaboð til umheimsins að hér væri allt í ólestri. Hvort ekki gæti verið kominn tími til að láta krónuna gossa. „Ég held að fáir séu tilbúnir að taka þá áhættu. Menn óttast að afleiðingar af miklu gengis- hruni veiki enn tiltrú manna á endurreisninni. Ég held að ein- hvers konar stöðugleiki sé það mikilvægasta,“ segir Indriði. - kóþ Aðstoðarmaður ráðherra: Gjaldeyrishöft enn um sinn INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON FÁÐU ÞÉR KORT! Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Nýtt verk eftir Brynhildi Guðjónsdóttur um átakanlegt og fagurt líf mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Leikstjóri: Atli Rafn Sigurðsson. FRUMSÝNING FÖSTUDAGINN 11. SEPTEMBER Fjögurra sýninga leikhúskort kostar aðeins kr.9.900 - og þú átt í vændum ótal ánægjustundir í allan vetur! AFGANISTAN, AP Kvörtunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir óhjákvæmilegt að atkvæði úr for- setakosningunum í Afganistan verði endurtalin á kjörstöðum, þar sem rökstuddur grunur leikur á kosningasvindli. Nefndin hefur tekið á móti meira en 720 alvarlegum ásökun- um um kosningasvindl. Meðal ann- ars þykir grunsamlegt að Hamid Karzai hafi á tugum kjörstaða í suðurhluta landsins fengið atkvæði sem falla á sléttar tölur, svo sem 200, 300 eða 500. Samkvæmt opinberum bráða- birgðatölum, sem birtar voru í vikunni, hefur Karzai fengið 54 prósent atkvæða en sigurstrang- legasti mótframbjóðandinn, Abdullah Abdullah, aðeins 28 pró- sent. Talning hefur hins vegar gengið hraðar í suðurhlutanum, þar sem fylgi Karzais er talið vera mest. Fái hvorugur frambjóðenda meira en helming atkvæða þarf að efna til nýrra kosninga, þar sem valið stendur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Ekki var von á endanlegum tölum úr talningu fyrr en í lok september, en endurtalningin veld- ur því að lokaniðurstöður dragast væntanlega enn á langinn, jafnvel í tvo eða þrjá mánuði. - gb Hamid Karzai kominn með yfir helming talinna atkvæða í forsetakosningunum í Afganistan: Endurtalning atkvæða óhjákvæmileg DEKKJAVERKSTÆÐI UNDIR KOSNINGA- SKILTI Lífið heldur áfram í Afganistan meðan atkvæði eru talin. Þessi mynd er frá borginni Mazar-i- Sharif í norðurhluta landsins. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.