Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 50
34 10. september 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Ein vinsælasta bíómynd Íslands- sögunnar, Stuðmannamyndin Með allt á hreinu eftir Ágúst Guð- mundsson, verður bílabíómynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár. Myndin, sem sýnd er í samstarfi við N1, sló öll aðsóknarmet hér á landi þegar hún var frumsýnd árið 1982. Hún segir fá tveimur hljómsveitum, Stuðmönnum og Gærunum, sem bítast um ballmarkaðinn. Sýning- in fer fram á malarplaninu fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands í nágrenni við Norræna húsið 21. september kl. 21. Miða- sala á kvikmyndahátíðina hefst í Eymundsson í Austurstræti 10. september. Hið óháða breska kvikmynda- félag E1 hefur tryggt sér dreifingarréttinn í Bretlandi á hryllingsmynd Júlíusar Kemp, Reykjavík Whale Watching Massacre. E1 ætlar einnig að dreifa mynd- inni víðar um heiminn og standa vonir til að samn- ingar um það náist á kvik- myndahá- tíðinni í Toronto. „RWWW er ekta splatter- mynd,“ sagði Mike Downey hjá F i lm and Music Entertainment, sem samdi við E1. „Myndin er trú sínum kvikmyndageira og húmor- inn gerist ekki svartari. Sem síð-kapítalísk saga pass- ar myndin vel við nútím- ann. Menn breytast í skrímsli á sama tíma og góðmennska er veikleiki sem leiðir til ósigurs.“ Sálfræðihrollvekjan Anti- christ eftir Lars von Trier verður frumsýnd annað kvöld. Hún er ein fimm mynda sem hafa verið til- nefndar til Kvikmyndaverð- launa Norðurlandaráðs og sem Græna ljósið sýnir um helgina. Antichrist fjallar um hjón sem lenda í miklum erfiðleikum og konan fær ofsaleg kvíðaköst. Með það að markmiði að græða brostin hjörtu og lagfæra hjónabandið fara þau til afskekkts bústaðar sem þau eiga úti í skógi. Dvölin verður undarlegri og hryllilegri en þau gætu nokkru sinni hafa ímyndað sér þegar náttúran tekur völdin og allt fer á versta veg. Atburðirnir reyna verulega á samband þeirra og þau neyðast til að takast á við sig sjálf og ótta sinn í leiðinni. Antichrist var kynnt á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor og vakti hún skelfingu hjá áhorfend- um og varð umtalaðasta myndin á hátíðinni. Sumir kölluðu hana meistaraverk á meðan aðrir gagn- rýndu hana fyrir að vera meðvit- að ögrandi og að hún gengi allt of langt í blöndu sinni af hryllingi og erótík. Kvikmyndin hlaut ein verð- laun, Charlotte Gainsbourg var valin besta leikkonan. Með hlut- verk eiginmannsins fer Willem Dafoe sem hefur áður leikið fyrir Trier í myndinni Manderlay. Leik- stjórinn Lars von Trier er einn fremsti kvikmyndagerðarmaður Dana. Á ferilsskrá hans eru mynd- ir á borð við Breaking the Waves, Idioterne, Dancer in the Dark og nú síðast Direktøren for det hele með Friðrik Þór Friðriksson og Benedikt Erlingsson á meðal leik- ara. Myndir hans vekja oftar en ekki mikið umtal og er Antichrist þar engin undantekning. Auk Antichrist verða sýndar í Háskólabíói myndirnar Norð- ur eftir Norðmanninn Rune Den- stad Langlo, Sána eftir AJ Annilla frá Finnlandi og Queen Raquela eftir Ólaf Jóhannesson og Ljósár eftir Svíann Mikael Kristersson, sem verður viðstaddur sýningu myndar innar kl. 18 á laugardag- inn. Ein þessara fimm mynda hlýtur síðan Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs sem verða veitt í sjötta sinn 21. október. Fimm mynda afsláttarpassar eru fáanlegir á 3.000 krónur. Allar myndirnar eru með enskum texta, nema Antichrist sem af einhverj- um ástæðum verður með frönsk- um texta. Hún fer síðan í almenn- ar sýningar 28. september. Umdeildur sálfræðihrollur Tökur á kvikmynd byggðri á Hobbitanum eftir JRR Tolkien geta nú hafist af fullum krafti eftir að framleiðendurnir komust að samkomulagi við erfingja rithöfundarins. Erfingjarnir höfðuðu mál gegn New Line Cinema í fyrra og kröfðust tæplega þrjá- tíu milljarða króna í skaðabætur vegna samningsbrots og svika. Voru framleið- endurnir sakaðir um að hafa ekki greitt þeim höfundagjöld vegna Lord of the Rings-þríleiksins sem var einnig byggð- ur á bókum Tolkiens. Erfingjarnir töldu sig eiga rétt á 7,5 prósentum allra tekna sem hlýst af myndum sem gerðar eru eftir bókum Tolkiens. Núna hefur samkomulag náðst og renn- ur mestur peningurinn til góðgerðasam- takanna The Tolkien Trust sem styðja ýmis málefni víðs vegar um heiminn. Leik- stjórinn Guillermo del Toro getur nú hafist handa við kvikmyndirnar tvær sem gera á eftir Hobbitanum. Fyrri myndin er vænt- anleg í bíó 2011 og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Bókin, sem kom út 1937, fjallar um ævintýri Bilbó Bagga sem hefur í fórum sínum hringinn sem var svo áberandi í Lord of the Rings. Lagaflækja Hobbitans á enda J.R.R. TOLKIEN Hobbitinn er byggður á sam- nefndri sögu Tolkiens frá árinu 1937. HRINGURINN Ævintýrum Bilbo Baggins og hringsins verða gerð góð skil í Hobbitanum. ANTICHRIST Charlotte Gainsburg fer með aðalhlutverkið í sálfræðihrollvekjunni Antichrist eftir Lars von Trier. Geimverumyndin District 9, sem fór beint á toppinn vestanhafs, verður forsýnd annað kvöld í Sambíóunum við Álfabakka. Sýn- ingin, sem Kvikmyndir.is stendur fyrir, hefst klukkan 22.10 og eru kvikmyndaunnendur hvattir til að mæta enda hefur myndin feng- ið mjög góða dóma. Hægt er að kaupa miða á síðunni eða í bíóinu sjálfu. Sjálfur Peter Jackson framleiðir District 9 sem fjallar um risastórt geimskip sem lendir í Suður-Afríku. Hópur fólks er sendur á svæðið og flytur geim- verurnar um borð yfir á aflokað svæði sem nefnist District 9, með hrikalegum afleiðingum. Myndin verður frumsýnd hérlendis 18. september. Forsýning á District 9 JÚLÍUS KEMP Reykjavík Whale Watching Massacre verður dreift um Bretlands- eyjar á næstunni. Íslensk hvalamorð á leið til Bretlands MEÐ ALLT Á HREINU Eggert Þorleifsson fór á kostum í Með allt á hreinu. Með allt á hreinu sýnd HELSTU MYNDIR LARS VON TRIER Antichrist (2009) The Boss of It All (2006) Manderlay (2005) Dogville (2003) Dancer in the Dark (2000) Idioterne (1998) Breaking the Waves (1996) > HALLE Í HASARMYND Halle Berry er í viðræðum um að leika aðalhlutverkið í hasarmyndinni Dark Tide, sem fjallar um köfunarleiðbein- anda sem snýr aftur í djúpið eftir að hafa næstum dáið í viðskiptum við hvítan hákarl. Tökur hefjast í Suður- Afríku síðar á þessu ári. Fram- leiðendurnir verða þeir sömu og sendu frá sér hina vinsælu Twilight. Myndirnar Final Destination og Bandslam verða frumsýndar um helgina. Final Destination er fjórða myndin í seríunni. Í henni eru Nick og vinir hans að horfa á kappakst- ur þegar Nick fær fyrirboða um óhugnanlegt slys. Honum tekst að sannfæra tólf aðra um að yfirgefa svæðið í tæka tíð fyrir slysið. En Dauðinn lætur ekki svíkja sig um nýjar sálir og krakkarnir eru nú hundeltir af honum. Önnur ungl- ingamynd, Bandslam, fjallar um lúðann Will Burton sem vingast við hina vinsælu Charlotte Banks. Hún leyfir honum að gerast með- limur í hljómsveit hennar, en hún gerir það til að hefna sín á fyrrver- andi kærasta sínum. Unglingar í vanda FINAL DESTINATION Fjórða Final Dest- ination-myndin verður frumsýnd um helgina. Nemakortin eru til sölu á strætó.is Ef X = 15000/2x5x30x8 þá er X bestu kaupin í strætó!* *Ef þú notar vetrarkort tvisvar sinnum á dag, fimm sinnum í viku, þá borgar þú aðeins 37 kr. fyrir ferðina. Vetrarkort: 15.000 kr. Haustkort: 8.000 kr. www.strætó.is Auðveldasta leiðin til að kaupa far með strætó ÍS L E N S K A S IA .I S S T R 4 65 46 0 8. 20 09 strætó.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.