Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 50
34 10. september 2009 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
Ein vinsælasta bíómynd Íslands-
sögunnar, Stuðmannamyndin
Með allt á hreinu eftir Ágúst Guð-
mundsson, verður bílabíómynd
Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar
í Reykjavík í ár. Myndin, sem
sýnd er í samstarfi við N1, sló öll
aðsóknarmet hér á landi þegar
hún var frumsýnd árið 1982. Hún
segir fá tveimur hljómsveitum,
Stuðmönnum og Gærunum, sem
bítast um ballmarkaðinn. Sýning-
in fer fram á malarplaninu fyrir
framan aðalbyggingu Háskóla
Íslands í nágrenni við Norræna
húsið 21. september kl. 21. Miða-
sala á kvikmyndahátíðina hefst
í Eymundsson í Austurstræti 10.
september.
Hið óháða breska kvikmynda-
félag E1 hefur tryggt sér
dreifingarréttinn í Bretlandi
á hryllingsmynd Júlíusar
Kemp, Reykjavík Whale
Watching Massacre.
E1 ætlar einnig að
dreifa mynd-
inni víðar um
heiminn og
standa vonir
til að samn-
ingar um
það náist
á kvik-
myndahá-
tíðinni í
Toronto.
„RWWW er ekta splatter-
mynd,“ sagði Mike Downey
hjá F i lm and Music
Entertainment, sem samdi
við E1. „Myndin er trú sínum
kvikmyndageira og húmor-
inn gerist ekki svartari. Sem
síð-kapítalísk saga pass-
ar myndin vel við nútím-
ann. Menn breytast í
skrímsli á sama tíma og
góðmennska er veikleiki
sem leiðir til ósigurs.“
Sálfræðihrollvekjan Anti-
christ eftir Lars von Trier
verður frumsýnd annað
kvöld. Hún er ein fimm
mynda sem hafa verið til-
nefndar til Kvikmyndaverð-
launa Norðurlandaráðs og
sem Græna ljósið sýnir um
helgina.
Antichrist fjallar um hjón sem
lenda í miklum erfiðleikum og
konan fær ofsaleg kvíðaköst. Með
það að markmiði að græða brostin
hjörtu og lagfæra hjónabandið
fara þau til afskekkts bústaðar
sem þau eiga úti í skógi. Dvölin
verður undarlegri og hryllilegri
en þau gætu nokkru sinni hafa
ímyndað sér þegar náttúran
tekur völdin og allt fer á versta
veg. Atburðirnir reyna verulega
á samband þeirra og þau neyðast
til að takast á við sig sjálf og ótta
sinn í leiðinni.
Antichrist var kynnt á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í vor og
vakti hún skelfingu hjá áhorfend-
um og varð umtalaðasta myndin
á hátíðinni. Sumir kölluðu hana
meistaraverk á meðan aðrir gagn-
rýndu hana fyrir að vera meðvit-
að ögrandi og að hún gengi allt of
langt í blöndu sinni af hryllingi og
erótík. Kvikmyndin hlaut ein verð-
laun, Charlotte Gainsbourg var
valin besta leikkonan. Með hlut-
verk eiginmannsins fer Willem
Dafoe sem hefur áður leikið fyrir
Trier í myndinni Manderlay. Leik-
stjórinn Lars von Trier er einn
fremsti kvikmyndagerðarmaður
Dana. Á ferilsskrá hans eru mynd-
ir á borð við Breaking the Waves,
Idioterne, Dancer in the Dark og
nú síðast Direktøren for det hele
með Friðrik Þór Friðriksson og
Benedikt Erlingsson á meðal leik-
ara. Myndir hans vekja oftar en
ekki mikið umtal og er Antichrist
þar engin undantekning.
Auk Antichrist verða sýndar
í Háskólabíói myndirnar Norð-
ur eftir Norðmanninn Rune Den-
stad Langlo, Sána eftir AJ Annilla
frá Finnlandi og Queen Raquela
eftir Ólaf Jóhannesson og Ljósár
eftir Svíann Mikael Kristersson,
sem verður viðstaddur sýningu
myndar innar kl. 18 á laugardag-
inn. Ein þessara fimm mynda
hlýtur síðan Kvikmyndaverðlaun
Norðurlandaráðs sem verða veitt
í sjötta sinn 21. október.
Fimm mynda afsláttarpassar
eru fáanlegir á 3.000 krónur. Allar
myndirnar eru með enskum texta,
nema Antichrist sem af einhverj-
um ástæðum verður með frönsk-
um texta. Hún fer síðan í almenn-
ar sýningar 28. september.
Umdeildur sálfræðihrollur
Tökur á kvikmynd byggðri á Hobbitanum
eftir JRR Tolkien geta nú hafist af fullum
krafti eftir að framleiðendurnir komust að
samkomulagi við erfingja rithöfundarins.
Erfingjarnir höfðuðu mál gegn New Line
Cinema í fyrra og kröfðust tæplega þrjá-
tíu milljarða króna í skaðabætur vegna
samningsbrots og svika. Voru framleið-
endurnir sakaðir um að hafa ekki greitt
þeim höfundagjöld vegna Lord of the
Rings-þríleiksins sem var einnig byggð-
ur á bókum Tolkiens. Erfingjarnir töldu
sig eiga rétt á 7,5 prósentum allra tekna
sem hlýst af myndum sem gerðar eru
eftir bókum Tolkiens.
Núna hefur samkomulag náðst og renn-
ur mestur peningurinn til góðgerðasam-
takanna The Tolkien Trust sem styðja
ýmis málefni víðs vegar um heiminn. Leik-
stjórinn Guillermo del Toro getur nú hafist
handa við kvikmyndirnar tvær sem gera á
eftir Hobbitanum. Fyrri myndin er vænt-
anleg í bíó 2011 og bíða hennar margir með
mikilli eftirvæntingu. Bókin, sem kom út
1937, fjallar um ævintýri Bilbó Bagga sem
hefur í fórum sínum hringinn sem var svo
áberandi í Lord of the Rings.
Lagaflækja Hobbitans á enda
J.R.R. TOLKIEN Hobbitinn er byggður á sam-
nefndri sögu Tolkiens frá árinu 1937.
HRINGURINN Ævintýrum Bilbo Baggins og
hringsins verða gerð góð skil í Hobbitanum.
ANTICHRIST Charlotte Gainsburg fer með aðalhlutverkið í sálfræðihrollvekjunni Antichrist eftir Lars von Trier.
Geimverumyndin District 9, sem
fór beint á toppinn vestanhafs,
verður forsýnd annað kvöld í
Sambíóunum við Álfabakka. Sýn-
ingin, sem Kvikmyndir.is stendur
fyrir, hefst klukkan 22.10 og eru
kvikmyndaunnendur hvattir til
að mæta enda hefur myndin feng-
ið mjög góða dóma. Hægt er að
kaupa miða á síðunni eða í bíóinu
sjálfu. Sjálfur Peter Jackson
framleiðir District 9 sem fjallar
um risastórt geimskip sem lendir
í Suður-Afríku. Hópur fólks er
sendur á svæðið og flytur geim-
verurnar um borð yfir á aflokað
svæði sem nefnist District 9, með
hrikalegum afleiðingum. Myndin
verður frumsýnd hérlendis 18.
september.
Forsýning
á District 9
JÚLÍUS KEMP Reykjavík
Whale Watching Massacre
verður dreift um Bretlands-
eyjar á næstunni.
Íslensk hvalamorð
á leið til Bretlands
MEÐ ALLT Á HREINU Eggert Þorleifsson
fór á kostum í Með allt á hreinu.
Með allt á hreinu sýnd
HELSTU MYNDIR
LARS VON TRIER
Antichrist (2009)
The Boss of It All (2006)
Manderlay (2005)
Dogville (2003)
Dancer in the Dark (2000)
Idioterne (1998)
Breaking the Waves (1996)
> HALLE Í HASARMYND
Halle Berry er í viðræðum um að leika
aðalhlutverkið í hasarmyndinni Dark
Tide, sem fjallar um köfunarleiðbein-
anda sem snýr aftur í djúpið eftir að
hafa næstum dáið í viðskiptum við
hvítan hákarl. Tökur hefjast í Suður-
Afríku síðar á þessu ári. Fram-
leiðendurnir verða þeir sömu og
sendu frá sér hina vinsælu Twilight.
Myndirnar Final Destination og
Bandslam verða frumsýndar um
helgina. Final Destination er fjórða
myndin í seríunni. Í henni eru Nick
og vinir hans að horfa á kappakst-
ur þegar Nick fær fyrirboða um
óhugnanlegt slys. Honum tekst að
sannfæra tólf aðra um að yfirgefa
svæðið í tæka tíð fyrir slysið. En
Dauðinn lætur ekki svíkja sig um
nýjar sálir og krakkarnir eru nú
hundeltir af honum. Önnur ungl-
ingamynd, Bandslam, fjallar um
lúðann Will Burton sem vingast
við hina vinsælu Charlotte Banks.
Hún leyfir honum að gerast með-
limur í hljómsveit hennar, en hún
gerir það til að hefna sín á fyrrver-
andi kærasta sínum.
Unglingar í vanda
FINAL DESTINATION Fjórða Final Dest-
ination-myndin verður frumsýnd um
helgina.
Nemakortin eru
til sölu á strætó.is
Ef X =
15000/2x5x30x8
þá er X bestu
kaupin í strætó!*
*Ef þú notar vetrarkort tvisvar sinnum
á dag, fimm sinnum í viku, þá borgar þú
aðeins 37 kr. fyrir ferðina.
Vetrarkort: 15.000 kr.
Haustkort: 8.000 kr.
www.strætó.is
Auðveldasta leiðin til
að kaupa far með strætó
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
T
R
4
65
46
0
8.
20
09
strætó.is