Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 10. september 2009 27 UMRÆÐAN Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son skrifar um fjárhag heimila Fjárhagsstaða einstakl-inga og fyrirtækja versnar stöðugt en á sama tíma boðar ríkisstjórnin hækkun á tekjuskatti sem kemur til viðbótar við hækkun útsvars í mörgum sveitarfélögum á þessu ári. Barna- og vaxta bætur hafa verið lækkaðar og grunn- lífeyrir eldri borgara og öryrkja verið skertur. Einnig eru áform um upptöku eignaskatts á nýjan leik, sem mun ekki síst koma illa niður á eldri borgurum sem búa marg- ir í skuldlitlu íbúðarhúsnæði. Á sama tíma og skattahækkanir eru boðaðar blasir við sú staðreynd að vöruverð hefur hækkað mjög mikið og bensínverð um tæplega 100% á nokkrum misserum. Hækkun skatta og lækkun barna- og vaxtabóta mun hafa verulega slæm áhrif á bæði greiðslu- og kaupgetu einstaklinga og fjöl- skyldna í landinu og ekki síður á afkomu verslana og annarra fyrir- tækja. Á sama tíma og stjórnvöld ákveða lækkun bóta og kynna mikl- ar skattahækkanir standa þúsund- ir fjölskyldna, ekki síst ungt fólk, frammi fyrir gríðarlegum vanda í húsnæðismálum. Áhvílandi skuldir hafa hækkað og um leið afborgan- ir af þeim, en stjórnvöld hafa enn ekki kynnt heildstæðar tillögur sem bætt geta stöðu þeirra húseig- enda sem verst eru staddir. Boðuð er töluverð lækkun á fram- lögum, m.a. til mennta-, heilbrigðis- og velferðarmála. Ekki er um það deilt að lækkun rekstrar útgjalda, bæði hjá ríki og sveitar félögum, er að vissu marki nauðsynleg. En veruleg skerðing framlaga til vel- ferðarmála gafst illa í Finnlandi þegar kreppan á árunum 1991- 1993 reið yfir. Lærum af reynslu Finna, sem nú hafa meðal annars ákveðið að svara efnahagskrepp- unni með auknum framkvæmdum og verndun velferðarkerfis eins og kostur er. Ríki og sveitarfélög setji fram skýrar tillögur um aðgerðir Margt bendir til að hvorki ríki né sveitarfélög muni auka fram- kvæmdir á næsta ári, heldur miklu fremur draga úr þeim. Ef sú verður niðurstaðan mun atvinnuleysi enn aukast. Á sama tíma sjá aðgerð- ir í þágu heimilanna vart dagsins ljós. Almenningur veit einungis að stjórnvöld ætla að hækka skatta og draga úr bótum en hefur öðru leyti ekki hugmynd um hvað stjórn- völd hyggjast gera. Meðan blæðir heimilum og fyrir- tækjum í landinu. Fjárhagsleg staða og rekstrargrundvöllur fjöl- margra fyrirtækja sem enn starfa er óljós, mikil óvissa ríkir um fjárhags- lega endurskipulagningu þeirra, ákvarðanir í stjórnsýslu opin- berra aðila, sem og hinu nýja rík- isbankakerfi, varðandi margvísleg uppbyggingaráform þeirra dragast óhæfilega á langinn og hver vísar á annan. Ríki og öflugustu sveitar- félögin, í samstarfi við einkaaðila, verða hið fyrsta að sameinast um að auka framkvæmdir, líkt og ríki og sveitarfélög í ýmsum nágranna- löndum okkar eru nú að gera, til að koma atvinnulífinu í gang á nýjan leik og draga þar með úr atvinnu- leysi og fyrirsjáanlegum flutn- ingi einstaklinga og fjölskyldna til starfa í öðrum löndum. Fasteignaskattur verði lagður niður Víða blasir við í dag að markaðs- virði íbúðarhúsnæðis er lægra en áhvílandi lán. Fasteignamat íbúðar húsnæðis og lóðar á að endur spegla markaðsvirði viðkom- andi eignar. Það er fjarri lagi að sú sé staðan í dag. Fasteignagjöld miðast við fasteignamat húss og lóðar. Ljóst er að fasteignaskattur á íbúðar húsnæði leggst á eigend- ur fasteigna án tillits til fjárhags- legra aðstæðna þeirra hverju sinni. Þessi tekjustofn er u.þ.b. 4,4% af rekstrartekjum borgarsjóðs. Fasteignaskatturinn er í flestum tilfellum u.þ.b. helmingur af þeim fasteignagjöldum (sem eru aðallega fasteignaskattur, holræsagjald og vatnsskattur) er húseigendur greiða og sjá má á útsendum greiðslu- seðli frá borginni. Ég er þeirrar skoðunar að leggja eigi fasteigna- skattinn niður, líkt og gert var með eignaskattinn á sínum tíma en þess í stað finna sveitarfélögunum nýjan tekjustofn eða tekjustofna, sem væru sanngjarnari, til að tryggja þeim sambærilegar tekjur. Margt myndi ávinnast með því að leggja fasteignaskattinn niður. 1. Eldra fólki yrði gert betur kleift að búa í eigin húsnæði. 2. Fyrir marga yrði áhugaverð- ara að fjárfesta í íbúðarhúsnæði en raun ber vitni í dag. 3. Fyrir tekjulága hópa yrði einnig auðveldara að búa í eigin húsnæði, auk þess sem húsaleiga ætti að lækka. Höfundur er forseti borgarstjórnar. Meðan heimilum blæðir VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Ríki og öflugustu sveitarfélögin, í samstarfi við einkaaðila, verða hið fyrsta að sameinast um að auka framkvæmdir, líkt og ríki og sveitarfélög í ýmsum nágrannalöndum okkar eru nú að gera. AF NETINU Stiglitz á villigötum – lang- tímagreiðslubyrði hærri! Hallur Magnússon – hallurmagg. blog.is Ég hef haft mikla trú á Stiglitz og fagnaði því að hann yrði mögulega ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar. En það runnu á mig tvær grímur þegar ég las í morgun það sem hann hefur að segja um að breyta verðtryggingu húsnæðislána! Ef leið Stiglitz hefði verið farin í stjórnartíð Framsóknarflokksins 1995- 2006 þegar varð mikil raunhækkun á kaupmætti launa – þá hefðu húsnæðislánin og greiðslubyrði þeirra hækkað miklu meira vegna launavísi- töluhækkunar en þau gerðu vegna neysluverðsvísitöluhækkunarinnar. Til lengri tíma litið er því greiðslu- byrði af húsnæðislánum hærri með aðferð Stiglitz en með hefðbundinni verðtryggingu neysluvísitölu! Mér þykir þessi ummæli Stiglitz benda til þess að hann hafi ekki alveg sett sig inn í málin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.