Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 48
32 10. september 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari er þessa dagana í tónleikaferða- lagi um Kína og kemur fram á átta tónleikum í sjö borgum. Á efnisskránni eru íslensk og kínversk píanó- verk auk verka Mozarts, Schumanns, Debussy, Chopins og Mendelssohns. Síð- ustu tónleikarnir verða hinn 13. september í Peking. - pbb Nína í Kína TÓNLIST Nína Mar- grét spilar í Kína þessa dagana. > Ekki missa af Fyrstu beinu útsendingu frá Þýskalandi í toppgæðum á fyrstu þremur sinfóníum Beethovens. Útsendingin hefst kl. 18 í Kringlubíói. Henni er fylgt eftir með þremur útsend- ingum næstu daga sem allar hefjast kl. 18. kl. 20. Upplestur í Iðnó á bókmennta- hátíð: Benn Q Holm, Naja Marie Aidt, Gintaras Grajauskas, Ingunn Snædal og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Á laugardag er mikið um að vera í Borgarnesi. Í tengslum við Landnáms- setrið sýnir Víkingafélagið Rimmugýgur bardagalist, dr. William Short og Einar Kárason tala um vopna- burð fornmanna og fyrsta sýning haustsins á Storm- um og styrjöldum verður um kvöldið. Vopnaskakið verður á flötinni við Landnámssetrið kl. 15 og 19. Rimmugýgur er íslenskt víkingafélag sem leggur stund á bardaga- list með eftirlíkingum víkingavopna. Rimmugýg- ur dregur nafn sitt af exi Skarphéðins Njálssonar. Á sögulofti setursins hefst svo kl. 16 fyrirlestur dr. Williams R. Short um vopn og bardagatækni á víkingaöld. Fyrir tíu árum hóf hann rannsóknir á vopnum og bardagalist víkingaaldar og nýverið birti hann niðurstöður sínar í bókinni Wiking Weapons and Combat Techniques. Að loknum fyrirlestri dr. Shorts flytur Einar Kára- son, rithöfundur, „óábyrga hugleiðingu“ um vopn og vopnaburð. Um kvöldið kl. 20 hefst leikhúsárið í Landnámssetrinu með sýningunni Stormar & styrjaldir í flutningi Einars Kárasonar. Víkingavesen í Borgarnesi MENNING Vopnafræði víkinga í Borgarnesi á laugardag. Short með hjálm. Saman er komin sveit knárra heldri manna úr íslenska tónlistarbransan- um sem hafa æft upp pró- gramm með frumsömdum lögum sem brátt koma út. Hljómsveitin nefnist Skuggasvein- ar og liðsmenn eru engir aukvis- ar: Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Guðjóns- son, Ari Jónsson, Haraldur Þor- steinsson, Árni Jörgensen og Júlí- us Hjörleifsson. Væntanleg er frá sveitinni diskur sem skartar nýjum lögum eftir Gunnar, Vil- hjálm og Árna. Allir hafa þeir gert garðinn frægan, sumir frá því snemma á sjöunda áratugnum, aðrir skem- ur. Gunnar og Magnús léku síðast saman í Sléttuúlfunum ef menn muna rétt. Ari er þekktastur fyrir Roof Tops-árin sín, Haraldur á að baki langan feril sem bassaleik- ari og eins Vilhjálmur sem marg- tækur maður á hljóðfæri. Jóhann er yngstur þeirra félaga. Aðkoma Árna er úr annarri átt: Tildrög sveitarinnar var Shadows-pró- gramm þar sem Árni Jörgensen var kallaður til þátttöku en hann hefur lengi komið fram með Sigl- firðingagrúppu sem á rætur sínar að rekja til áranna þegar hljóm- sveitin Shadows var ráðandi í gítarbítli. Gunnar Þórðarson segir að fyrir tveimur árum hafi menn komið saman í hljóðveri Villa Guðjóns á Laufásveginum og verið að spila saman á gítara. Þá hafi hugmynd- in kviknað fyrir alvöru. Nú hafi sveitin tekið upp átján, nítján lög og smiðshöggið verði slegið um næstu helgi á tólf laga safn. Hvaða tónlist þetta sé? Hann svarar seint og kallar þetta einhvers konar bítl: „Við hlaupum ekki frá okkar áhrifavöldum. Þarna er allt sungið og mikið raddað,“ segir Gunnar. Diskurinn kemur út eftir örfáar vikur. Annars stefnir Gunnar vestur á Ísafjörð þar sem hann spilar ein- leikskonsert í Edinborg kl. 20.30 föstudaginn 11. september. - pbb Skuggasveinar gefa út disk TÓNLIST Magnús, Gunnar, Árni, Haraldur, Ari og Vilhjálmur í hljóðveri Vilhjálms. Jóhann Hjörleifsson var vant við látinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á þriðjudag rann út frestur bandaríska ljósmyndarans Annie Leibovitz til að greiða upp skuld- ir sínar en hún tók stórt lán í bólunni til að greiða hala af lausaskuld- um. Lánið stóð í 24 milljón- um dala og hafði ekk- ert verið greitt af því þegar lánand- inn, Art Capital Group, hótaði að ganga að veðum: heimilum henn- ar í Greenwich Village og Rine- beck, og það sem meira er, öllu myndasafni hennar. Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari okkar tíma og vann fyrst fyrir Rolling Stone. Fyrsta verkefni hennar voru víðfrægar myndir af John Lennon í New York 1971. Síðar vann hún fyrir Vanity Fair, en skuldir hennar eru taldar stafa af miklum íburði við tökur á frægustu andlitum heims. Hún hefur nokkrum sinnum komið til Íslands. Annie var um langt skeið sambýliskona Susan Sontag og er mikilsvirtur hluti af aðli New York. Nú eru stórar líkur á að hún missi allt: líka höfundarrétt á milljónum ljósmynda sinna. - pbb Annie nærri gjaldþrotinu MENNING Annie Lei- bovitz ljósmyndari. m de v „Áhrifamikil, vel skrifuð og geysilega heillandi skáldsaga.“ Metsölubókin Berlínaraspirnar loksins fáanleg á ný! Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is íslensk hönnun og handverk Hafnarfjarðarleikhúsinu Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is 10.sept kl.21 fimmtudagur 11.sept kl.21 föstudagur 18.sept kl.21 föstudagur 19.sept kl.21 laugardagur Aðeins þessar sýningar Örfáar aukasýningar í september 9 grímutilnefningar PBB, Fréttablaðið Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.