Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er fimmtudagurinn 10. sept- ember 2009, 254. dagur ársins. 6.36 13.25 20.11 6.18 13.10 19.59 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Fátt er betra eftir annasaman dag en að skríða upp í mjúkt rúmið sitt og draga sængina upp að höku. Finna augnlokin þyngj- ast, þreytuna líða úr líkamanum og geta sofið rólegur. „Ég svaf bara eins og ungbarn“ segir fólk gjarnan þegar það hefur sofið sérstaklega vel og lengi. Endur- nært rís það úr rekkju, teygir sig og dæsir ánægjulega og vind- ur sér svo í verk dagsins af full- um krafti. Batteríin fullhlaðin og skapið svona ljómandi gott. ÞETTA orðatiltæki er reyndar eins öfugsnúið og það getur verið. Svefn ungbarna er langt frá því að vera langur, hvað þá ljúfur og endurnærandi, í það minnsta ekki fyrir foreldrana. Enda þekki ég fáa sem geta tekið undir þennan frasa. Svefn ungbarna er í meira lagi kaflaskiptur og ekki er gerður greinarmunur á nóttu eða degi. „BÖRN eru fallegust þegar þau sofa“ er aftur á móti orðatiltæki sem hittir naglann á höfuðið og flestir geta tekið undir. ANNARS er skrítið hve misjöfn viðhorf til svefns eru eftir ævi- skeiðum. Ungbörnin virðast aldrei geta sofið nóg fyrir okkar smekk og dagar jafnt sem nætur snúast um að fá barnið til að festa svefn lengur en í nokkrar mínútur. Því er vaggað, gengið er með það um gólf, vögguvísur eru sungnar hástöfum og barnavagninn ferðast tugi kíló- metra á fyrstu mánuðunum, allt til að hrista niður augnlokin á smá- barninu. Á UNGLINGSÁRUNUM snýst þetta síðan við og allt kapp er lagt á að fá unglinginn á fætur. Þá er barnið allt í einu ekki eins fallegt sofandi og margra klukkutíma samfelldur svefn litinn hvössu hornauga. Barið er hart á svefn- herbergisdyrnar, vekjaraklukkur stilltar hátt og reynt að reka ungl- inginn snemma í háttinn svo ein- hver von verði til að hann hunskist á lappir fyrir hádegi. „Hvernig geturðu sofið svona, barn, þegar veðrið er svona gott?“ Á SEINNI hluta ævinnar á fólk síðan oft erfitt með að festa svefn. Það sefur létt, vaknar auðveld- lega við minnsta þrusk og ætlar svo aldrei að geta sofnað aftur. Andvaka byltir það sér fram undir morgun. En ætli það sé ekki afraksturinn eftir að hafa ekkert getað sofið fyrir ungbarninu til að byrja með og síðan verið svefn- laus af áhyggjum yfir endalaus- um svefni unglingsins. Það er ekki sjálfgefið að geta sofið rólegur. Að geta sofið rólegur REKKJUNNAR AFSLÁTTUR! 25-70% H E I L S U R Ú M SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLU KING KOIL Amerískt heilsu rúm (Queen size 153 x203) FRÁ kr. 99.850 HEILSUKODDA 30% AFSLÁTTUR Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 ÚTSÖLUNNI LÝKUR Á LAUGARDAGINN! SVEFNSÓFAR25 TIL30%AFSLÁTTUR SÆNGURVER 30% AFSLÁTTUR Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Hvar er þín auglýsing? 35% 72%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.