Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 62
46 10. september 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. barnahjal, 6. kringum, 8. hamfletta, 9. síðasti dagur, 11. sam- anburðart., 12. bit, 14. grastoppur, 16. kúgun, 17. gegnsær, 18. óðagot, 20. bókstafur, 21. þjappaði. LÓÐRÉTT 1. veltingur, 3. frá, 4. fugl, 5. blessun, 7. orðsnjall, 10. skammstöf- un, 13. lengdarmál, 15. skældi, 16. tíðum, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. babl, 6. um, 8. flá, 9. gær, 11. en, 12. glefs, 14. skegg, 16. ok, 17. tær, 18. fum, 20. sé, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. rugg, 3. af, 4. blesgæs, 5. lán, 7. mælskur, 10. rek, 13. fet, 15. grét, 16. oft, 19. mó. Útvarpskonan Ragnhildur Magnús- dóttir á Bylgjunni er sögð vera í startholunum með nýja heimildar- mynd. Hún leikstýrði og skrifaði myndina From Oakland to Iceland sem fjallar um bróður hennar og hefur verið sýnd á RÚV og víða um heim, meðal annars á vegum MTV. Þá var hún nýlega sýnd á kanadísku sjónvarps- stöðinni Movieola. Lítið er vitað um efni nýju myndarinnar, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst fjallar hún að einhverju leyti um fíkn. Nýlega kom út platan Riceboy Sleeps með Jónsa úr Sigur Rós og Alex kærasta hans. Félagarnir eru nú staddir í Bandaríkjunum að vinna að nýrri plötu, sem verður að öllum líkindum gefin út sem sóló- plata Jónsa. Með í för eru píanóleikarinn Nico Muhly og finnski trommarinn Samuli Kos- minen, sem hefur spilað með múm. Ofan á þetta má svo fastlega búast við nýju efni með Sigur Rós á næstu misserum. Fyrsti þáttur Tvíhöfða fór í loftið á Kananum á laugardaginn. Félag- arnir hafa engu gleymt og ætla jafnvel að gefa í í næsta þætti. Jón Gnarr er kominn í samband við Nígeríusvindlara sem þykist vinna fyrir Bank of Benin. Jón hefur kynnt sig fyrir honum sem Kim Jong-il, starfsmann hjá Kaupþing Bank, Icesave department. Er nýr Mústafa í uppsigl- ingu? - afb, drg FÓLK Í FRÉTTUM „Fljótlega evrópska útgáfan er svart kaffi, appelsínusafi með aldinkjöti og croissant. Lúxus- dekurútgáfan er hreint jógúrt með hinum ýmsu ávöxtum, en það gengur bara ef ég hef nógu mikinn tíma til að þrífa bland- arann.“ Ragnheiður Eiríksdóttir söngkona „Þetta eru svartir ryþmablúsar frá því í kringum fimmtíu,“ segir Helgi Björnsson, sem er að undir- búa plötu með gömlum bandarísk- um tökulögum. „Þetta er búið að vera lengi í bígerð. Ég er búinn að vera að garfa mikið í þessari tegund af tónlist. Þetta er mjög skemmtilegt því þarna er djassinn og blúsinn að koma saman og hrærast í rokk og ról. Þessi svörtu tónlistarmenn voru byrjaðir að spila rokk og ról strax eftir stríð,“ segir hann. „Hjá okkur var þetta ekki fyrr en ´54 eða ´55 þegar Presley og Jerry Lee Lewis koma fram. Þá verður þetta til fyrir alvöru.“ Upptökur á plötunni hefjast síðar í mánuðinum og verður hún tekin upp „live“ eins og gert var í gamla daga. Til þess að allt gangi eins og smurð vél hefur Helgi sankað að sér mörgum af færustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar, þar á meðal Einari Scheving trommara og Róberti Þórhallssyni kontrabassa- leikara. Helgi er einnig að undir- búa „fiftís“-partí í Þjóðleikhús- kjallaranum sem verða á laugar- dagskvöldum í vetur. Þar mun hann syngja með húsbandinu undir nafn- inu Helgi og kokteilpinnarnir. - fb Syngur gamla „fiftís“-slagara „Ég er búinn að vera „Heilbrigð skynsemi“ í sex til tíu ár, hef skrifað undir því nafni á netinu. Og þar sem ég er Heilbrigð skyn- semi hlýt ég líka að vera Rödd skynseminnar,“ segir markaðs- fræðingurinn og bloggarinn Jakob Þór Haraldsson. Hann er ákaflega ósáttur við nýja auglýs- ingaherferð flugfélagsins Iceland Express þar sem sjónvarpsmaður- inn Dr. Gunni predikar um rödd skynseminnar og telur þá vera að hafa af sér starfsheiti sem hann eigi. „Ég meina, ég er ekki að borga helling af peningum til að verja þetta starfsheiti ef síðan eitthvert fyrirtæki getur notfært sér það,“ segir Jakob. Jakob kveðst reka stjórnmála- ráðgjöf og ferðaþjónustu undir nafninu Heilbrigð skynsemi. Og hann kynnir sig í símann sem: „Heilbrigð skynsemi, Jakob.“ Jakob kveðst hafa sent Pálma Har- aldssyni, eiganda Iceland Express, bréf og beðið þá um að hætta að nota þetta slagorð. En þeir hafi ekki orðið við því og nú verði hann því að leita til réttu aðilanna. „Ég er bara að bíða eftir talsmanni neytenda, hann er í Bergen og ég ætla að fá hann til að skoða þetta með mér og athuga hvort það sé verið að brjóta á mínum rétti. Ég á hins vegar engan pening til að standa í einhverju lagastússi við svona stórfyrirtæki.“ Jakob hefur vakið þó nokkra athygli fyrir skorinortar athuga- semdir sínar á netinu í kjölfar bankahrunsins og þá helst hjá vinsælasta bloggara landsins, Agli Helgasyni. „Egill er að mörgu leyti mjög góður, hann vaknaði bara til lífsins fjórum árum of seint eins og svo margir aðrir í þessu þjóð- félagi,“ segir Jakob og kemst á töluvert flug þegar talið berst að kreppunni. „Ég bauð fram lausn árið 2008 og byrjaði að vara við bankahruninu 2004. En það vildi enginn hlusta á mig. Og nú er ég bara að flytja út til Noregs af því að ég nenni þessari vitleysu ekki lengur.“ Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri Fíton sem gerir auglýsingarnar, staðfestir að þeir hafi fengið bréf frá Jakobi og þeir séu nú að skoða hvar þessi mál standa. „Það er alveg ljóst í mínum huga að hann getur ekki átt einka- rétt á heilbrigðri skynsemi, það er alltof almennt hugtak til þess að einhver eigi einkaleyfi á því. Þar að auki erum við ekki að tala um neina vöru eða fyrirtæki sem ber þetta heiti heldur er bara verið að ræða almennt um heilbrigða skynsemi í auglýsingunni,“ segir Ragnar en bætir því við að auðvit- að verði þetta bara kannað til hlít- ar. „Menn athuga hins vegar svona mál mjög gaumgæfilega áður en þeir fara í svona herferðir.“ freyrgigja@frettabladid.is JAKOB ÞÓR HARALDSSON: HYGGST LEITA RÉTTAR SÍNS Heilbrigð skynsemi í hart við Rödd skynseminnar „Frá upphafi var ég 100 prósent viss um að mótið myndi fyllast,“ segir Jóhann Ólafur Schröder, einn af skipuleggjendum Íslands- meistaramótsins í póker, sem fer fram á Hilton Hótel Nordica um næstu helgi. Mótið er það allra viðamesta sem haldið hefur verið hér á landi og heildarverðlaunafé er meira en sex milljónir. Aðspurður segir Jóhann að seðlarnir verði ekki á staðnum, eins og hefur stundum tíðkast á mótum erlendis, svo að sérstakrar öryggisgæslu verður ekki krafist. „Allir bestu pókerspilarar Íslands verða þarna. Við erum með menn sem eru að taka inn fleiri fleiri milljónir á ári á netinu,“ segir Jóhann. 180 sæti voru í boði á mótið og færri komast að en vilja – 30 manns eru á biðlista. Síðustu sætin fóru í gærkvöldi þegar síð- asta svokallaða „satellite“-mótið fór fram á vef- síðu Betsson. Flestir hafa unnið sér inn miða á slíkum mótum, bæði á netinu og á mótum sem hafa verið haldin um land allt síðustu vikur. Um fjörutíu spilarar keyptu sig inn á mótið og borguðu fyrir það 40.000 krónur. Sigurvegari mótsi ns fær eina og hálfa milljón í verð- laun. Það þýðir að sá sem lend- ir í 18. sæti, því fyrsta sem borg- að er fyrir, fær um 130.000 krónur í sinn hlut. - afb Fullt á Íslandsmeistaramót í póker BJÓST VIÐ ÞESSU Jóhann Ólafur efaðist aldrei um vin- sældir Íslands- meistaramótsins í póker, sem er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. ALVÖRU MÓT Sindri Lúðvíksson, standandi á myndinni, verður meðal þátttakenda um helgina. HELGI BJÖRNSSON Undirbýr nýja plötu með bandarískum tökulögum frá upphafi sjötta áratugarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DEILT UM SKYNSEMI Jakob Þór Haralds- son telur sig eiga starfsheitið Heilbrigð skynsemi, hann sé því einnig rödd skynseminnar og af þeim sökum megi Iceland Express ekki nota slagorðið „rödd skynseminnar“ í aug- lýsingum sínum. Rödd s kynsem innar Langar þig að skrepp a út, he lst á m orgun, en kem st ekki frá ? OK, h ér er hu gmynd : Farðu núna i nn á iceland expres s.is, bó kaðu fl ug og f arðu út seinna . Er ekki nokku ð ljóst að þú v erður lí ka í stu ði til að fara út seinna í haust ? Pottþ étt. Sv ona sp ararðu líka, færð fl ugið á betra v erði. Hlusta ðu á rö dd skyn seminn ar, bók aðu flu g á bet ra verð i til Evró pu á w ww.ice landex press.i s Verða e kki allir í st uði? Verð frá : 14.900 kr. Alicant e Kaupm annahö fn London Berlín Reykjav ík Friedric hshafe n Varsjá ice land exp res s.is Finn du ódý rast a flug ið á Lond on Frá o g me ð 2. n óv. fljúg um v ið bæ ði um Stan sted og G atwi ck í Lon don! Vetrará ætlun Iceland Expres s 2009 –2010 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Um 20 prósent. 2 Í Seattle. 3 Rúrik Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.