Fréttablaðið - 10.09.2009, Side 48
32 10. september 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Nína Margrét
Grímsdóttir
píanóleikari er
þessa dagana í
tónleikaferða-
lagi um Kína og
kemur fram á
átta tónleikum
í sjö borgum.
Á efnisskránni
eru íslensk og
kínversk píanó-
verk auk verka
Mozarts, Schumanns, Debussy,
Chopins og Mendelssohns. Síð-
ustu tónleikarnir verða hinn 13.
september í Peking. - pbb
Nína í Kína
TÓNLIST Nína Mar-
grét spilar í Kína
þessa dagana.
> Ekki missa af
Fyrstu beinu útsendingu frá
Þýskalandi í toppgæðum
á fyrstu þremur sinfóníum
Beethovens. Útsendingin hefst
kl. 18 í Kringlubíói. Henni er
fylgt eftir með þremur útsend-
ingum næstu daga sem allar
hefjast kl. 18.
kl. 20.
Upplestur í Iðnó á bókmennta-
hátíð: Benn Q Holm, Naja Marie
Aidt, Gintaras Grajauskas,
Ingunn Snædal og Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson.
Á laugardag er mikið um
að vera í Borgarnesi. Í
tengslum við Landnáms-
setrið sýnir Víkingafélagið
Rimmugýgur bardagalist,
dr. William Short og Einar
Kárason tala um vopna-
burð fornmanna og fyrsta
sýning haustsins á Storm-
um og styrjöldum verður
um kvöldið. Vopnaskakið
verður á flötinni við
Landnámssetrið kl. 15
og 19. Rimmugýgur er
íslenskt víkingafélag sem
leggur stund á bardaga-
list með eftirlíkingum
víkingavopna. Rimmugýg-
ur dregur nafn sitt af exi
Skarphéðins Njálssonar.
Á sögulofti setursins
hefst svo kl. 16 fyrirlestur
dr. Williams R. Short um
vopn og bardagatækni á
víkingaöld. Fyrir tíu árum
hóf hann rannsóknir á
vopnum og bardagalist
víkingaaldar og nýverið
birti hann niðurstöður
sínar í bókinni Wiking
Weapons and Combat
Techniques.
Að loknum fyrirlestri dr.
Shorts flytur Einar Kára-
son, rithöfundur, „óábyrga
hugleiðingu“ um vopn og
vopnaburð. Um kvöldið
kl. 20 hefst leikhúsárið
í Landnámssetrinu með
sýningunni Stormar &
styrjaldir í flutningi Einars
Kárasonar.
Víkingavesen í Borgarnesi
MENNING Vopnafræði víkinga í Borgarnesi á
laugardag. Short með hjálm.
Saman er komin sveit
knárra heldri manna úr
íslenska tónlistarbransan-
um sem hafa æft upp pró-
gramm með frumsömdum
lögum sem brátt koma út.
Hljómsveitin nefnist Skuggasvein-
ar og liðsmenn eru engir aukvis-
ar: Gunnar Þórðarson, Magnús
Kjartansson, Vilhjálmur Guðjóns-
son, Ari Jónsson, Haraldur Þor-
steinsson, Árni Jörgensen og Júlí-
us Hjörleifsson. Væntanleg er
frá sveitinni diskur sem skartar
nýjum lögum eftir Gunnar, Vil-
hjálm og Árna.
Allir hafa þeir gert garðinn
frægan, sumir frá því snemma á
sjöunda áratugnum, aðrir skem-
ur. Gunnar og Magnús léku síðast
saman í Sléttuúlfunum ef menn
muna rétt. Ari er þekktastur fyrir
Roof Tops-árin sín, Haraldur á að
baki langan feril sem bassaleik-
ari og eins Vilhjálmur sem marg-
tækur maður á hljóðfæri. Jóhann
er yngstur þeirra félaga. Aðkoma
Árna er úr annarri átt: Tildrög
sveitarinnar var Shadows-pró-
gramm þar sem Árni Jörgensen
var kallaður til þátttöku en hann
hefur lengi komið fram með Sigl-
firðingagrúppu sem á rætur sínar
að rekja til áranna þegar hljóm-
sveitin Shadows var ráðandi í
gítarbítli.
Gunnar Þórðarson segir að fyrir
tveimur árum hafi menn komið
saman í hljóðveri Villa Guðjóns á
Laufásveginum og verið að spila
saman á gítara. Þá hafi hugmynd-
in kviknað fyrir alvöru. Nú hafi
sveitin tekið upp átján, nítján lög
og smiðshöggið verði slegið um
næstu helgi á tólf laga safn. Hvaða
tónlist þetta sé? Hann svarar seint
og kallar þetta einhvers konar
bítl: „Við hlaupum ekki frá okkar
áhrifavöldum. Þarna er allt sungið
og mikið raddað,“ segir Gunnar.
Diskurinn kemur út eftir örfáar
vikur.
Annars stefnir Gunnar vestur á
Ísafjörð þar sem hann spilar ein-
leikskonsert í Edinborg kl. 20.30
föstudaginn 11. september. - pbb
Skuggasveinar gefa út disk
TÓNLIST Magnús, Gunnar, Árni, Haraldur, Ari og Vilhjálmur í hljóðveri Vilhjálms.
Jóhann Hjörleifsson var vant við látinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Á þriðjudag rann út frestur
bandaríska ljósmyndarans Annie
Leibovitz til að greiða upp skuld-
ir sínar
en hún tók
stórt lán í
bólunni til
að greiða
hala af
lausaskuld-
um. Lánið
stóð í 24
milljón-
um dala og
hafði ekk-
ert verið
greitt af því
þegar lánand-
inn, Art Capital Group, hótaði að
ganga að veðum: heimilum henn-
ar í Greenwich Village og Rine-
beck, og það sem meira er, öllu
myndasafni hennar. Leibovitz er
einn þekktasti ljósmyndari okkar
tíma og vann fyrst fyrir Rolling
Stone. Fyrsta verkefni hennar
voru víðfrægar myndir af John
Lennon í New York 1971. Síðar
vann hún fyrir Vanity Fair, en
skuldir hennar eru taldar stafa
af miklum íburði við tökur á
frægustu andlitum heims. Hún
hefur nokkrum sinnum komið til
Íslands. Annie var um langt skeið
sambýliskona Susan Sontag og
er mikilsvirtur hluti af aðli New
York. Nú eru stórar líkur á að
hún missi allt: líka höfundarrétt á
milljónum ljósmynda sinna. - pbb
Annie nærri
gjaldþrotinu
MENNING Annie Lei-
bovitz ljósmyndari.
m
de
v
„Áhrifamikil, vel skrifuð og geysilega
heillandi skáldsaga.“
Metsölubókin
Berlínaraspirnar
loksins fáanleg á ný!
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454 | www.fridaskart.is
íslensk hönnun
og handverk
Hafnarfjarðarleikhúsinu
Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is
10.sept kl.21 fimmtudagur
11.sept kl.21 föstudagur
18.sept kl.21 föstudagur
19.sept kl.21 laugardagur
Aðeins þessar sýningar
Örfáar aukasýningar í september
9 grímutilnefningar
PBB, Fréttablaðið
Auglýsingasími
– Mest lesið